26.5.2014 | 09:05
23.maður á lista Sjálfstæðisflokksins
til borgarstjórnarkosninga á laugardaginn kemur, Kristinn Karl Brynjarsson, lætur ekki deigan síga í baráttu sinni. Hann skrifar í dag svo:(bloggari feitletrar að vild)
"Þétting byggðar í Reykjavík mætir andstöðu, mismikilli þó, í öllum hverfum borgarinnar nema í Úlfarsárdal. Þar beinlínis hrópar fólk á þéttingu byggðar. Enda er það hverfi óklárað og stór svæði innan hverfisins óbyggð. Óklárað hverfi þýðir það, að fyrirheit um sjálfsagða þjónustu í hverfinu við skipulagningu þess munu aldrei ná fram að ganga á meðan hverfið er óklárað. Það má því vel halda því fram að fólk sem kaus að reisa sér heimili í hverfinu hafi verið svikið um ákveðin búsetugæði sem sjálfsögð þykja í öllum öðrum hverfum borgarinnar.
Núverandi borgarstjórnarmeirihluti, væntanlega vegna þess hversu mikla áherslu hann leggur á íbúalýðræði og samráð, vill þó eins og kunnugt er bara þétta byggð í rótgrónum hverfum og helst þar sem andstaða við slíkt er hvað mest. Líkt og hverfaskipulagið fyrir Vesturbæinn ber hvað gleggst vitni um. En frægt var með endemum þegar meirihlutinn hrökklaðist til baka með samþykktar skipulagstillögur sínar úr umhverfis- og skipulagsráði er þær komu til afgreiðslu í borgarráði.
Tillögurnar fara þó ekki í pappírstætarann þó þeim hafi verið hafnað í borgarráði. Heldur munu þær koma fram aftur að loknum kosningum í vor haldi núverandi flokkar meirihluta í borgarstjórn. Tillögunum var bara frestað vegna þess hversu umdeildar þær voru í aðdraganda kosninga.
Núverandi borgarstjórnarmeirihluti talar beinlínis gegn því að Úlfarsárdalurinn verði kláraður með þeim hætti að sómi verði af. Rökin fyrir slíku eru þau, að það þurfi að minnka bílaumferð inn í vestari hluta borgarinnar. Það eru þó allar líkur á því að bílaumferð inn í vestari hluta borgarinnar kemur vart til þess að minnka þó ekki verði meira byggt í Úlfarsárdal. Það er nefnilega eftirspurn eftir íbúðum í úthverfum. Ef Reykjavíkurborg býður ekki upp á þann möguleika að búa í úthverfi, þá rísa bara þau úthverfi sem eftirspurn er eftir í öðrum sveitarfélögum.
Það mun þó verða svo að þeir einstaklingar sem neyðast til vegna skorts á húsnæði að velja til búsetu úthverfi í öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavík munu velflestir vinna í Reykjavík. Þeir halda uppi þeirri umferð inn í vestari hluta borgarinnar er núverandi borgarstjórnarmeirihluti telur sig geta spornað við með því að þröngva þéttari byggð í grónum hverfum borgarinnar upp á þá sem þar búa nú þegar.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er hlynntur þéttingu byggðar á réttum forsendum. Flokkurinn telur hins vegar að endurskoða þurfi mörg áform um þéttingu byggðar og vinna þau velflest betur. Við þéttingu byggðar í grónum hverfum borgarinnar verður að huga að búsetugæðum þeirra sem nú þegar búa í þessum hverfum.
Eins mun flokkurinn gæta þess að jafn dýrmæt útivistarsvæði og Laugardalurinn verði ekki þéttingaráformum að bráð, komist hann til valda í borginni. Þéttum byggð í sátt og samlyndi við borgarbúa og klárum ókláruð hverfi. Eini raunhæfa leiðin til að tryggja að svo verði er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum 31. maí næstkomandi. "
Það er með ólíkindum að Reykvíkingar skuli ætla að loka augunum fyrir öllu sem aflaga hefur farið í Borginni og endurkjósa núverandi meirihluta. Undirskriftir 70 þúsund manns til varnar Reykjavíkurflugvelli skulu að engu hafðar og flugvöllurinn skal sleginn af með Aðalskipulaginu. Rögnunefndin var aðeins blekkingarspil Dags B. og S.Björns tlil að forðast umræður fyrir kosningarnar. Eftir viku fer niðurrifsstarfsemin á gang á fullum krafti.
Þrátt fyrir hetjulega baráttu 23. manns á lista lítur ekki út fyrir annað en að meirihlutinn haldi völdum, sé að marka skoðanakannanir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 136
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.