Leita í fréttum mbl.is

Að verða úti á Sprengisandi

virðast geta orðið pólitísk örlög Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur. Þessi Samfylkingarkona hefur það ráð undir hverju rifi að ganga í Evrópusambandið. Hún sér enga framtíð fyrir Ísland aðra en að ganga þar inn og taka upp evru. Síðar talar hún fyrir launahækkunum sem bráðnauðsynlegum til handa íslenskum almenningi.

Hvernig framtíð Íslendinga verði spyr þessi kona sig. Án Evrópusambandsins er þessi framtíð henni óþægileg. Gjaldmiðill okkar er ekki til frambúðar segir hún og Sigurjón segir það einnig að svo sé því augljóst sé að vextir séu hér miklu hærri en erlendis.

Líklega finnst mörgum þetta engin ný tíðindi. Fyrir hrun máttu allir taka hér erlend lán með lægri vöxtum. Nú má það ekki lengur. Eftir stendur að Íslendingar eru sífellt að tala um vaxtaprósentur á erlenda gjaldmiðla og bera saman við vexti á verðbólgukrónum á Íslandi. Hverja er verið að reyna að blekkja? Ef verðbólga er hér meiri að meðaltali en í evrulandi þá verða hér vextir hærri.  

Hvaða framtíð í Evrópusambandinu er Sigríður Ingibjörg að tala um fyrir Íslendinga? Er það veruleiki Þjóðverja. Eða yrði staða okkar líkari stöðu minni ríkja eins og Grikkja eða Spánverja? Mun Evran duga okkur til að lækka hér kaup hjá völdum stéttum þegar markaðsaðstæður breytast? Hafa Íslendingar þá hæfileika til jafns við Þjóðverja til dæmis? Ég er nokkuð efins í því máli.

Við sáum á Davíðstímanum að okkar hagvöxtur er í öðrum fasa en hagvöxtur í Evrópu. Markaðsaðstæður hafa mun meiri áhrif hér á landi en í iðnríkjum.  Bandarísk áhrif geta haft meiri áhrif hér en fyrir austan okkur. Við eigum mun meiri auðlindir af náttúrunni hlutfallslega á hvern íbúa en íbúar í Evrópusambandinu. Með hagsýni gæti þetta skilað okkur inn í framtíð sem þyrfti ekki að vera sá Sprengisandur sem Sigríður Ingibjörg skiljanlega óttast að verða úti á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419711

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband