Leita í fréttum mbl.is

Það eru engin svik í gangi

hvað afstöðu Sjálfstæðisflokksins varðar vegna viðræðuslita við ESB. 

það er Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins sem gildir en ekki hvað einstaka flokksmaður hefur sagt, hvort sem hann heitir Bjarni Benediktsson eða eitthvað annað.

Ályktunin lofar engri þjóðaratkvæðagreiðslu nema ef ætti að hefja viðræður á ný eftir að þeim hefur verið hætt. Allt tal Þorsteins Pálssonar og annarra um svik er ómerkt. Landsfundur ætlaði að hætta aðildarviðræðum og hefja þær ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Útúrsnúningar haf ekkert gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Enginn sjálfstæðismnaður hefur neitt umboð til að lofa einu né neinu öðru en stendur í ályktunum Landsfundar. Það er ekki verið að svíkja eitt eða neitt þó viðræðum sé slitið án þess að leggja það í þjóðaratkvæði. 

Allt svikatal er óvinafagnaður. Það eru engin svik í gangi.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er áhugavert að eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins túlkaði Þorsteinn stefnuna sem svo að þjóðaratkvæðagreiðsluleiðinni hefði verið hafnað:

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20130305103515/http://visir.is/badum-endum-lokad/article/2013703029999

Núna segir hann að atkvæðagreiðslu hafi verið lofað og loforðið svikið.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 10.3.2014 kl. 03:09

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Halldór

Ég álít að allur þorri landsmanna sé þér sammála.

Þessi örvæntingarviðbrögð sambandssinna má kannski segja að séu skiljanleg.

Jónatan Karlsson, 10.3.2014 kl. 07:17

3 Smámynd: Kristmann Magnússon

Eftir því sem maður les meira af þessu blaðri ykkar því skýrari verður myndin vegna hvers fylgið er að hrynja af þessum áður ágæta flokki sem Sjálfstæðislfokkurinn var.

Kristmann Magnússon, 10.3.2014 kl. 12:14

4 Smámynd: Einar Karl

Ef haldin er þjóðaratkvæðagreiðsla nú þá er hvorki verið svíkja landsfundarályktanir né kjósendur.

Það hlýtur því að vera langbesta leiðin út úr þeim ágreiningi sem nú er uppi!

Einar Karl, 10.3.2014 kl. 12:40

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það má auðvitað segja að það sé óheppilegt, þegar forystumenn flokks missa sig í ísköldu stöðumatinu í aðdraganda kosninga, en leyfi mér þó að fullyrða að það er síður en svo tilgangur Halldórs að særa eða jafnvel græta gamla, brothætta skólafélaga.

Jónatan Karlsson, 10.3.2014 kl. 12:44

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Mannsi minn, ósköp ertu orðinn eitthvað gnafinn. Kemst ekkert annað að hjá þér en að lítilsvirða fyrrum félaga þína og kalla okkur blaðurskjóður. Hvað ert þú þá annars á sama mælikvarða? Ert þú að leggja eitthvað til málanna annað en ónot og hnýfilyrði? Hverjum fylgirðu eiginlega í pólitíkð Steingrími J. og öðrum Evrópusinnum?

Takk fyrir allir hinir, ég sé að þið skiljið um hvað málið snýst. Allir gera mistök. Sá er meiri sem viðurkennir þau og bætir sig.

Halldór Jónsson, 10.3.2014 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3418288

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband