Leita í fréttum mbl.is

Auđlegđarskatturinn

er sá skattur sem ţeir kumpánar Steingrímur J. og Indriđi H. fundu upp og sá fyrrnefndi innleiddi, sem sannanlega hefur lent á ţeim sem síst skyldi.

Hinsvegar hafa fáir gjaldendur ţorađ ađ láta í sér heyra og sú stađreynd speglast áreiđanlega í afstöđu núverandi ríkisstjórnar í ţví ađ láta skattinn renna sitt skeiđ án ţess ađ hrófla viđ hans ranglćti.  

Ţví duttu mér dauđar lýs úr höfđi ţegar ég las af tilviljun leiđara Fréttablađsins um suđlegđarskatt.

Ţar segir Fanney Birna Jónsdóttir svo:(bloggari feitletrar ađ vild) 

"Ţingmađurinn Helgi Hjörvar kom í kvöldfréttum Stöđvar 2 í fyrrakvöld međ gamalkunna tuggu um hinn svokallađa auđlegđarskatt sem var lagđur á í hinsta sinn á ţessu ári. Hélt hann ţví fram ađ ríkissjóđur "yrđi af" níu milljörđum króna vegna ţessa. Hann ţuldi svo upp skilyrđin fyrir ţolendur skattheimtunnar til ađ sýna örugglega ađ ađeins hinir ríku hefđu ţurft ađ greiđa skattinn. Ţessi skattur var upphaflega lagđur á áriđ 2009. Hann var frá fyrsta degi merki lýđskrums af verstu sort. Rökstuđningurinn fyrir ţví var međal annars sá ađ hópur fólks hefđi í ađdraganda hrunsins notiđ ţess ađ skattar á fjármagnstekjur hefđu veriđ lágir og reglur hagstćđar. Fullyrt var ađ ţeir hefđu borgađ lćgri skatta á međan almenningur hefđi axlađ ţyngri byrđar. Ţví vćri eđlilegt ađ ţeir ţyrftu ađ greiđa auđlegđarskatt. Međ öđrum orđum ţá var ţađ vonda efnađa fólkiđ eitt sem grćddi á ţví ađ skattar hérlendis voru lágir fyrir hrun.

 

Ţetta stenst enga skođun. Lágskattastefnan fyrir hrun ţýddi ađ hver einasti launamađur hafđi meiri kaupmátt um hver mánađamót en ella. Hagstćđar skattareglur á fyrirtćki höfđu ţađ í för međ sér ađ hjól atvinnulífsins snerust međ tilheyrandi atvinnumöguleikum og svigrúmi til kjarabóta fyrir launamenn. Fjölmargir hafa bent á ađ fráhvarf frá ţessari stefnu hafi hćgt verulega á ţví ađ efnahagslífiđ rétti úr kútnum. Auđlegđarskatturinn var miđađur viđ ţá sem höfđu komiđ betur en ađrir út úr hruninu. Vandamáliđ var ađ stór hluti ţessa fólks var ekki nýríkir útrásarvíkingar heldur eldri borgarar. Fólk sem hafđi sýnt ráđdeild og fyrirhyggju á međan ađrir tóku lán sem ţeir réđu ekkert viđ. Ţessi hópur hafđi ekki spilađ á hagstćtt skattaumhverfi eđa veriđ međ allt sitt í einkahlutafélögum heldur einfaldlega lagt fyrir, borgađ af lánum og "auđlegđ" ţeirra var oft bundin í skuldlausri fasteign. Ţađ er víđa pottur brotinn varđandi lífeyrisréttindi ţessarar kynslóđar og hjá mörgum hefur söluverđmćti skuldlausrar fasteignar komiđ í stađ hefđbundins lífeyris og á ađ endast út ćviskeiđiđ. Ţađ átti ţví ekki ađ koma á óvart ađ 66 prósent greiđenda skattsins höfđu 5 milljónir eđa minna í árslaun. Ţannig ţurftu eldri borgarar ađ selja eignir til ađ hafa efni á ţví ađ borga skattinn. Á síđasta ári greiddu hundruđ ţeirra meira en helming tekna sinna í skattinn og jafnframt fjórfaldađist fjöldi ţeirra sem greiddu auđlegđarskatt sem var hćrri en tekjur ţeirra.

 

Ţessi eignaskattur er skýrt dćmi um ósanngjarna skattlagningu. Hann var keyrđur í gegn ţegar ţjóđin var enn í losti. Rökstuđningurinn ól á tortryggninni sem var í ţjóđfélaginu gagnvart ţeim áttu ađ hafa boriđ ábyrgđ á hruni ."

Svo sagđi í leiđaranum. 

Ef til vill er ţarna veriđ ađ gera grein fyrir vondum áhrifum skattsins á eigendur Fréttablađsins eftir pöntun. Hvađ sem ţví liđur er útkoman  ţarna dómur um ţađ hvernig hin dauđa hönd vinstri manna leggur sína ísköldu krumlu á allt ţjóđlífiđ og kyrkir möguleika fólksins  til ađ vinna sig út úr vandanum eins og varđ međ tilkomu Steingrímsstjórnarinnar 2009.

Ţarna sjá kjósendur svart á hvítu hvers er ađ vćnta ef menn greiđa félagshyggjuöflunum atkvćđi sitt í stundartilfinningu ţess ađ međ ţví geti ţeir refsađ öđrum flokkum!  Međ ţví er kjósandinn hinsvegar ađeins ađ hýđa sjálfan sig og situr uppi međ skarđari hlut en ella.

Í Morgunblađinu segir hinsvegar svo um skattana: 

"Samanlögđ álagning almenns tekjuskatts og útsvars nemur liđlega 260 milljörđum og hćkkar um 7% á milli ára. Álagđur fjármagnstekjuskattur hćkkađi um tćp 24% á milli ára. Mest munar um meira en tvöföldun tekna af söluhagnađi. Ţćr hćkkuđu úr 8,6 milljörđum 2012 í 19,2 milljarđa á síđasta ári.

 

Auđlegđarskattur er lagđur á 6.534 gjaldendur, alls um 6,2 milljarđar króna sem er liđlega 10% hćkkun frá síđasta ári. Viđbótarauđlegđarskattur á hlutabréfaeign er lagđur á 5.735 gjaldendur, samtals 4,7 milljarđar kr. sem er um 35% hćkkun frá árinu á undan. Samanlagt nemur auđlegđarskatturinn um 11,9 milljörđum króna og hćkkar um 20% á milli ára.

 

Fjármálaráđuneytiđ bendir á ađ auđlegđarskatturinn hafi veriđ lagđur á sem tímabundin ađgerđ. Núverandi ríkisstjórn ákvađ ađ framlengja hann ekki. Skatthlutfalliđ er 1,5% af eignum yfir 75 milljónum hjá einhleypum og 100 milljónum hjá hjónum og 2% umfram 150 milljónir hjá einhleypum og 200 milljónir hjá hjónum.

 

Framtaldar eignir heimilanna námu tćpum 4 milljörđum í lok síđasta árs og jukust um 3,3% á árinu. Framtaldar skuldir heimilanna námu 1.788 milljörđum og standa nánast í stađ. Ţar af eru skuldir vegna íbúđarkaupa 1.174 milljónir sem er 1,3% aukning frá ţví ári fyrr. Ráđuneytiđ vekur athygli á ađ eigiđ fé heimila í fasteign sé nú í heild um 58% af verđmćti eignanna en var 49% í lok 2010 ţegar ţađ var lćgst..."

 

 

Ţetta ár er bráđum liđiđ í aldanna skaut og auđlegđarskatturinn verđur ekki lagđur á á nćsta ári ef ţessi ríkisstjórn lifir. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörđur Ţórđarson

Ţessi skattur er ekki bara ósanngjarn. Hann er ólöglegur. Ađ leggja hann á og innheimta hann striđir gegn stjórnarskrá Íslands.

Ţetta dćmi sannar ađ nákvćmlega engin virđing er borin fyrir ţví plaggi og ţeir sem vilja stela eignum gera ţađ bara ţegar ţeim dettur ţađ í hug. Ţađ ćtti ađ dćma ţá til refsingar sem lögđu ţennan skatt á og skila hverri einustu krónu tilbaka međ háum vöxtum.

Hörđur Ţórđarson, 29.7.2014 kl. 09:43

2 Smámynd: Elle_

Aldrei aldrei mun ég aftur kjósa hina dauđu hönd Steingrímssinna.  Ef skatturinn var ólöglegur kćmi ţađ ekki á óvart.  Ólöglegar rukkanir liđust lengi í landinu.  Hlýtur stuldinum ţá ađ verđa ađ vera skilađ.

Elle_, 29.7.2014 kl. 14:00

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Halldór ţađ er ekkert undarlegt ađ ţađ "hafa fáir gjaldendur ţorađ ađ láta í sér heyra".  Talnavísindin segja nefnilega ađ 66% greiđenda skattsins séu aldrađir og tekjulitlir húseigendur, gjarnan ekkjur og ekklar.

Í fyrsta lagi eru eldri borgarar almennt ekki ađ tjá sig á vefmiđlunum og í öđru lagi ţá hafa hinir sömu lćrt ţađ á langri ćvi ađ ţađ svarar ekki kostnađi ađ deila viđ yfirvaldiđ og láta ţar af leiđandi ýmislegt ranglćti yfir sig ganga.

Eins og Hörđur bendir á er lögmćti skattsins vafasamt.  Hiđ sama má segja um ţá sem lögđu skattinn á.  Ţeim er engin afsökun ađ hafa ćtlađ ađ góma einhvern annan "sökudólg".

Í upphafi (hverrar skattlagningar) skyldi endinn skođa.

Kolbrún Hilmars, 29.7.2014 kl. 16:18

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Segir ekki í ţessari stjórnarskrá okkar, sem mér finnst nú hafa veriđ umgengin af ţeim stundarhagsmunum sem valdamönnum hentar hverju sinni og sé ţannig gagnslítiđ plagg fyrir einstaklinginn, sérstaklega aldrađa og öryrkja í ţeim hópi eins og Kolbrún bendir réttilega á, ađ enginn verđi skyldađur til ađ láta af hendi eign sína án endurgjalds?

Er ţađ ekki til marks um almennt og útbreitt skítlegt eđli stjórnmálamanna ađ hafa margbrotiđ ţetta ákvćđi frá lýđveldisstofnunni. Stóreignaskatturinn? Eignakönunin og peningaskiptin? Ađstöđugjaldiđ?Auđlegđarskatturinn? Áćtlanir ríkisskattstjóra? Dćmt fyrir áćtlađa glćpi?

Héldu menn ađ allt myndi lagast ef Pétur Gunnlaugsson, Ţorvaldur Gylfason og Ómar Ragnarsson myndu semja 10 sinnum lengri stjórnarskrá en ţá núverandi ţegar skítlega eđliđ ţykir sjálfsagt og réttlćtt?

Vantar ekki siđferđistilfinningu í ţađ stjórnmálaliđ sem gerir út á almenning, sjálfu sér mest til framdráttar, skammtar sér laun og fríđindi viđ ţađ sjálft og margföld eftirlaun almennings eins og alţingismennirnir gera fyrir opnum tjöldum.

Svo kvartar ţetta liđ yfir ţví ađ almenningur sýni ţví fyrirlitningu og nenni ekki ađ koma á kjörstađ til ađ kjósa ţađ áfram?

Hafa ţeir ekki sýnt okkur puttann nógu lengi?

Halldór Jónsson, 29.7.2014 kl. 19:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 33
  • Sl. sólarhring: 240
  • Sl. viku: 4941
  • Frá upphafi: 3194560

Annađ

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 4078
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband