Leita í fréttum mbl.is

Svik eða breyttar aðstæður?

Er ekki hægt að hugsa sér eftirfarandi röksemdafærslu sem einn vinur minn benti mér á:

Stjórnmálamaður lofar fyrir sitt leyti að stefna að einhverju  fyrir kosningar en áttar sig svo á því eftir kosningar að það sem hann lofaði er ekki lengur mögulegt eða framkvæmdanlegt í ljósi aðstæðna. Hann viðurkennir staðreyndir og útskýrir hvernsvegna fyrri skoðun stenst ekki lengur. Er þessi stjórnmálamaður þá aðeins svikari? Ekki lengur maður sem stjórnast af rökhyggju og sannfæringu sinni?  Má Alþingismaður aldrei skipta um skoðun nema að vera svikari?

Alþingismönnum ber að láta sannfæringu sína ráða skv. stjórnarskrá.. Er bara ein sannfæring til em ekki er hægt að endurskoða án þess að vera settur á bekk með Júdasi Ískaríot?

Er ekkert sem heitir breyttar aðstæður? Eins og þær að núverandi ríkisstjórn sem er mynduð eftir kosningar á grundvelli stjórnarsáttmála sem segir að hún skuli ekki stefna á aðild að Evrópusambandinu  getur hreinlega ekki samið um áframhaldandi aðildarviðræður?

Hvernig geta menn kallað þessar nýju aðstæður drottinssvik?

Hvað er sá Sjálfstæðismaður að svíkja sem vill framselja sjálfstæði landsins undir erlent vald?  Mætti Þorsteinn Pálsson og hans félagar ekki velta þeirri grundvallarstaðreynd fyrir sér?

Fylgir maður ekki grunnhugsun flokksins síns meðan maður er flokksmaður?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband