Leita í fréttum mbl.is

Landeigendur við Geysi

eru sífellt með röfl. Þeir heimta að fá að selja inn á land sem þeir segjast eiga.

Hvað er inni á landi því sem þeir segjast eiga?

Hverir sem ríkið á og land í kringum þá. Allt sem er fyrir innan, hellulagðir göngustígar, ,merkingar, bekkir og þess háttar hefur ríkið lagt til. Fyrir innan er ekkert sem þessir landeigendur hafa lagt til svæðisins. Af hverju þykist sveitavargurinn allt í einu vera þess umkominn að fara að selja inn á allt þetta?  

Þetta er allt annars eðlis við Geysi eða Kerið þar sem eignarhaldið er skýrt hvað sem Ömmi segir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Íslenzka Ríkið á að taka þessar svokallaðar náttúrperlur eignarnámi, þar með er málið afgreitt.

Kveðja frá Seltjarnarnesinu

Jóhann Kristinsson, 1.7.2014 kl. 10:37

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Stjórnskipunarlega áreiðanlega auðveldara viðfangs. E n hverniog heldurðju að sé að semja við varginn núna þegar þeir bara sjá meiri ferðamannagróða fyrir sér.

Halldór Jónsson, 1.7.2014 kl. 20:26

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Við Íslendingar eru svo rosalega vanþróaðir og illa skipulagðir í móttöku ferðamanna. Ferðaskrifstofurnar ryðjast hver um aðra þvera til að lækka verðið til útlendinganna . Svo getur enginn séð af krónu til að láta ferðamennina míga. Hugsaðu þér hvernig þeir Gísli Eiríkur og Helgi skipuleggja kamrana á Hakinu við Þingvelli. Þar kostar 200 kall að míga. Skjálfsalinn tekur ekki evrur , hver eina eða tvær. Flest kort sem Þýskarar eru með ganga ekki heldur.Eintóm vesalmennska í öllum framkvæmdum. Svo veinar aumingja fólkið af því að það getur ekki mígið því það á ekki hundraðkalla nýkomið af skipunu. Maður fyrirverður sig fyrir alla þá heimsku sem maður horfir uppá. Gædar eru að borga pissurnar úr eigin vasa vegna vesalmennsku þingvallanefndarinnar sem er ábyrg fyrir þessu. Rúturnar opna ekki klósettin sín því verðin eru svo niðurpínd að þau borga ekki þrif. Kallarnir geta mígið víðar en konurnar þó þýskir séu og það bjargar stundum. Á Gullfossi var Sigríðarstofa lokuð árum saman þar sem klósettin eru. Stundum opin núna. Veitingahúsið leyfir ferðafólki að pissa án þess að taka fyrir það, bara af almennilegheitum sínum og vorkunnsemi með þursunum sem viðrast einráðir um að skipuleggja ferðamannastaðina eins og Þingvelli. Þeir virðast aldrei hafa séð PortaLoo eða vitað til hver þau eru.

Halldór Jónsson, 1.7.2014 kl. 20:37

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ríkiseignarnám á landi í USA er gert með pennastriki so to speak.

Nýlega tók Obama stóra sneið af New Mexico og kallar það þjóðgarð án þess að hafa samráð við Ríkisstjórn New Mexico.

Því ekki að gera eitthvað svipað hér á Íslandi, Ríkisstjórnir Íslands hafa gerst sek um að fara ekki alltaf eftir landslögum, því ekki í náttúruperlumálunum.

Kveðja frá Seltjarnarnesinu

Jóhann Kristinsson, 1.7.2014 kl. 22:38

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það sést berlega á Geysissvæðinu að ríkið sinnir ekki því hlutverki um áratugi að setja upp girðingar þar sem hættulegt er að ganga eins og mörg slys sanna. Þeir setja heldur ekki upp salernisaðstöðu og ætlast til þess að sjoppueigandinn sjái ferðaönnum frítt fyrir þvíþó enginn þeirra kaupi svo mikið sem eina karamellu. Ekki borga ferðaskrifstofurnar sem eru að plokka þessa saklausu ferðamenn fyrir salernisaðstöðu og vafalaust eru þessar ferðir ekki ókeypis.

Betra er að landeigendur á hverjum stað verði ábyrgir fyrir uppbyggingu svæðanna eins og Geysismenn voru byrjaðir á og að ferðaskrifstofurnar semji um hópaðgang eða hver greiði fyrir sig. Það byggir upp sjóð til að framkvæma á staðnum og lagfæra stíga og setja upp  girðingar og sjá um gæslu á svæpinu ogjafnvelleiðsögn. Þannig sést fljótt hverjar meðaltekjur koma inn á ári og lánastofnanir geta tekið sénsinn á að lána fyrir því að flýta nauðsynlegum framkvæmdum.

 Það sýnir sig að einhverjir nefndarmenn í Reykjavík sem fá lítinn sjóð árlega frá Alþingi eru að deila og drottna um það hverjir fá aur til framkvæmda, en Geysissvæðið hefur augljóslega verið útundan um áratugi, sem og Gullfoss. Menn á staðnum eiga auðveldara með að sjá hvar skórinn kreppir og þeir verði þá ábyrgir hver á sínum stað. Það sem kemur inn á staðnum fer í að halda sama stað við.

Hvers vegna á venjulegur skattgreiðandi að borga fyrir japanska ferðamenn að skoða Geysi ? Japaninn á að greiða fyrir komu sína sjálfur og láta buddu skattgreiðenda í friði.  Þá er galinn náttúrupassinn sem ráðherrann vill ólmur koma á og vegna jafnræðis verður hver einast íslendingur að kaupa sér passa þó hann vilji ekki skoða einn einasa af þessum stöðum, eða ætlar kannski einungis að skoða Geysi á 10 ára fresti !  Þá á hann bara að greiða sinn fimmhundruðkarl þegar hann skoðar Geysi en ekki kaupa sér náttúrupassa eins og nauðungaráskrift að RÚV, hvort sem hann skoðar eða ekki!

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.7.2014 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband