Leita í fréttum mbl.is

Villi Bjarna

sá eini sanni og vaski maður , kemur Reykjavíkurflugvelli og Fluggörðum til hjálpar í góðri grein í Morgunblaðinu í dag.

Vegna þeirra stöðugu lyga vinstrimanna, að menn séu hættir að lesa Mogga, þá skal ég nú auka leti þeirra og endurprenta þessa ágætu grein:(bloggari stjórnar feitletrun)

"Í vikubyrjun bárust dapurlegar fréttir um Reykjavíkurflugvöll. Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands hafa sammælst um að koma Fluggörðum við Reykjavíkurflugvöll út af landakortinu. Í fréttatilkynningu segir eftirfarandi:

 

»Vilyrðið um að háskólinn geti þróað starfsemi sína til austurs á Fluggarðasvæðinu skapar fjölbreytt tækifæri fyrir framtíðaruppbyggingu skólans,« er haft eftir Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands.«

 

Mikill er sigur Háskóla Íslands í þessu máli. En hann kann að verða dýrkeyptur. Nú vill svo til að flug á Íslandi er fyrsta hátækniatvinnugreinin. Þróun þessarar greinar varð frá gra.srótinni, frá ungum mönnum sem brutust til mennta utanlands án opinberra styrkja og allir af eigin verðleikum Við lok síðustu heimsstyrjaldar höfðu verið gefin út 30 flugskírteini á Íslandi en af framsýni gerðist Ísland stofnaðili að Alþjóðaflugmálastofnuninni hálfu ári eftir stofnun lýðveldis 1944.

Nú er svo komið að flugstarfsemi nemur um 2% af landsframleiðslu. Reykjavík hefur þróast í samræmi við þetta; flugið er aflgjafi ferðaþjónustu. Fyrir 45 árum voru gerðir út 25 togarar frá Reykjavík og þá voru rekin fimm stór frystihús. Nú er hér eitt frystihús og fimm togarar. Í stað framleiðsluhagkerfis hefur komið þjónustuhagkerfi. Þar ber hæst flugstarfsemi og aðra starfsemi tengda ferðaþjónustu.

 

Þetta hefur gerst þrátt fyrir að borgarfulltrúar hafi fjandskapast við flugvöllinn og viljað hann burt. Það er ekki sjálfsagt mál hvernig flugstarfsemi hefur þróast með jákvæðum hætti. Reykjavíkurflugvöllur er hlekkur í þeirri starfsemi. Spurt er hve oft Reykjavíkurflugvöllur sé notaður sem varaflugvöllur. Það er í nánast öllu flugi til Íslands.

Ef flugvellir í Skotlandi verða varaflugvellir fyrir flug til Íslands eru forsendur fyrir flugi til vesturstrandar Bandaríkjanna og Kanada brostnar. Á sama veg mun samkeppnishæfni íslenskra flugrekenda í flugi til austurstrandar Bandaríkjanna minnka verulega. Þar með eru brostnar forsendur fyrir þeirri háu ferðatíði og fjölbreyttu leiðum, sem fyrir hendi eru í dag til og frá Íslandi. Ef til vill rætist ljóð Dags Sigurðarsonar, að breyttu breytanda;

 

Raun

 

vísinda

 

stofnun

 

Háskóla

 

Íslands

 

Fluggarðar í Reykjavík eru forsenda fyrir menntun og þjálfun flugmanna í dag. Þarna er aðstaða fyrir kennsluflugvélar og viðhald og geymsla einkaflugvéla. Þarna er líka ákveðin menning, ekki minni en sú menning sem fylgir kaffidrykkju í 101 Reykjavík. Það er sjálfsagt mál að bjóða rektor Háskóla Íslands að skoða starfsemi í Fluggörðum. Þessi starfsemi hefur ekki skaðað Háskóla Íslands á neinn veg. Miklu heldur getur hún eflt starfsemi Háskólans. Háskóla Íslands og rekor skólans verður ekki gott af þeim súra kaleik sem skerðing á rekstri við flugvöllinn er. Það er miklu nær að Háskólinn efli sín fræðistörf í flugrekstrarfræðum.

 

Því hefur verið marglofað að ekki verið raskað við starfsemi á Reykjavíkurflugvelli á meðan nefnd sem kennd er við Rögnu Árnadóttur er að störfum og skýrsla nefndarinnar verður rædd. Þar fellur undir að halda opinni flugbraut 06/24 og aðstöðu í Fluggörðum. Það verður aldrei sómi að því fyrir Háskólann að taka þátt í fjandskap borgarfulltrúa við flugstarfsemi og ýta Fluggörðum af Reykjavíkurflugvelli."

Sumir sem heita Vilhjálmar Bjarnasynir taka fram að þeir séu ekki Villi Bjarna fjárfestir. Því skal tekið fram að þarna skrifar sá eini sanni Villi Bjarna fjárfestir sem biðst ekki griða fyrir það frekar en Árni beiskur í Flugumýrarbrennu. Hafi hann heila þökk mína að minnsta kosti fyrir vikið.

Það er mála sannast að samsæri vinstri manna og atlaga að Reykjavíkurflugvelli stendur enn yfir og er öllum brögðum beitt. Jafnvel velmeinandi fólk er dregið inn í þessi mál og notað af þessu samsærisfólki til að fullkomna ódæðið. Sem þeir ætla að fremja þrátt fyrir andstöðu 82 % landsmanna. Allt fyrir einhverja heimskulega og úrelta Kvosarrómantík.

Miðbæjarómenningin stendur með miklum blóma alveg ein og óstudd. Það sá ég á sjaldgæfum bíltúr um miðbæinn í gærkveldi á mánudegi. Fyllilýður með flöskur og dollur í höndunum skreytti göturnar frá Klapparstíg og út miðbæinn. Búllur voru opnar og stöku gítarglamrari var sýnilegur. Eru miklar röksemdir fólgnar í því að efla þetta menningarform á kostnað almenningssamgangna í landinu með niðurlagningu flugvallarins?

Höfuðmörðurinn Dagur B. Eggertsson situr á stóli Borgarstjóra eftir að hafa í raun verið kosinn frá. Hann keypti hinsvegar undir sig stólinn aftur með því að maðka krókinn vel fyrir Píratann svo að sá selur allt fúslega fyrir þægindin. Reykvískir kjosendur geta sjálfum sér um kennt. Og svo Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað fyrir ömurleg linheitin í kosningabaráttunni sem vonandi endurtaka sig ekki.

Háskólinn byggir og byggir í kring um sig. Sóar landinu í fáheyrðri vitleysu undir bílastæði. Í stað þess átti að setja bílakjallara og neðanjarðartorg með sporvögnum sem gengu á milli allra höfuðbygginga skólans. Þá hefði verið nægt byggingaland fyrir skólann til hundrað ára. En þetta mátti ekki ræða þó reynt hafi verið að koma tauti við arkitektana á opnum fundi um byggingaráformin.

Við Sjálfstæðismenn í Fluggörðum styðjum Villa Bjarna til verka góðra. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Guðnason

Sannfæring Vilhjálms Bjarnasonar er sjaldnar en ég kysi, í takt við mína. Þarna fylgjumst við þó sannarlega að og Villi fylgir samt landsfundarsamþykktum samtaka fólksins sem kaus hann á þing. Hafi Villi þökk fyrir að standa á eigin sannfæringu í þessu máli.

Kollegar hans á þingi mættu minnast þess, að við búum á eyju og enginn bílvegur liggur út fyrir landamærin. Það er pláss fyrir fleiri talsmenn skynseminnar á þessum vettvangi - nóg er af hinum.

Þorkell Guðnason, 9.9.2014 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 3418433

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband