12.1.2014 | 14:27
Af hverju fer Frumherji
ekki í gjaldþrot úr því að hann er kominn á hausinn?
Það kemur bara tilkynning frá einum hrægammabankanum í hádegisfréttum á RÚV að þeir séu búnir að taka yfir allt hlutféið í félaginu á móti einhverjum gæjum sem leggi fram nýtt hlutafé upp á 20 %. Meira en líklega finnst manni að það sé fengið að láni hjá hrægamminum sjálfum í gamla stílnum frá Kaupþingi í tíð Ólafs í Samskip, Al Thani,Sigurðar Einarssonar, Hreiðars Más og Wernersbræðra.
Hvaða nauðsyn ber til að halda þessu einokunarfyrirtæki Finns Ingólfssonar á floti? Þessu félagi sem sölsaði undir sig orkusölumælamarkaðinn á öllu Íslandi og ruddi okkur hinum sem vorum að reyna að selja orkusölumæla útaf markaðnum á "einu augabragði " eins einn landsfaðirinn tók til orða með fallegri handsveiflu.
þetta var feitur biti og maður hélt að Finnur væri nú fullsaddur. Frumherji hefur líka verið mikilvirkur á bílaskoðunarmarkaði og aðrir hafa lítt komist að vegna fyrirferðar Frumherja. Ekki það að þessar skoðunarstöðvar Frumherja hafi verið eitthvað lélegar. Þvert á móti hefur maður skipt við þær með ánægju því þær voru virkilega flottar. Það hefur ekki dugað til án þess að nokkur skýring sé gefin.Nú er skattgreipðendum gert að borga afsláttinn eins og fyrrum hjá Baugi og í Bónus.
En það er ekki sama og að aðrir geti ekki gert þetta líka og skoðað bíla, fengju markaðsöflin að ráða. Eignir eru seldar úr þrotabúum þegar venjulegt fólk á í hlut. En það er greinilega ekki í þessu tilfelli. Hvað með Aðalskoðun? Hvað með Múrbúðina? Hvað með aðrar bókabúðir en Pennann og Eymundsson?
Lögin segja svo:
"....... ........ 22. gr. Tímabundin starfsemi og yfirtaka eigna.
Viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum er því aðeins heimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem um getur í þessum kafla að það sé tímabundið og í þeim tilgangi að ljúka viðskiptum eða til að endurskipuleggja starfsemi viðskiptaaðila. Tilkynning, ásamt rökstuðningi, hér að lútandi skal send Fjármálaeftirlitinu. Hafi viðskiptabanki, sparisjóður eða lánafyrirtæki, eða dótturfélag þeirra, þurft að grípa til aðgerða skv. 1. málsl. og tekið yfir a.m.k. 40% eignarhlut í viðskiptaaðila sínum skulu ákvæði VII. og VIII. kafla laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, gilda um viðskiptaaðilann eftir því sem við á.
Fjármálaeftirlitinu er heimilt að veita undanþágu frá ákvæði 3. málsl. enda sé fjárhagslegri endurskipulagningu lokið innan sex mánaða frá því að viðskiptabanki, sparisjóður eða lánafyrirtæki, eða dótturfélag þeirra, hóf starfsemina. Fjármálaeftirlitið metur hvort fjárhagsleg skilyrði 1. málsl. séu uppfyllt og skal endurskipulagningu lokið áður en 12 mánuðir eru liðnir frá því að starfsemi skv. 1. málsl. hófst. Fjármálaeftirlitið getur framlengt tímafrest skv. 5. málsl. og skal í umsókn rökstutt hvaða atvik hindra sölu.
Viðskiptabönkum, sparisjóðum og lánafyrirtækjum er heimilt að yfirtaka eignir til að tryggja fullnustu kröfu. Eignirnar skulu seldar jafnskjótt og hagkvæmt er... "
Það er nokkuð ljóst að ákvæðið sem hljóðar svo: "...skulu seldar jafnskjótt og hagkvæmt er..". virðist gefa hrægamminum frítt spil til að gera það sem honum sýnist. Hann tilkynnir að hann ætli að selja fyrirtækið seinna. Einhvern tímann seinna þegar honum passar. Skyldi hann vilja lána mér til að kaupa 80 % ? Eða þér ?
Verður ekki að leita til lífeyrissjóðafurstanna til að koma með skæs í þetta svona "þjóðnauðsynlega" fyrirtæki Frumherja. Sem er komið á hausinn og ætti að fara í gjaldþrot ef sömu reglur giltu fyrir Jóna og séra Jóna. Hrægammurinn þarf ekki að standa reikningsskil á neinu. Hann bara tilkynnir þetta ganske pent. Flottur stjórnarformaður og hvítskúraður bankastjóri. Allt saman flott og fólkið flykkist í bankann. Sjóva, Landsbankinn, Íslandsbanki, Aríonbanki. Fyrirtæki í þjónustu fólksins.
Spilling, spilling spilling! Hvert sem auga er litið.
Allt við það sama og ekkert breytt. Frumherji fer ekki á hausinn af því að...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það má heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að Frumherji hefur einokun á að kvarða vigtar og mæla í landinu. Þarna koma nánast allar vigtar sem notaðar eru í verslunum og fyrirtækjum landsins, bæði til að vigta vöru beint til kaupanda og einnig vigtar og mæla sem notast í framleiðsluferlum. Þetta verkefni eitt ætti að geta haldið góðu lífi í þokkalegu fyrirtæki, sér í lagi þegar um einokun er að ræða.
Einokun Frumherja á mælamarkaði, raf og vatnsmælum, er annar armur þessarar einokunnar. Ekki nóg með að fyrirtækið hafi einokun á þeim markaði, heldur virðist það sjálft geta gefið skipun um að þessum mælum skuli skipt út a.m.k. á fimm ára fresti. Og auðvitað flytur það sjálft inn nýju mælana. Greiðendur eru svo auðvitað neytendur.
Sú starfsemi sem Frumherji var stofnaður um er ágætlega rekinn, enda fékk fyrirtækið góðann tíma til að koma sér fyrir, áður en einokun á þeim vettvangi var aflétt.
Ekki veit ég hvernig endaði með rafmagnsúttektir í nýbyggingum. Eitt sinn þótti það verkefni hæfa Frumherja vel.
Frumherji er í raun a.m.k. þrjú megin fyrirtæki og að sjálfsögðu átti bankinn að setja þau í þrot. Síðan hefði átt að splitta þeim upp og selja hverja einingu fyrir sig, með banni við að sami aðili gæti keypt meira en eina einingu.
Það getur varla verið eðlilegt að sama fyrirtæki sem flytur inn og setur upp mæla, skuli síðan hafa eftirlit með að þeir starfi rétt.
Hinu geta menn svo velt fyrir sér, hvernig Finn tókst að glutra þessum gullkálf úr höndum sér.
Kannski er hann jafn mikill fjármálasnillingur og aðrir útrásarvíkingar. Myndin af þeim er að skýrast. Hreiðar Már átti ekki nema 15 milljónir upp í mokkura milljarða skuld. Þó var hann ekki illa haldinn launalega séð fyrir hrun. Jón Ásgeir átti einungis fyrir einni diet kok, að eigin sögn. Og nú sést að Finnur gat ekki haldið þeim gullkálfi sem honum hafði verið skapað. Fleiri svipaðar staðreyndir um útrásarvíkingana eiga eftir að koma upp á yfirborðið.
Þessir menn virðast hafa minna fjármálavit en meðal Íslendingur!
Gunnar Heiðarsson, 12.1.2014 kl. 18:01
Það er bara verið að færa til eignir til klíkunnar eins og verið hefur undanfarið og ekkert við það að athuga, er það?
Eyjólfur Jónsson, 12.1.2014 kl. 19:10
Gunnar Heiðarsson, þetta er verra en ég hélt. Ég vissi ekki hversu mun víðtækara einokunarnet Finnur Ingólfsson var búinn að setja upp fyrir sig en ég hélt.
Breytir því ekki í mínum huga að þetta fyrirtæki er óvinur almennings eins og hrægammabankarnir eru líka. Ég má hafa þessa skoðun og ég trúi því ekki að það sé hægt að lögsækja mig fyrir að hafa svona skoðun.
Halldór Jónsson, 12.1.2014 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.