Leita í fréttum mbl.is

Á ekki að stöðva vitleysuna

með bensínblöndunina um áramótin?

Mun hún nokkuð gera annað en undirstrika þýlyndi Íslendinga við yfirgang ESB og hella olíu á eld verðbólgunnar í landinu  sem er alveg  ærin? Á það virkilega að vea framlag ríkisins til komandi kjarasamninga að hækka bensín að óþörfu um áramótin? Jafnvel litla Lichtenstein gaf þessu langt nef og komst upp með það. 

Þurfum við alltaf að vera kaþólskari en páfinn? Eigum við ekki að reyna að standa í lappirnar og stðva vitleysuna? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Johnson

Hvaða þingmenn samþykktu þessa vitleysu?

Örn Johnson, 11.11.2013 kl. 22:32

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Dunno, það eru möppudýrin sem senda frumvörpin niður á Austurvöll og þingmennirnir eru svo vitlausir að þeir skilja þau ekki og lesa þau ekki heldur og svo er þeim sagt líka af dýrunum að það megi ekkert hrófla við þessu því við séum bundnir af EES.

Halldór Jónsson, 11.11.2013 kl. 23:15

3 identicon

Heill og sæll Halldór æfinlega - sem og gestir þínir aðrir !

Þetta mál - er meðal þeirra allra sem fyrir löngu hafa fyllt minn mæli fornvinur góður.

Þess vegna m.a. - hvet ég eindregið til Kanadískra og Rússneskra yfirráða hér á landi í framtíðinni.

Nýuppgötvaðir frumbyygjar Papúa- Nýju Guineu - sem og suður í Amazón frumskógum Brazilíu eru á hærra menn ingarstigi en þorri Íslendinga að virðist.

Með beztu kveðjum - sem jafnan af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.11.2013 kl. 23:30

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór.

Ég hef lítið kynnt mér þetta mál, en skilst þó að verð eldsneytis muni hækka og eyðsla bíla aukast. Hvorugt hugnast mér.

En hvernig er það, eru allar bílvélar tilbúnar til að taka við svona blöndu? Er hugsanlegt að einhverjir bíleigendur verði að setja einhverskonar efni í tankinn hjá sér til að geta notað bílinn sinn, nú eða jafnvel bara henda honum?

Þessar reglur ESB eru til að vinna gegn mengun. Þar er notkun á óendurnýjanlegum orkugjöfum miklar og vissulega má rökstyðja það á þann veg. En við hitum allt okkar húsnæði með heitu vatni eða rafmagni. Stóriðjan er rekin að stæðstum hluta á endurnýjanlegri orku. Notkun kola er vart þekkt hér á landi. Vart er mælandi notkun á jarðgasi.

Þannig að notkun óendurnýjaðra orkugjafa er nær eingöngu á bíla- skipa- og flugflota landsins, auk þess sem stóriðjan notar kol í formi rafskauta og lítilsháttar sem aukaorkugjafa. Því erum við á allt öðru plani en ESB hvað þetta varðar. 

Auðvitað hlýtur að þurfa að skoða málið í heild sér, áður en samþykkt eru lög eða tilskipanir hér á landi. Það er ekkert land sem hefur jafn sterk rök gegn svona rugli og við Íslendingar.

Ef við hins vegar kjósum svo að minnka enn frekar mengun, með því að blanda einhverjum efnum við eldsneytið, er fyrsta forsenda þess að við sjálf getum framleitt það efni, í því magni sem þarf. Víst er að ESB hefur tryggt að næg framleiðsla væri til staðar á þessum íblöndunarefnum, innan sambandsins, áður en þessi tilskipun var samin. Hugsanlega var hún samin einmitt vegna þeirrar getu.

En eftir situr spurningin um hvaða áhrif þessi blöndun hefur á vélar bíla. Sjálfur ek ég á 13 ára gömlum bíl. Þegar hann var framleiddur leiddu menn ekki hugann að því að hugsanlega dytti einhverjum snilling í hug að blanda einhverjum efnum við eldsneytið, sem honum er ætlað að brenna. Því hef ég nokkrar áhyggjur.

Gunnar Heiðarsson, 12.11.2013 kl. 07:58

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta mínir ágætu

Óskar Helgi, þú ert afráttarlaus að vanda. Heldurðu að þér takist ekki að siða þetta lið til án utanaðkomandi aðstoðar?

Gunnar Heiðarsson

Þú segir:"Auðvitað hlýtur að þurfa að skoða málið í heild sér, áður en samþykkt eru lög eða tilskipanir hér á landi. Það er ekkert land sem hefur jafn sterk rök gegn svona rugli og við Íslendingar."

Það er nefnilega aldrei neitt skoðað í heild sinni frekar en þegar Steingrímur J. samþykkti að borga Icesave I eða RARIK og OR var skipt upp, eða JAR-Ops tekið upp. Allt til margfaldrar bölvunar og kostnaðarauka.

Ég veit ekki einu sinni hvort þetta er til að minnka mengun. Ég held að þetta sé frekar einhver angi af umhverfisdellu græningja til að minnka hlutfall jarðefna í bensíninu. Það er rétt sem þú segir. Eigandio bílsins fær engu að ráða, möppudýrin bara gera það sem þeim sýnist. Vonandi verður einhverjum af þeim hagrætt útaf í nýlegum tillögum.

Halldór Jónsson, 12.11.2013 kl. 10:35

6 identicon

Komið þið sælir á ný !

Halldór !

Nei - því fer víðs fjarri / að mér eða nokkrum öðrum takist að siða þetta lið til.

Allt saman - sömu ómerkingarnir fornvinur góður.

Þar í - liggur mestur vandinn.

Þess vegna - yrði Kanadíska og Rússneska hjálpin og endurreisnin okkur svo mikils virði til langrar framtíðar litið.

Með - ekki síðri kveðjum en þeim fyrri - og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband