Leita í fréttum mbl.is

"Galin aðgerð" !

 er sú fyrirætlan möppudýra Evrópubandalagssinna að hækka eldsneytisverð á Íslendingumum um næstu áramót vegna tilskipunar ESB um að blanda innfluttum lifrænum efnum saman við eldsneytið sem gerir það miklu dýrara.

Þessi þjónkun við tilskipanir ESB, sem okkur ber engin nauður til að framkvæma.  er sú gjöf til verðtryggingarpíndra heimila og  þrautpíndra láglaunahópa, sem þeir þurfa síst á að halda.

Um þessar fyrirætlanir má nota orð forseta Alþýðumsabandsins sem hljóða svo í leiðara Morgunblaðsins í dag:

" Og Gylfi Arnbjörnsson sagði í tilefni af fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum borgarinnar:

»Mér finnst það vera algerlega galin aðgerð að hér verði einhver friður á vinnumarkaði og borgin ætli að hækka leikskólagjöld á einstæða foreldra og öryrkja og barnafjölskyldur, í upphæðum, sem væntanlega myndi ekki duga sú launahækkun sem þeir hafa verið að leggja til að við ættum að samþykkja. Mér finnst þetta vera einmitt dæmi um það sem ég nefni (að) það verða allir að fara leiðina.«

Og Gylfi heldur áfram að sögn Morgunblaðsins:

  »affarasælast gæti verið að auka stöðugleika, létta vaxtabyrði og breyta skattheimtunni«.Undir slík sjónarmið er auðvelt að taka og enginn gerir það ákafar en reynslan og sagan. "

Og Morgunblaðið bætir við:

"Og það er auðvitað sanngjörn krafa hjá forseta ASÍ að komið verði í veg fyrir að stórir aðilar, sem hafa mikil áhrif á kjör almennings á útgjaldahliðinni, sleppi fram af sér beislinu. Það er svo sannarlega ekki hlutverk höfuðborgar landsins að hleypa illu blóði í kjarasamninga á byrjunarstigi. En hitt er jafn augljóst að verði aðalsamningagerð ekki nema til 6 mánaða eða litlu lengur eru ekki efni til mikilla afskipta ríkisvalds af slíkri samningagerð."


Ætlar ríkisstjórnin virkilega að leggja það til málanna, stöðugleika og lífsbaráttu þjóðarinnar,  að hækka hér eldsneytisverð að óþörfu um komandi áramót?

Heggur þá sá sem hlífa skyldi.

Þetta verður "galin aðgerð" eins og á stendur og var þó ærið fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Ég er sammála Halldór. Því miður verð ég að segja eins og er að ég er hægrimaður en get engan veginn kosið Sjálfstæðisflokkurinn vegna þess að hann er algjör skítaklíkunýkommúnistaflokkur með formann sem maður veit ekki alveg hvort heldur er glæpamaður eða algjör fáviti. Allavega er hann með mikla reynslu af þáttöku í að tapa fé landsmanna með ýmsum hætti innanlands og utan, enda orðinn fjármálaráðherra núna. Þannig að við hverju býstu eiginlega?

Jón Pétur Líndal, 4.11.2013 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband