Leita í fréttum mbl.is

Bragð er að þá barnið finnur

má segja þegar maður les Morgunblaðið í dag. Þar skrifar Samfylkingarkonan Kolbrún Bergþórsdóttir svo:

 

„ Það fer ekki framhjá þeim sem veita umhverfi sínu einhverja eftirtekt að stjórnarandstaða landsins er slegin og ráðlaus nú þegar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu skuldugra heimila hafa verið lagðar fram og hlotið góðar undirtektir. Ríkisstjórnin hefur einfaldlega gert það sem stjórnarandstaðan hafði hvorki rænu né vit á að gera þegar hún var við völd. Þá reyndi vinstri stjórnin stöðugt að tyggja það ofan í þjóðina að allt hefði verið gert sem hægt væri að gera fyrir heimilin í landinu. Fólkið sjálft vissi mætavel að ekkert hafði verið gert og skildi sömuleiðis að vinstri stjórnin væri einbeitt og staðföst í því að halda áfram að gera alls ekki neitt.

 

Það er afskaplega erfitt að vera á móti aðgerðum í þágu skuldugra heimila en stjórnarandstaðan reynir það nú samt. Hún er dáðlaus en ekki alveg mállaus og reynir að klóra í bakkann með litlum árangri. Það er beinlínis vandræðalegt að horfa upp á fulltrúa hennar tjá sig um hinar nýju tillögur ríkisstjórnarinnar. Ólundarsvipur er límdur á andlit þessa fólks og fas þess ber með sér að því líði ekki sérlega vel enda veit það mætavel að það hefur glatað trúverðugleika.

 

Stjórnarandstaðan lagði gríðarlega orku í að telja almenningi trú um að loforð annars stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, um skuldaleiðréttingu væri ein stór blekking, eins konar met í fölskum kosningaloforðum. Þessi málflutningur stenst ekki lengur, reynist hafa verið hræðsluáróður. Ríkisstjórnin stendur nú uppi sem sigurvegari og þá sérstaklega forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem hvikaði aldrei í málflutningi sínum heldur ítrekaði hvað eftir annað að ríkisstjórnin myndi vinna að leiðréttingu á skuldum heimila landsins.

 

Pólitískir andstæðingar forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hafa einskis svifist þegar kemur að því að hafa af honum æruna. Hann hefur verið kallaður öllum illum nöfnum, verið gerður að holdgervingi afturhalds og stöðnunar, kallaður lýðskrumari og sagður vera nánast þjóðhættulegur maður. Það hefur ekki verið neinn stillingartónn í ýmsum ummælum um forsætisráðherra. En þau eru í takt við nýjustu strauma og tísku í þjóðmálaumræðunni þar sem menn leggja beinlínis upp úr því að opinbera átakanlegan skort sinn á almennri kurteisi. Þeir sem skrifað hafa og talað hvað svæsnast um forsætisráðherra hafa sennilega ekki manndóm í sér til að biðja forsætisráðherra afsökunar nú þegar hann og ríkisstjórn hans hafa lagt fram skynsamlegar tillögur um skuldaniðurfellingu. Sumir verða alltaf dónar.“

Afdráttarlausari getur þessi einkunnagjöf verið.

 

Svo ritar Hjörleifur Gttormsson í sama blað:

 

„Í bók sinni Frá Hruni og heim gerir Steingrímur J. Sigfússon tilraun til að réttlæta umsóknina um aðild að Evrópusambandinu í formannstíð sinni. Andstaðan við aðild Íslands að ESB var einn af hornsteinum í stefnu VG allt frá stofnun flokksins 1999. Þessari undirstöðu var kippt burt við myndun ríkisstjórnar með Samfylkingunni vorið 2009. Nú situr VG uppi í stjórnarandstöðu með landsfundarsamþykkt frá mars 2013 þar sem gerð er krafa um að ljúka aðildarviðræðum við ESB sem fyrst og að bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla verði um niðurstöðu þeirra…….

 

….Hér kemur fram sú tvöfeldni sem fylgt hefur málflutningi VG-forustunnar alla götu síðan. Í sjónvarpsumræðum flokksformanna kvöldið fyrir alþingiskosningarnar 2009 þvertók Steingrímur fyrir að til greina kæmi að hefja undirbúning að því að sækja um aðild að ESB. Orðrétt sagði hann við alþjóð: »Það samrýmist ekki okkar stefnu og við höfum ekkert umboð til þess.« Hálfum mánuði síðar var búið að gera aðildarumsókn að Evrópusambandinu að leiðarljósi nýrrar ríkisstjórnar og lagt að þingmönnum VG að styðja tillögu þar að lútandi….

 

…. Steingrímur talar um »fjandans« IPA-styrkina og segir ástæðuna »að þeir voru notaðir í andspyrnunni gegn málinu, algjörlega að ósekju að hans mati« (s. 149).

 

…Í ráðherratíð sinni síðustu fjögur árin vék Steingrímur sér undan að ræða við þá sem ósáttir voru með umsóknina um ESB-aðild og fleiri stórmál. Þannig forðaðist hann t.d. að ræða við talsmenn þeirra 100 stuðningsmanna VG sem haustið 2010 komu á framfæri áskorun til forystu flokksins um að beita sér gegn aðild að ESB og aðlögunarferlinu. Síðast heyrði ég frá honum í aðdraganda flokksráðsfundar VG í desember 2008. ,Hann segist sjálfur hafa sett sér »þá meginreglu sem formaður að funda ekki með þröngum hópum í flokknum« (s.198). Það kom fyrir lítið að landsfundur VG samþykkti haustið 2011 sem »eitt af forgangsverkefnum VG, flokkseininga og þingflokks, að herða róðurinn við að upplýsa þjóðina um eðli og afleiðingar ESB-aðildar«  Hvorki heyrðist hósti né stuna í þessa veru frá Steingrími og hans nánasta samstarfsfólki. Erindum mínum til þingflokksins vegna ESB-umsóknar og fleiri mála, var í engu svarað. Kannski ber að líta á þetta rit Steingríms sem síðbúið svar, en ekki er ég viss um að það bæti orðstír hans sem stjórnmálamanns.“

Skyldi bók Steingríms verða metsölubók yfir Yrsu?  Hvorutveggja eru greinilega reyfarar sem byggja á hugarflugi skrifaranna fremur en raunveruleikanum.

Hann birtist hinsvegar í mati Kolbrúnar Berþórsdóttur á því sem við blasir í stjornmálunum.

Bragð er að þá barnið finnur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta ágrip Hjörleifs Guttormssonar úr bókinni Frá Hruni og heim dugar mér. Dag skal að kveldi lofa Halldór, því samfylkingarmeyjar eins og KB spretta upp eins og gorkúlur í ýmsum flokkum nýum og gömlum.

Sigurður Þórðarson, 5.12.2013 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418443

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband