19.6.2014 | 10:21
Guðjóna bak við tjöldin
var það auðvitað þegar ég leitaði að honum Guðjóni.
Kolbrún Bergþórsdóttir sem ég les alltaf er líklega sá áhrifavaldur sem stjórnar víðsýninni og fjölmenningarkærleikanum. Hún skrifar svo í Morgunblaðið í dag:(bloggari feitletrar að vild)
"Það er engin furða að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hafni því að starfa með Framsóknarflokknum en bjóði Sjálfstæðisflokki upp á ákveðið samstarf í nefndum og ráðum. Það á ekki að lyfta undir stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn sem ala á andúð á innflytjendum.
Eftir afar umdeilda framgöngu oddvita Framsóknarflokksins í borginni, Sveinbjargar Sveinbjörnsdóttur, í nýlegri kosningabaráttu hefur forysta flokksins fengið ótal tækifæri til að útskýra afstöðu sína til innflytjenda og þá sérstaklega múslima. Þau tækifæri voru ekki nýtt. Nú hefur Sveinbjörg sagt að ummæli sín í kosningabaráttunni um lóðarúthlutun fyrir mosku hafi ekki verið sett fram með nægilega ábyrgum hætti. Þetta segir hún núna eftir að atkvæði þeirra sem hatast við múslima eru komin í hús. Sveinbjörg segist síðan hafa fengið samúðaratkvæði frá kjósendum af því þeim hafi blöskrað hversu margir voru vondir við hana. Greinilegt er að hún finnur mikið til með sjálfri sér.
Í stað þess að tala af hlýju og virðingu um innflytjendur og leggja áherslu á mikilvægi trúfrelsis þá hefur stór hluti Framsóknarflokksins, þar á meðal oddvitinn, lagst í botnlausa sjálfsvorkunn og myndar háværan grátkór. Stefið í þeim veinum er að flokkurinn eigi óskaplega bágt vegna þess að hann sé lagður í einelti af andstæðingum sem svífist einskis. Þessi óvinaher er sagður samanstanda aðallega af vinstrisinnuðu fólki, sem þjáist illilega af pólitískum rétttrúnaði, og rætnum fjölmiðlum. Ekki er orði á það minnst að ýmsir góðir og gegnir framsóknarmenn hafa harmað málflutning oddvita Framsóknarflokksins í borginni og sagt að hann samræmist ekki stefnu flokksins. Í þessum hópi eru fyrrverandi formaður flokksins, þingflokksformaður og utanríkisráðherra.
Blettur hefur fallið á Framsóknarflokkinn og það verður erfitt fyrir flokkinn að losna við hann. En kannski er flokkurinn sáttur við stöðu mála eftir að hafa fengið tvo menn í borgarstjórn - einstaklinga sem eru reyndar einangraðir nú þegar flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar kæra sig ekki um samvinnu við þá. Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins eru hins vegar kokhraustir og kusu í taumlausri sjálfsánægju sjálfa sig í atkvæðagreiðslu um æðstu embætti innan borgarstjórnar.
Sá árangur sem Framsóknarflokkurinn náði í borginni virðist ætla að verða flokknum dýrkeyptur, og má kallast pyrrosarsigur, því flokkurinn hefur glatað virðingu og trúverðugleika, eins og hendir stjórnmálaflokka sem daðra við andúð á innflytjendum. Þannig er vandi Framsóknarflokksins allnokkur og mun ekki minnka nema flokkurinn breyti áherslum sínum og virði trúfrelsi og réttindi innflytjenda. Svo væri einnig til mikilla bóta ef framsóknarmenn létu af hinni dramatísku sjálfsvorkunn sinni. "
Það fer eki á milli mála hver er handhafi hinna réttu skoðana. Hver það er sem veit hverjar hinar réttu áherslur eru sem flokkar verði að hafa. UKIP og Marine LePen kæmust líklega ekki mikið lengra af því að hún Guðjóna bak við tjöldin er með aðra og réttari skoðun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór. Allt í þessum stjórnmálum er komið á haus. Sjálfstæðisflokkurinn kominn að hluta inn í meirihlutann í Reykjavík. Eftir samkomulag Sjálfstæðisflokksins við vinstra liðið telur nú meirihlutinn 13 fulltrúa af 15 í nefndum.Stöðugt er framsókm núið upp úr múslimaandstöðu en sú skoðun er skoðun margra. Framsókn var ekki aðeins kosin út af mosku afstöðu og andstöðu, sem byggja á við innreið inn í Reykjavíkurborg. Framsókn var eini flokkurinn fyrir kosningar sem vill hafa flugvöllinn á sínum stað. Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki afstöðu, talaði um að það ætti að kjósa um flugvallamálið. Leiðtogar virtust ekki vita að það er búið að kjósa um veru flugvallarins, og landsbyggðin er buinn að tjá sig. Framsóknarflokkurinn er ekki stjórntækur segir vinstra liðið. Sjálfstæðisflokkurinn til borgarstjórnar var ekki boðlegur vegna afstöðuleysis, og nú að bíta hausinn af skömminni og fara að hluta til í meirihluta með vinstra liði. Svona er Sjálfstæðisflokkurinn borgarstjórnar hlutinn í dag, og uppskar í kosningum eftir því. Áttu góðan dag Halldór...
Eðvarð Lárus Árnason, 19.6.2014 kl. 11:31
Hafi þetta verið slæm kosning fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík þá myndi ég hafa áhyggjur til fjögurra ára.Kosningabaráttan byrjar í dag nefnilega og tíminn líður fljótt. Hugsanlega klúðra DagurB og EssBjörn málunum þannig að að fólkið kjósi aðra flokka næst. Þá verða vonandi til einhverjir valkostir sem fólkið hefur trú á.
Halldór Jónsson, 19.6.2014 kl. 13:30
Lánleysi Sjálfstæðisflokksins í Reykjvíker mikið með val á forystumönnum sínum.
Páll Vilhjálmsson er með góða greiningu :
Mánudagur, 16. júní 2014
„XD í Reykjavík áfram í samræðustjórnmálum
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík stundaði samræðustjórnmál í samstarfi við vinstriflokkana allt síðasta kjörtímabil með þeim árangri að flokkurinn fékk í vor lélegustu kosningu í sögu sinni.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík heldur áfram vonlausu pólitísku ferðalagi sínu inn í eyðimörk vinstrimanna með því að byrja á því að hafa samráð við vinstrimeirihlutann um nefndarkjör.
Eftir fjögur er óþarfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bjóða fram í Reykjavík, nema þá sem enn eitt flokksbrotið á vinstri væng stjórnmálanna. Hægrimenn hafa Framsóknarflokkinn.“
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.6.2014 kl. 17:46
Já Cacoethes
menn virðast hafa þá sýn að þeir séu að koma einhverju til leiðar með því að vingast við óvininn. Ég kann ekki á þessa nýmóðins pólitík,
Já eftir 4 ár? Hvað skyldi þá vera uppi?
Halldór Jónsson, 19.6.2014 kl. 22:43
Endalok framboðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til borgarstjórnar, hysji þeir ekki upp um sig buxurnar. Sjálfstæðismenn verða með 0 mann í borgarstjórn eins og var með framsóknarmenn um hríð.
Þá kom manneskja sem sagði skoðun sína upphátt - og eins og Davíð sagði í mogganum fyrir kosningar að það kýs enginn þá sem hafa ekki skoðun, hvað þá ef þeir standa ekki við hana.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.6.2014 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.