23.1.2014 | 20:58
"Fögur er hlíðin
:svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi.
Svá mælti Gunnar á Hlíðarenda þegar hann datt af baki. sekur maðurinn, á leið til skips í útlegð að réttum landslögum. Kolskeggur bróðir hans bað hann heilsa móður þeirra og sagðist aldrei myndu Ísland sjá aftur því hann myndi spyrja Gunnar látinn og ætti þá ekki erindi hingað út aftur.
Sjálfstæðisflokkurinn græddi ekki mikið á flottheitum Þorgerðar Katrínar þegar hún var menntamálaráðherra og fór með fríðu föruneyti á kostnað skattgreiðenda til Kína. ekki einu sinni heldur tvisvar. Nú er Þorgerður á bak og burt en Illugi Gunnarsson, tengdasonur bjargvættinnar frá Flateyri. kominn í staðinn.
"Svona gera menn ekki" sagði einn ágætur flokksmaður og hafði rétt fyrir sér í öðru tilviki. Sjálfstæðismenn eiga að ganga á undan öðrum pólitíkusum með góðu fordæmi í því að umgangast skattfé af virðingu. Ráðgerð ferð menntamálaráðherrans Illuga Gunnarssonar til Rússlands á Olympíuleikana er algerlega tilgangslaus hégómi og sóun á skattfé almenningas að tilhæfulausu. Pólitískur tilgangur er enginn fremur en ferðir Þorgerðar Katrínar til Kína á sinni tíð. Eða hafa menn séð breytingar í mannréttindamálum austur þar?
Það er alveg feykinóg að Eygló Harðardóttir Framsóknarráðherra fari og auglýsi sinn flokk með því. Almenningur verður varla uppnæmur fyrir því eftir fordæmi Framsóknarmanna frá fyrri tíð.
En það gegnir öðru máli með Sjálfstæðisflokkinn. Hann á að hafa hærri standard en svo að hann láti kjósendur sína horfa upp á svona vitleysu.
Þessi orð mín hafa ekkert að gera með hommeríið í gamla Sovét eða truntuskap gamla KGB-mannsins í garð samkynhneigðra. Rússland er harðstjórnarríki eins og Kína sem við eigum ekki að hossa né heiðra. Eygló getur alveg séð um þau mál án afskipta Illuga. Hún gæti þessvegna haft með sér Jón Gnarr í stað Kolskeggs.
Okkar manni veitir ekki af því að vera heima og vinna vinnuna sína eins og allt er í méli hjá okkur í málefnum skólanna. Nota peninga okkar í eitthvað þarflegra en að skemmta sjálfum sér á kostnað almennings. Þjóðin hefur ekkert gagn af svona skemmtiferð Illuga sem hún á að borga. Hún hjálpar samkynhneigðum í Rússlandi ekki hið minnsta.
Fögur er hlíðin Illugi. Farðu hvergi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2014 kl. 14:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ertu að meina að skattgreiðendur þessa lands eigi að borga ferðina fyrir hann? Nei takk, Hann á að sjálfsögðu að greiða hverja einustu krónu úr eigin vasa, sem og aðrir alþingismenn. Svo eiga menn að nota fríin sín til að fara í svona skemmtiferðir. Annað er skandall !
Stefán Þ Ingólfsson, 23.1.2014 kl. 21:40
Þröngsýni!! Það hefur ávallt tíðkast að ráðherrar norðurlanda sameinist um að sækja heimsmót eins og þetta,þótt frétzt hafi að sá finnski fari ekki núna. Þessi vettvangur er upplagður í skoðanaskipti utanríkisráðherra,sem leiða þá e.t.v. til samstöðu norðurlanda gegn mannréttindabrotum gestaríkisins. Þetta getur aldrei verið skemmtiferð þar sem órói er og hótun um hryðjuverk vofir yfir.
Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2014 kl. 00:53
Hann getur farið, en ekki á minn kostnað.
Stefán Þ Ingólfsson, 24.1.2014 kl. 10:06
Þú sleppur ekki við það Stefán.
Helga, þú kemur mér dálítið á óvart. Sérðu til dæmis eitthvern árangur af ferðum Þorgerðar Katrínar til Kína hér um árið? Hefur Kína batnað? Ef þetta er rétt, er ekki upplagt að hann fari hann líka til Norður Kóreu og ræði þar endurbætur á hundahaldi?
Halldór Jónsson, 24.1.2014 kl. 10:19
Hvaða rök eru þetta ! Fara til Norður Kóreu,? Eru einhverjir heimsleikar þar,? Minnir að Katrín hafi farið til stuðnings landsliðinu,sem er góðra gjalda vert,en ég minnist ekki að hún hafi farið 2-svar. . Ég hitti hana þegar til stóð að hún færi aftur og spurði hana um það,nei sagði hún,það er svo dýrt,en hafi hún farið greiddi hún það þá ekki sjálf,? Hvaða árangri skila mótmæli gegn mannréttindabrotum Rússa,með tuðinu hérna heima? - Vísa aftur til þess sem ég sagði hér fyrr,utanríkisráðherra á að mæta á stórmót þar sem Íslendingar keppa.
Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2014 kl. 13:55
Já ég kom á óvart,en átti að þegja,svona púkalega geðill. Fyrirgefðu Halldór.
Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2014 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.