Leita í fréttum mbl.is

Fjárfestingaþörf Lífeyrissjóðanna erlendis!

er helsta áhyggjuefni í fjármálaheiminum.

Lífeyrissjóðirnir eru orðin skrímsli í höndum sérvaldra braskara sem enginn hefur kosið. Þeir krefjast frelsis til að fara með lífeyri landsmanna erlndis til að braska með hann. Voða gaman segir hver upp í annan.

Segjum að nú væri apríl 1939. Það væri hægt að fjárfesta í þýskum, breskum, bandarískum og japönskum hlutabréfum og skuldabréfum. Það verður að senda héðan fjármuni þar sem ekki er hægt að geyma neitt innanlands í kreppu og atvinnuleysi.  Aðeins þannig verður sjóðfélögum tryggður lífeyrir segja furstarnir. Dettur engum í hug að það er lífeyrir þeganna sem er undir í áhættubraskinu? Dettur engum í hug að sitthvað geti gerst í heiminum sem við stjórnum ekki?

Væri ekki betra að leggja allar iðgjaldagreiðslur í íslenska seðlabankann og láta hann um að greiða lífeyrinn? Þá ætti hver lífeyrisþegi sína skúffu sem tekið væri úr. INNANLANDS. Ávöxtun  fengist í íslenskum ríkisbréfum. 

Getur ekkert það gerst í heiminum að lífeyissjóðir verði fyrir skakkaföllum? Hver ætlar þá að borga? Furstarnir sem stjórna braskinu? Framtakssjóðsforstjórinn? Varla.

Lífeyrissjóðir eru að eignast annað hvort fyrirtæki landsmanna. Furstarnir sitja í öllum stjórnum. Þeir eiga ráðandi hlut á fasteignamarkaði. Þeir stjórna allt of miklu í þjóðfélaginu miðað við að þeir eiga ekki neitt. Það eru sjóðfélagarnir sem eiga peningana. Þeir ráða engu um stjórnirna á sjóðunum hvort sem það væri betra eða verra. Það getur ekki verið annað en hlægilegt að vera með Samkeppniseftirlit við þessar aðstæður.

Er þetta ekki komið út í hreina vitleysu með þessa fjárfestingarþörf lífeyissjóða sem keyra upp allt vaxtastig í landinu með 3.5 % ávöxtunarkröfunni?  Verðum við ekki að ríkisvæða allt kerfið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Guðnason

Merkilegt að verða sammála rótgróna íhaldinu, Halldóri sem ný-kommúnista.

Þorkell Guðnason, 9.4.2014 kl. 15:00

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Algerlega sammála Halldór. Þetta lífeyrissjóðabákn er stórhættuleg tímasprengja, sem þjónar illa því sem það var stofnað til.  Verst að enginn stjórnmálamaður virðist sjá þetta. Hef marg oft reynt að ræða þetta við þingmenn og þeir hafa sýnt þessu algert fálæti og yfirleitt slegið málið út af borðinu með því að segja að lífeyriskerfið okkar sé það besta í heiminum.

Þórir Kjartansson, 9.4.2014 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband