17.5.2014 | 15:53
Hversvegna bara við?
sem eigum að þjást vegna glæpaverka stjórnenda Landsbankans, Glitnis og Kaupþings? Hversvegna eigum við landslýður að búa við endalausar píslir sem afleiðingar af fjármálaafglöpum Þistilfirðingsins? Af hverju telja núverandi ráðamenn sig bundna af því að spila úr Landsbankakaplinum með stóra skuldabréfið sem afglapinn mikli lagði?
Það eru fleiri en ég hissa á stöðu málanna. Í Fréttablaðinu, sem ég les venjulega ekki ,þá rakst ég óvænt á skoðanabræður. Ég er afgreiddur í besta falli í mínum Sjálfstæðisflokki með þöggun manna sem ekkert virðast vita dýrðlegra en slitastjórnir og endalausa nauðasamninga. Ég mun líklega deyja í gjaldeyrishöftum eins og ég fæddist í 1937. Þeir segja samt hinsvegar fátt nauðsynlegra en að aflétta þeim segja þeir og ég á að trúa. Það sé bara því miður ekki ekki hægt vegna uppgjörsmála gömlu bankanna. Þeir sem þeim stjórnuðu og tjóninu ollu eru allir utan rimlanna þó að þjáningar fólksins séu raunverulegar dag frá degi. Maddoff var settur í 350 ára fangelsi fyrir að snuða minna en prósent af Bandaríkjamönnum. Hér er hægt að svínbeygja heila þjóð og sleppa með það.
Svo stendur í Fréttablaðinu skrifað af 4 málsmetandi höfundum þeim Ólafi Elíassyni, Agnari Helgasyni, Torfa Þórhallsyni og Ragnari F.Ólafssyni : (sem fyrr feitletrar bloggari að vild)
"Íslenskir skattgreiðendur hafa nú þegar orðið fyrir gríðarlegum kostnaði vegna gjaldþrots einkarekinna banka og enn hvíla óuppgerð þrotabú þeirra á þjóðinni eins og mara.
Í vinnuskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 2012 kemur fram að fjárhagskostnaður íslenska ríkisins vegna hruns bankanna á Íslandi hafi verið um 44% af þjóðarframleiðslu, eða u.þ.b. 740 milljarðar. Auk þess þurfti ríkissjóður að auka skuldir sínar um 70% af landsframleiðslu eða um 1.200 milljarða með tilheyrandi kostnaði vegna falls þessara fyrirtækja.Það er fráleitt óréttlæti að skattgreiðendur á Íslandi hafi þurft að bera slíkan ofurkostnað vegna gjaldþrota einkarekinna banka. Raunar stríðir slík ráðstöfun einnig gegn yfirlýstri stefnu Evrópusambandsinsog Bandaríkjastjórnarum gjaldþrot einkarekinna banka. Þar er gert ráð fyrir því að hluthafar og kröfuhafar eigi að bera kostnaðinn af falli slíkra fyrirtækja og jafnvel aðrir aflögufærir bankar, en alls ekki skattgreiðendur.
Í ljósi þessa er furðulegt að orðræðan á Íslandi skuli snúast mest um hagsmuni og meintan rétt kröfuhafa föllnu bankanna í stað þess að snúast um óréttmætt fjárhagstjón íslenskra skattgreiðenda.
Sumir ganga svo langt að tala um íslenskar og erlendar eignir þessara kröfuhafa í þrotabúum bankanna. Hið rétta er að þeir eiga engar slíkar eignir. Þeir eiga aðeins kröfur í þrotabúin sem eru algerlega háðar íslenskum gjaldþrotalögum og verða ekki að eignum fyrr en þrotabúið hefur verið gert upp samkvæmt þessum lögum. Þrotabúin hafa nú fengið fimm ár til að hámarka heimtur, og það er orðið löngu tímabært að klára uppgjör þeirra í samræmi við lög um gjaldþrotameðferð og gjaldeyrishöft. Eina eðlilega niðurstaðan er sú að kröfuhafar fái greitt úr þrotabúum eingöngu í íslenskum krónum eins og dómafordæmi er fyrir. Á sama tíma ber stjórnvöldum skylda til að sækja bætur fyrir þann skaða, sem bankarnir ollu þjóðinni, í þrotabú
þeirra. Íslenska ríkið ætti með réttu að vera stærsti kröfuhafinn í þrotabú föllnu bankanna.
Til samanburðar mætti hugsa sér dæmi um olíufyrirtæki starfrækt á Íslandi, sem hefði mengað náttúru landsins með þeim afleiðingum að íslenska ríkið hefði þurft að kosta til meira en 1.000 milljörðum til að hreinsa eftir það. Nú væri fyrirtækið farið í gjaldþrot og þá ætluðu kröfuhafar í þrotabú olíufyrirtækisins að fá allar eigur þrotabúsins en íslenska ríkið ætti ekki að fá neitt. Það er ljóst að slík ráðstöfun stenst ekki skoðun. Það sama gildir um uppgjörið á þrotabúum bankanna.
Í samræmi við þær reglur sem Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn hafa sett til að verja skattgreiðendur þegar einkareknir bankar verða gjaldþrota, ættu íslensk stjórnvöld að beita sektum, sköttum eða öðrum meðölum sem leynast í vopnabúri fullvalda ríkis til að sækja bætur fyrir það fjárhagstjón sem fall bankanna olli íslenskum skattgreiðendum. Ríkissjóður Íslands má undir engum kringumstæðum fara óbættur frá málinu.
Heimildir
1. https://www.imf.org/external/pubs/ft/wp/2012/wp12163.pdf
2. http://europa.eu/rapid/press-release_MEMO-13-1140_en.htm?locale=en
3. http://www.fdic.gov/about/srac/2012/gsifi.pdf "
Íslendingar sitja uppi með alla þá spilagaldra sem Þistilfirðingurinn lagði í bankamálum og álíka vitleysum þó að honum mistækist að koma á okkur SvartaPétri Icesave-skuldarinnar. Okkur er ætlað að bera allt tjónið sjálfum? Það er enginn sem talar fyrir okkar hagsmunum. Allir virðast vera talsmenn erlendra hagsmuna. Biðja undirdánugast afsökunar á tilvist sinni og þora ekki að tala upphátt um okkar eigin skaða.
Hvílíkir aumingjar finnast mér íslenskir stjórnmálamenn upp til hópa vera að þeir skuli ekki taka til varna fyrir þjóðina. Horfa upp á það að leiguþý erlendra hrægammasjóða stjórni hér viðskiptabönkunum okkar og sitji yfir hvers manns koppi í efnahagslífinu og stjórni umræðunni að mestu leyti. Það virðist enginn kollur öðrum hærri í þeirri hjörð þegar kemur að því að standa í lappirnar og verja Ísland.
Hversvegna eigum við Íslendingar bara að þjást?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3420088
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Á Íslandi eru allt of margir flokkar. Á þingi eru allt of margir þingmenn.
Eftir hrun hefur eingin þingmaður komið okkur til varnar. Forsetin er bara einn og hann ein er sá sem kom okkur til varnar með gerðum og orðum.
Því fleiri þingmenn því meira mas og karp. Allir flokkar um fram þrjá valda spillingu og töfum á störfum alþingis.
Hrólfur Þ Hraundal, 17.5.2014 kl. 17:15
Því verr gefast heimskra manna ráð sem kom fleiri saman.
Af hverju kemur enginn okkur til varnar? Af hverju getur Vilhjálmur Bjarnason ekki hugsað um hvað Íslendingar hafi liðið fyrir bankana? Hvern fjandan varðar okkur um hverja þeir snuðuðu í útlöndum þegar engann varðar um að þeir snuðuðu mig og aðra hrekklausa hluthafa sem töpuðu öllu sínu?
Halldór Jónsson, 17.5.2014 kl. 17:49
Hvaða flokkar eiga tilverurétt og hverjir ekki að þínu mati Hrólfur?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.5.2014 kl. 18:26
Thistilfjarfarkúvendingnum er ad takast ad koma á okkur Svarta Pétri Icesave skuldanna. Thad er ad hafast med vaentanlegri lengingu á skuldabréfinu fraega, sem bankastjóri Landsbankans kynnti svo hródugur um daginn. Jóka gráa og Thistifjardarkúvendingurinn voru ekki thau bestu, en spurning hvort their pabbadrengir sem nú sitja í forsvari núverandi stjórnar, verdi nokkud betri. Thad er fátt sem bendir til thess ad roluhátturinn og eftirlátssemin vid sígjammandi stjórnarandstödu, komi til med ad gera thá nokkru skárri, en gamla sósíalistasettid sem sat í fyrri stjórn, en lá marflatt fyrir AGS og "eigendum" krafna í throtabú einkabankanna, sem fóru á hausinn. Upp úr stendur, ad almenningur á Íslandi borgar brúsann, sama hvada rolur sitja í stjórn.
Halldór Egill Guðnason, 17.5.2014 kl. 18:31
Axel.: Hér hefdi átt ad skipa thjódstjórn, strax eftir hrun, sem hefdi fengid ad halda völdum í 6-8 ár hid minnsta, medan verid vaeri ad koma skikki á fjármál tjódarinnar. Thvi midur hefur enginn flokkur á thingi sýnt nokkurn dug fram ad thessu til ad rétta hér úr kútnum fyrir almenning og hrauna yfir kröfuhafa föllnu bankanna og fyrrum stjórnendur theirra, eins og their eiga svo sannarlega skilid. Íslenskir stjórmálaflokkar eru aumkunnarverdir upp til hópa og enginn theirra ödrum skárri, heldur einungis misslaemir.
Halldór Egill Guðnason, 17.5.2014 kl. 18:40
Vilhjálmur uppskar glóðvolg atlot þingkonu,með útnefningu,langbesta Sjálfstæðisflokks-meðlims þingsins. Kannski verðskuldað í hennar þingflokki. Það segir mér að nú þarf að stokka upp og stofna virkilegan Íslandsfullveldis flokk,hvað sem það kostar.
Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2014 kl. 18:47
Tek undir með Helgu og þó fyrr hefði verið.
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.5.2014 kl. 19:15
Axel Jóhann, auðvitað tekur jafn víðsýnn maður og hann Hrólfur ekki tilverutétt af neinum, Ég held að margir deili þeirri almennu skoðun með honum að flokkafjöld hafi hvergi gefist vel. Hvernig var það í gamla daga á Ítalíu þegar voru stjórnarskipti nærri vikulega meða sossarnir í Svíþjóð voru áratugum saman í stjórn.
Halldór Jónsson, 17.5.2014 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.