Leita í fréttum mbl.is

Salan á Landsvirkjun og lagning sæstrengs

milli  Íslands og Evrópu er Ágústi H. Bjarnasyn verkfræðingi og frænda mínum hugleikin þann 20.maí s.l.Hann segir svo á bloggi sínu:(þessi bloggari feitletrar að vild)

 

Ráðherra vill skoða sölu á Landsvirkjun. Fyrir andvirðið á að reisa spítala. Fyrirsjáanlegt er að eftir áratug, þegar búið verður að greiða niður skuldir af nýjum virkjunum, mun Landsvirkjun mala eigendum sínum gull.   Nýir eigendur munu græða á tá og fingri.   Gott fyrir þá, en ekki mig.

 

Ráðherra vill einnig skoða lagningu sæstrengs til Englands. Annar ráðherra, Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands, er á fullu að fjármagna verkefnið.   Hefur bara sísona tekið að sér að stjórna málum á Íslandi.   Skynsamir menn sjá að dæmið mun aldrei ganga upp fyrir okkur.   Hver mun græða?   Ekki ég.

 

Fyrir nokkrum árum  var Landsíminn seldur ásamt öllu dreifikerfinu. Andvirðið átti að renna til nýs Landspítala og Sundabrúar.  Símapeningarnir  reyndust bara loft.  Kannski var hugmyndin að spítalinn yrði uppblásinn eins og íþróttahúsið í Hveragerði og Sundabrúin loftbrú? Ég tapaði heilum spítala og heilli brú yfir hafið.  

 

Fyrir nokkrum árum voru bankar ríkisins seldir nýjum eigendum. Annar eigandinn fékk lánaða peninga fyrir sínum banka í hinum bankanum, og öfugt. Þeir áttu nefnilega ekki krónu. Allt reyndist þetta loft og blaðran sprakk með miklum látum.  Ég tapaði miklu af ævisparnaðinum og lífeyrissjóðurinn skerti eftirlaun mín um tæpan  helming.   Guð blessaði víst Ísland, en það dugði ekki til"

 

Af hverju velta fjármálaráðherrar því ekki fyrir sér hver áhrifin á ríkissjóð yrðu ef hann myndi sækja inneignir sínar í skattgreiðslum til lífeyrissjóðanna, bæði héðan af sem hngað til? En ríkið á meira en þriðjung af öllum inngreiðslum í lífeyrissjóðina.

 

Er þetta leggjandi á þessa brjóstumkennilegu menn í stjórnum lífeyrissjóðanna að vera að braska með allt þetta fé sem þeir eiga að ávaxta með 3.5 % í það minnsta fyrir ríkið?

Þetta sama ríki sem greiðir meira en þetta í vexti af lánum sínum á meðan? Af hverju neyðum við þessa menn til að leika óligarka sem sitja yfir hvers manns diski í öllum stærri fyrirtækjum landsmanna?

Er ekki þessi stöðuga sjóðasöfnun með langt yfir 10 % af allri launaveltu landsmanna ekki  orðin svo galin að það verði að hugsa málin upp á nýtt? 

Er ekki kominn tími fyrir New Deal að hætti Roosewelts? Eru ekki svona vangaveltur um að selja bröskurum veitufyrirtæki almennings og leggja sæstreng yfir hafið orðin að einhverri tegund af nýfrjálshyggju sem verður löskuðu vinstra liðinu sá lífelexsír sem getur hugsanlega vakið það frá dauðum?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Halldór.

Það er beinlínis rangt hjá fránda þínum Ágústi H. Bjarnason að símapeningurinn hafi verið loft.

Hann lá lengi inni á reikningi í Seðlabankanum á nafni ríkisins.

Það var jartðfræðineminn og flugfreyjan sem eyddu þessum peningum all snarlega í SJóvárbjörgun og sparisjóðabjörgun einkavina jarðfræðinemans úr kjördæmi hans og víðar sem nutu símafjármunanna auk þeirra fjármuna sem fengust við sölu ríkisbankanna. 

Þetta átt  þú að geta fundið í ríkisreikningi sem á að liggja fyrir á netinu.

 Hitt er rétt hjá frænda þínum Á.H. Bjarnason að núna rykfellur þessi ágæta bankabók frá tíð Davíðs forsætisráðherra og Geirs H Haarde forsætisráðherra, en á þeirra tíma var þessi banakabók bólgin mjög af fjármunum þar til ótuktirnar komust í hana. Hún er því eintómt loft nú á dögum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.6.2014 kl. 17:52

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Cacoethes,

auk þú leti mína og finndu þessar færslur fyrir okkur í ríkisreikningum svo að við sjáum þetta svart á hvítu.

Halldór Jónsson, 8.6.2014 kl. 12:12

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Og sco man ég ekki heldur að þetta hafi verið rætt á lansfundi frekar en að flokkurinn hafi lofað þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðnanna

Halldór Jónsson, 8.6.2014 kl. 12:14

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Það eru fleiri en Hrafnkell Freysgoði sem þurfa að passa sig

Halldór Jónsson, 8.6.2014 kl. 12:15

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hér má á bls. 7 í „yfirlit 2“ um áhrif þess að ríkið fékk ríflega 66.000.000.000, inn í ríkiskassann. Ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu að fyrir þann hluta t.d. sem kom í erlendum gjaldeyri, yrði notað til greiðslu á skuldum ríkisins erlendis :

http://www.fjs.is/media/rikisreikningur/RR-2005-heild.pdf

Hér má sjá í sölu eigna á bls. 158  

http://www.fjs.is/media/rikisreikningur/Rikisreikn-02.pdf

Séryfirlit 9  bls. 156 

http://www.fjs.is/media/rikisreikningur/Rikisreikn-01.pdf

 Sala eigna bls. 43 :

http://www.fjs.is/media/rikisreikningur/RRheild2000.pdf

Bls. 156 :

http://www.fjs.is/media/rikisreikningur/Rikisreikn-03.pdf

Bls. 45 :

http://www.fjs.is/media/rikisreikningur/2004rikisreikningurheild.pdf

Vafalaust vantar eitthvað, en hér er grunnurinn. Allt til viðbótar þessu mun vera á síðum eins og hér á bls. 74 árið 2008 sem sýna innistæður í Seðlabanka :

http://www.fjs.is/media/rikisreikningur/RR-2008-R.pdf

Það er bara að fletta ;)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.6.2014 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418395

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband