Leita í fréttum mbl.is

Hagræðingarhópurinn

hefur nú skilað tillögum sínum og hefur Ásmundur Einar Daðason verið skipaður aðstoðarmaður forsætisráðherra í því framhaldi. Guðlaugur Þór var varaformaður hópsins. Hann er með kynningu á dag í Salnum í Kópavogi kl.10:00 og eru allir velkomnir.

Styrmir Gunnarsson skrifar ágæta vel um ráðningu Ásmundar í Mbl. í dag. Hann gerir ekki lítið úr þeim fjandskap og viðspyrnu sem möppudýrin í ráðuneytunum munu veita og munu fleiri geta ímyndað sér við hvílíkar forynjur verður að eiga.

Styrmir segir m.a.:

..."Þingmaðurinn ungi hefur nú fengið mikið tækifæri og hann þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Hann mun standa frammi fyrir óvígum her andlitslausra huldumanna, sem reyna að bregða fyrir hann fæti við hvert fótmál. Hann getur sigrast á þeim með öflugum bakstuðningi hins almenna borgara. En til þess að fá þann stuðning þarf hann að sýna árangur í verki á mjög skömmum tíma. Það þurfa ekki allt að vera stórar ákvarðanir. Þær geta verið smáar í byrjun, svo fremi þær vísi veginn.

Það er hægt að framkvæma byltingar með ýmsum hætti. Það sem átti mestan þátt í að stjórnmálamenn í Evrópu fóru að losa um tengsl sín við fjármálafyrirtækin og taka undir þau sjónarmið almennings, að þeir sem gerðu mistökin ættu að standa eftir með afleiðingarnar sjálfir voru annars vegar úrslit kosninga.....

..... Rökin fyrir því að opinbera kerfið á Íslandi sé orðið ofhlaðið blasa við en þeim, sem vilja sjá frekari rök er bent á að lesa skýrslu McKinsey um Ísland sem kom út fyrir ári. Í svona málum eru alltaf einhverjar sjálfsblekkingar á ferð. Sú sem skýtur upp kollinum hér og þar í þessum umræðum er sú, að það sé hægt að koma fram kerfisbreytingum án þess að fækka fólki. Það er ekki hægt og mikilvægt að þjóðin horfist í augu við það.

 

En það er mikilvægt í þessu samhengi að minna á að grundvallarbreytingar þurfa að fara fram víðar en í opinbera kerfinu. Hið sama þarf að gerast í bönkum og í verzlun og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega eins og McKinsey bendir réttilega á. Einkageirinn þarf ekki síður að taka til hendi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur minnt þá á það...."

 

Bjarni Benediktsson þarf að búa við það að upplýsingafulltrúi ráðuneytis hans sé kommi sem situr þar sem fastast eftir að Steingrímur J. réði hana þangað. Þetta hlýtur að vera óviðunandi.

 

Þannig er um allt stjórkerfið morandi í kommum og krötum sem vinstri stjórnin stráði þangað inn og eru stofanirnar á vegum Umhverfisráðuneytisins ekki einstakar í því efni. Þetta er gersamlega óþolandi. Það er réttur nýrrar stjórnar að hreinsa kerfið út af fólki sem fyrri valdhafar settu inn. Það er ekki hægt að hafa pólitíska andstæðinga og þá mögulega skemmdarverkamenn sér við hlið í vandasömum störfum. Gæti nokkur forstjóri starfað með starfsmann samkeppnisfyrirtækisins sér við hlið sem nánasta aðstoðarmann?

 

Fyrsta skrefið er því að hagræða því fólki  út  sem fyrri ríkisstjórn tróð pólitískt inn í stjórnkerfið.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 155
  • Sl. sólarhring: 164
  • Sl. viku: 4411
  • Frá upphafi: 3058540

Annað

  • Innlit í dag: 116
  • Innlit sl. viku: 3651
  • Gestir í dag: 97
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband