29.7.2014 | 09:25
Auðlegðarskatturinn
er sá skattur sem þeir kumpánar Steingrímur J. og Indriði H. fundu upp og sá fyrrnefndi innleiddi, sem sannanlega hefur lent á þeim sem síst skyldi.
Hinsvegar hafa fáir gjaldendur þorað að láta í sér heyra og sú staðreynd speglast áreiðanlega í afstöðu núverandi ríkisstjórnar í því að láta skattinn renna sitt skeið án þess að hrófla við hans ranglæti.
Því duttu mér dauðar lýs úr höfði þegar ég las af tilviljun leiðara Fréttablaðsins um suðlegðarskatt.
Þar segir Fanney Birna Jónsdóttir svo:(bloggari feitletrar að vild)
"Þingmaðurinn Helgi Hjörvar kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld með gamalkunna tuggu um hinn svokallaða auðlegðarskatt sem var lagður á í hinsta sinn á þessu ári. Hélt hann því fram að ríkissjóður "yrði af" níu milljörðum króna vegna þessa. Hann þuldi svo upp skilyrðin fyrir þolendur skattheimtunnar til að sýna örugglega að aðeins hinir ríku hefðu þurft að greiða skattinn. Þessi skattur var upphaflega lagður á árið 2009. Hann var frá fyrsta degi merki lýðskrums af verstu sort. Rökstuðningurinn fyrir því var meðal annars sá að hópur fólks hefði í aðdraganda hrunsins notið þess að skattar á fjármagnstekjur hefðu verið lágir og reglur hagstæðar. Fullyrt var að þeir hefðu borgað lægri skatta á meðan almenningur hefði axlað þyngri byrðar. Því væri eðlilegt að þeir þyrftu að greiða auðlegðarskatt. Með öðrum orðum þá var það vonda efnaða fólkið eitt sem græddi á því að skattar hérlendis voru lágir fyrir hrun.
Þetta stenst enga skoðun. Lágskattastefnan fyrir hrun þýddi að hver einasti launamaður hafði meiri kaupmátt um hver mánaðamót en ella. Hagstæðar skattareglur á fyrirtæki höfðu það í för með sér að hjól atvinnulífsins snerust með tilheyrandi atvinnumöguleikum og svigrúmi til kjarabóta fyrir launamenn. Fjölmargir hafa bent á að fráhvarf frá þessari stefnu hafi hægt verulega á því að efnahagslífið rétti úr kútnum. Auðlegðarskatturinn var miðaður við þá sem höfðu komið betur en aðrir út úr hruninu. Vandamálið var að stór hluti þessa fólks var ekki nýríkir útrásarvíkingar heldur eldri borgarar. Fólk sem hafði sýnt ráðdeild og fyrirhyggju á meðan aðrir tóku lán sem þeir réðu ekkert við. Þessi hópur hafði ekki spilað á hagstætt skattaumhverfi eða verið með allt sitt í einkahlutafélögum heldur einfaldlega lagt fyrir, borgað af lánum og "auðlegð" þeirra var oft bundin í skuldlausri fasteign. Það er víða pottur brotinn varðandi lífeyrisréttindi þessarar kynslóðar og hjá mörgum hefur söluverðmæti skuldlausrar fasteignar komið í stað hefðbundins lífeyris og á að endast út æviskeiðið. Það átti því ekki að koma á óvart að 66 prósent greiðenda skattsins höfðu 5 milljónir eða minna í árslaun. Þannig þurftu eldri borgarar að selja eignir til að hafa efni á því að borga skattinn. Á síðasta ári greiddu hundruð þeirra meira en helming tekna sinna í skattinn og jafnframt fjórfaldaðist fjöldi þeirra sem greiddu auðlegðarskatt sem var hærri en tekjur þeirra.
Þessi eignaskattur er skýrt dæmi um ósanngjarna skattlagningu. Hann var keyrður í gegn þegar þjóðin var enn í losti. Rökstuðningurinn ól á tortryggninni sem var í þjóðfélaginu gagnvart þeim áttu að hafa borið ábyrgð á hruni ."
Svo sagði í leiðaranum.
Ef til vill er þarna verið að gera grein fyrir vondum áhrifum skattsins á eigendur Fréttablaðsins eftir pöntun. Hvað sem því liður er útkoman þarna dómur um það hvernig hin dauða hönd vinstri manna leggur sína ísköldu krumlu á allt þjóðlífið og kyrkir möguleika fólksins til að vinna sig út úr vandanum eins og varð með tilkomu Steingrímsstjórnarinnar 2009.
Þarna sjá kjósendur svart á hvítu hvers er að vænta ef menn greiða félagshyggjuöflunum atkvæði sitt í stundartilfinningu þess að með því geti þeir refsað öðrum flokkum! Með því er kjósandinn hinsvegar aðeins að hýða sjálfan sig og situr uppi með skarðari hlut en ella.
Í Morgunblaðinu segir hinsvegar svo um skattana:
"Samanlögð álagning almenns tekjuskatts og útsvars nemur liðlega 260 milljörðum og hækkar um 7% á milli ára. Álagður fjármagnstekjuskattur hækkaði um tæp 24% á milli ára. Mest munar um meira en tvöföldun tekna af söluhagnaði. Þær hækkuðu úr 8,6 milljörðum 2012 í 19,2 milljarða á síðasta ári.Auðlegðarskattur er lagður á 6.534 gjaldendur, alls um 6,2 milljarðar króna sem er liðlega 10% hækkun frá síðasta ári. Viðbótarauðlegðarskattur á hlutabréfaeign er lagður á 5.735 gjaldendur, samtals 4,7 milljarðar kr. sem er um 35% hækkun frá árinu á undan. Samanlagt nemur auðlegðarskatturinn um 11,9 milljörðum króna og hækkar um 20% á milli ára.
Fjármálaráðuneytið bendir á að auðlegðarskatturinn hafi verið lagður á sem tímabundin aðgerð. Núverandi ríkisstjórn ákvað að framlengja hann ekki. Skatthlutfallið er 1,5% af eignum yfir 75 milljónum hjá einhleypum og 100 milljónum hjá hjónum og 2% umfram 150 milljónir hjá einhleypum og 200 milljónir hjá hjónum.
Framtaldar eignir heimilanna námu tæpum 4 milljörðum í lok síðasta árs og jukust um 3,3% á árinu. Framtaldar skuldir heimilanna námu 1.788 milljörðum og standa nánast í stað. Þar af eru skuldir vegna íbúðarkaupa 1.174 milljónir sem er 1,3% aukning frá því ári fyrr. Ráðuneytið vekur athygli á að eigið fé heimila í fasteign sé nú í heild um 58% af verðmæti eignanna en var 49% í lok 2010 þegar það var lægst..."
Þetta ár er bráðum liðið í aldanna skaut og auðlegðarskatturinn verður ekki lagður á á næsta ári ef þessi ríkisstjórn lifir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þessi skattur er ekki bara ósanngjarn. Hann er ólöglegur. Að leggja hann á og innheimta hann striðir gegn stjórnarskrá Íslands.
Þetta dæmi sannar að nákvæmlega engin virðing er borin fyrir því plaggi og þeir sem vilja stela eignum gera það bara þegar þeim dettur það í hug. Það ætti að dæma þá til refsingar sem lögðu þennan skatt á og skila hverri einustu krónu tilbaka með háum vöxtum.
Hörður Þórðarson, 29.7.2014 kl. 09:43
Aldrei aldrei mun ég aftur kjósa hina dauðu hönd Steingrímssinna. Ef skatturinn var ólöglegur kæmi það ekki á óvart. Ólöglegar rukkanir liðust lengi í landinu. Hlýtur stuldinum þá að verða að vera skilað.
Elle_, 29.7.2014 kl. 14:00
Halldór það er ekkert undarlegt að það "hafa fáir gjaldendur þorað að láta í sér heyra". Talnavísindin segja nefnilega að 66% greiðenda skattsins séu aldraðir og tekjulitlir húseigendur, gjarnan ekkjur og ekklar.
Í fyrsta lagi eru eldri borgarar almennt ekki að tjá sig á vefmiðlunum og í öðru lagi þá hafa hinir sömu lært það á langri ævi að það svarar ekki kostnaði að deila við yfirvaldið og láta þar af leiðandi ýmislegt ranglæti yfir sig ganga.
Eins og Hörður bendir á er lögmæti skattsins vafasamt. Hið sama má segja um þá sem lögðu skattinn á. Þeim er engin afsökun að hafa ætlað að góma einhvern annan "sökudólg".
Í upphafi (hverrar skattlagningar) skyldi endinn skoða.
Kolbrún Hilmars, 29.7.2014 kl. 16:18
Segir ekki í þessari stjórnarskrá okkar, sem mér finnst nú hafa verið umgengin af þeim stundarhagsmunum sem valdamönnum hentar hverju sinni og sé þannig gagnslítið plagg fyrir einstaklinginn, sérstaklega aldraða og öryrkja í þeim hópi eins og Kolbrún bendir réttilega á, að enginn verði skyldaður til að láta af hendi eign sína án endurgjalds?
Er það ekki til marks um almennt og útbreitt skítlegt eðli stjórnmálamanna að hafa margbrotið þetta ákvæði frá lýðveldisstofnunni. Stóreignaskatturinn? Eignakönunin og peningaskiptin? Aðstöðugjaldið?Auðlegðarskatturinn? Áætlanir ríkisskattstjóra? Dæmt fyrir áætlaða glæpi?
Héldu menn að allt myndi lagast ef Pétur Gunnlaugsson, Þorvaldur Gylfason og Ómar Ragnarsson myndu semja 10 sinnum lengri stjórnarskrá en þá núverandi þegar skítlega eðlið þykir sjálfsagt og réttlætt?
Vantar ekki siðferðistilfinningu í það stjórnmálalið sem gerir út á almenning, sjálfu sér mest til framdráttar, skammtar sér laun og fríðindi við það sjálft og margföld eftirlaun almennings eins og alþingismennirnir gera fyrir opnum tjöldum.
Svo kvartar þetta lið yfir því að almenningur sýni því fyrirlitningu og nenni ekki að koma á kjörstað til að kjósa það áfram?
Hafa þeir ekki sýnt okkur puttann nógu lengi?
Halldór Jónsson, 29.7.2014 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.