Leita í fréttum mbl.is

Dr. Jekyll and Mr. Hyde

sagan rifjaðist upp fyrir mér eftir að napurt hefur blásið um varaformann Sjálfstæðisflokksins um all-langa hríð. Á sama tíma hefur formaður flokksins vakið á sér vaxandi athygli fyrir einstaklega prúðmannlegan og yfirvegaðan málflutning. Menn treysta ósjálfrátt því fólki sem svo fer fram auk þess að menn sjá almennt að maðurinn talar af skynsemi, góðvilja  og hófstillingu.

Hvor ástæðan vegur þyngra? Magn umtalsins þó illt sé um varaformanninn eða gott umtal um formanninn? Sjálfsagt verða menn ekki sammála um það. En  samt fannst mér tilgáta Framsóknarfrúarinnar um að samúðarbylgja hefði risið með flokknum vegna árása fjölmiðlanna á Hönnu Birnu vera nokkuð ólíkleg. Ég upplifði árásirnar á nær öllum rásum nefnilega á þann eina veg að hún ætti af fara sem fyrst ekki síst formannsins og flokksins vegna.  Mér fannst hún hinsvegar ekki geta gert annað en sitja meðan sætt væri til þess að  gera Reyni Traustasyni, Samfylkingunni og hinum vinstri flokksbrotunum ekki þann óvinafagnað að flæmast í burt fyrr en þá í fulla hnefana.

Mark Twain sagði að illt umtal væri betra en ekkert umtal og skrifaði sjálfum sér runu af svívirðingabréfum um sjálfan sig sem hann birti svo í blaði sínu. Þannig seldist blaðið betur.

Er þetta kannski sú aðferð sem dugar til fylgisaukningar?

Hvað með þá Sveinbjörgu og Sigmund Davíð?

Sagan af Dr. Jekyll og  Mr. Hyde er hugsanlega í fullu gildi?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ja, kannski er flokkurinn að vinna á vegna samúðar. Fólk sér barið á manneskju þarna fyrir smæstu hugsanlegu glæpi, á meðan meiriháttar glæpir voru framdir í tíð fyrri stjórnar án þess að nokkur deplaði auga.

Eða: tölfræði virkar bara svona. Skekkjumörkin gæti einfaldlega verið svona breið.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.9.2014 kl. 00:34

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ásgrímur. Hvaða glæpir voru framdir í tíð fyri ríkisstjórnar?

Kallarðu það smáglæp að brjóta á rétti fólks með brotum á lögum um þagnarskyldu? Gleymum því ekki að þetta getur vararð allt að þriggja ára fangelsi og það ekki að ástæðulausu.

Sigurður M Grétarsson, 4.9.2014 kl. 21:41

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Brot þáverandi forsætisráðherra, þjóðvökrum og þjóðþekktum og sjálfskipaðs fulltrúa, jafnréttisins, á jafnfréttislögum og refsidómur fyrir það á vakti ekki athygli RÚV eða Baugsmiðlanna.

Halldór Jónsson, 5.9.2014 kl. 15:52

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þéttab sem menn kalla brot Jóhönnu á jafnréttislögum snerist nú ekki um annað en það að ráðningaskrisftofan sem Jóhanna réði til að meta hæfi umsækjenda komst að annarri niðursttöðu en Kærunefnd jafnréttismála á því hver væri hæfasti eumsækjandinn. Þetta eru ekki algild vísindi og því hægt að færa rök fyrir báðum niðurstöðum og útililað að gefa aldildan dóm um það hvor mniðurstaðan er rétt. En það er hins vegar úrskurður kærunefndarinnar sem gildir.

Það hefur aldrei í ráðningarfeli hjá ráðherrum hér á landi verið staðið jafn faglega að ráðningu og í þetta sinn. Það er því út í hött að tala um lögbrot hjá ráðherra. Mat kærunefndarinnar á hæfi umdækjenda var einfaldlega ekki hægt að sjá fyrir.

Í þessu efni má benda á að ráðningaskrifstofan sem Jóhanna réði ræddi við þá sem áttu að verða samstarfsmenn þess sem yrði ráðinn til að fá þeirra mat á hvaða kostir og þekking kæmi til góða í starfinu til að vanda betur valið en það gerði Kærunefnd jafnréttismála ekki. Kærunefndin hafði því minni upplýsingar en ráðningaskrifstofan til að leggja mat á hæfi umdækjenda til starfsins.

Sigurður M Grétarsson, 6.9.2014 kl. 08:55

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Af framansögðu í athugasemd minni hér að ofan þá er það út úr öllu korti að leggja þeta atvik hjá Jóhönnu að jöfnu við þann glæp sem verið er að rannsaka í Innanríkisráðuneytinu. Þar eru um vísvitandi glæpaverk að ræða með einbeittum brotavilja sem er ekki í tilfelli Jóhönnu. Og hvað varðar þátt ráðherrans sjálfs þá er allavega ljóst að Hanna Birna reyndi að hilma yfir með glæpnum og beitti til þess ítrekuðum lygum meira að segja í ræðustól á Alþingi auk þess að hafan í upphafi óskum starfsmanna ráðuneytisins um innanhússrannsókn á því hver væri sá seki. Þar fyrir utan verður að teljast afar ólíklegt að Hanna Birna viti ekki hver sá seki er og hafi jafnvel verið með í ráðum eða hreinlega óskað eftir því við aðstoðarmann sinn að leka þesswum upplýsingum.

Sigurður M Grétarsson, 6.9.2014 kl. 09:01

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurður, "Það er því út í hött að tala um lögbrot hjá ráðherra. Mat kærunefndarinnar á hæfi umdækjenda var einfaldlega ekki hægt að sjá fyrir."

Var Jóhanna dæmd eða ekki dæmd?

Halldór Jónsson, 7.9.2014 kl. 19:33

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Og hefur Hanna Birna verið dæmd af því að það er afar ólíklegt... bla bla? Ert þú með dómsvaldið til að úrskurða hvað sé sannleikur eins og Pílatus?

Halldór Jónsson, 7.9.2014 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband