Leita í fréttum mbl.is

Gjaldeyrishöftin

er mönnum mistíðrætt um.

Þorsteinn Víglundsson hefur látið þá skoðun í ljósi að fyrir iðnaðinn í  landinu og atvinnulífið sé nauðsynlegt að losna við höftin. Lífeyrissjóðirnir láta ófriðlega og segja höftin kyrkja sjóðina í viðleitni að ná ávöxtun. Almenningur kærir sig kollóttann. Hann ferðast með sín kreditkort um allan heim og allir fá gjaldeyri til sinna þarfa og vörukaupa sem þeir vilja. Líka fyrirtæki í rekstri. Olía, rekstrarvara, bílar og varningur renna inn í landið án fyrirstöðu Seðlabankans að því að séð verður.

Er þá ekki vandmálið ofvöxtur lífeyrissjóðakerfisins í skjóli haftanna?

 Þó Stafir hafi verið að lækka lífeyrinn vegna tapreksturs, þá gengur flestum sjóðum vel enda varla við að búast öðru en þeir sem sitja uppi með 15 % af allri launaveltu í landinu í beinhörðum peningum í hverri viku. Þá skortir ekki annað en góða lántakendur sem geta borgað háa vexti.

Stjórnvöld horfa á þetta aðgerðalítil að því er virðist en telja til meiri tíðinda að nú geti þau selt skuldabréf útlöndum eftir alllangt hlé. Hinsvegar eru þó nokkrir hagfræðingar sem sjá þenslueinkenni vegna uppkaupa lífeyrissjóða á fasteignum og fyrirtækjum  landsins og óeðlilega valdadreifingu sem afleiðingu af því.

Warren Buffet hefur eina reglu að því að vitað er. Fjárfesta aldrei í flugfélögum. Hér eiga lífeyrissjóðir Icelandair sem eru ásamt WOW í samkeppni við stór lággjaldaflugfélög erlendis sem hingað fljúga. Þurfa menn á Íslandi  ekki að eiga bæði viðskiptabanka og fjárfestingarbanka auk lífeyrissjóða til þess að standast slíka alþjóðlega samkepnni?

Væru hér ekki gjaldeyrishöft gætu lífeyrissjóðirnir nánast flutt út 15 % af hagkerfinu og keypt hlutabréf í í erlendum lággjaldaflugfélögum til dæmis og hafið samkeppni við sjálfa sig. Þeir þyrftu ekki að svara fyrir neinum um það hvar þeir fjárfestu, aðeins geta þess síðar í ársreikningum sem fæstir lesa löngu seinna.  Ef eitthvað gengur  illa er alltaf hægt að lækka lífeyrinn og hækka eftirlaunaaldurinn.

Það er alveg makalaust að helst engum finnst neitt af þessu nokkuð athugavert. Það verður að aflétta gjaldeyrishöftum étur hver upp eftir öðrum. En öllum almenningi er slétt sama. Miklu meira áhugavert er að verða vitni að því að Már verði ekki skipaður seðlabankastjóri aftur. Eins og það skipti einhverju höfuðmáli hver þar er við stýrið. Það eru lífeyrissjóðafurstarnir sem ráða ferðinni í efnahagslífi þjóðarinnar. Samt mætti hugsa sér að Seðlabankinn tæki við innleggjum á 3.5 % skyldusparnaði í stað þess að hækka vexti til að draga úr þenslu.

Allt gerist þetta þrátt fyrir fjárskort og slátt ríkissjóðs. Sem á þó sannanlega hundruði milljarða beinlínis af veltufé lífeyrissjóðanna.  Jafnvel Pétur Blöndal virðist ekki tilbúinn að skýra þetta mál út til fulls fyrir þjóðinni. "Ef Loftur getur það ekki,  þá hver?"auglýsti ljósmyndarinn í gamla daga. Galdra-Loft þyrfti líklega til þess að kenna Íslendingum fjármálafræði.

Svo höftin blása í bóluhagkerfið dag frá degi og skekkja valdahlutföllin í efnahagslífinu. Menn sem enginn kaus ráða meira dag frá degi þar sem þeir sem fólkið kaus virðast ekki vilja ráða. Hnípin þjóð er í vanda og biður um meira leiguhúsnæði. Ekkert alþýðufólk  getur keypt íbúðir fyrir sjálfsaflafé. Verður lausnin sú að  fleiri fjölskyldur sameinist í einni íbúð svo sem þekkt er annarsstaðar?

Gjaldeyrishöftin eru hérna. Evrópuprédikarar halda því enn frma að Seðlabanki Evrópu hefði getað leyst þau fyrir okkur. Skyldi einhverjir vera til sem trúa því virkilega að enginn hefði þurft að borga neitt? Er eitthvað annað að skulda Merkel eða Machiavelli?

Svo við höfum væntanlega höftin áfram. Við erum svo sem ekki byrjendur í slíku. Ég hef lifað lengur í höftum en frjáls á minni ævi. Ég fæddist í höftum sem "frjálsborinn" Íslendingur undir Krístjáni tíkalli og dey að öllum líkindum í gjaldeyrishöftum undir íslenskum Forseta. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Frábærar hugleiðingar í dag hjá þér - Nú er sko gamli Cand,is-inn vaknaður

Kristmann Magnússon, 15.7.2014 kl. 13:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Leggja á,ann aðeins til vinstri og sumir gleðjast.

Helga Kristjánsdóttir, 15.7.2014 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3418234

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband