Leita í fréttum mbl.is

Höfum við ráð á háskólum?

þegar 66 læknar flytjast burt á ári?. Eftir að íslenskir skattgreiðendur hafa eytt milljörðum í læknadeild Háskóla Íslands.330 læknar hafa fluttst brott á síðustu 5 árum meðan 140 fluttu til landsins. Endurheimtur upp á 43 % þættu bændum lélegar eftir fjárbeit á fjalli.

Er ekki tímabært að endurskoða skólagjöld í Háskóla Íslands með tilliti til þess hvað þjóðin hefur út úr menntuninni? Þjóðin skuldar nýstúdenti akkúrat ekki neitt. Henni ber engin skylda til að skaffa honum áframhaldandi skólavist án skilyrða. Þjóðfélagið skuldar engum fullfrískum 18 ára sínum þegni nokkurn skapaðan hlut.Atvinnuleysisbætur eiga heldur ekki að vera án skilyrða. 

Á ekki Háskólinn að innheimta hærri skólagjöld af þeim sem vilja læra? Námslán eiga að vera í boði svo menn geti farið í skólann ef það vill taka fjárhagslega áhættu af náminu. Styrki má hugsanlega veita með skilyrðum. Annars sé greitt fyrir námið.

Höfum við annars ráð á læknadeild í Háskólanum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Af hverju er fólk að veikjast svona mikið?

Er þjóðin alltaf blindfull um helgar sem kallar á allskyns vandræði

sem að kallar svo á aukin kostnað lögreglu og heilsugæslu?

Eða eru til LAUSNIR ?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/#entry-1433984

Jón Þórhallsson, 22.9.2014 kl. 09:31

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Halldór 
 
Árið 2005 voru Ísland (368) og Noregur (369) með flesta lækna á hverja 100.000 íbúa á öllum Norðurlöndunum.

Árið 2013, eða átta árum síðar, er staðan orðin sú að Ísland hefur bætt heilbirgiskerfi hins fátæka Noregs svo mikið að þar eru nú mættir á staðinn rúmlega 400 læknar á hverja 100.000 íbúa.

Á Íslandi árið 2013 hefur fjöldi lækna á hverja 100.000 íbúa hins vegar hruni niður á danskan standard; eða 350 lækna á hverja 100.000 íbúa.

Í Danmörku hefur komið til pólitískrar umræðu að gjaldfella námsstyrki og námslán hlaupi danskir skattafjármenntaðir læknar með hina kostnaðarsömu menntun sína til beint útlanda. Ekki veit ég hvað kom út úr þeirri umræðu.
 
En tóninn í sambandi við þetta mál hefur harðnað þar mikið á síðustu 15-20 árum.
 
Einnig hefur gætt mikillar þreytu og gremju í Danmörku yfir því hversu þéttsetnir danskir læknaskólar hafa verið af norskum læknanemum, sem greinilega líða fyrir að búa við nísku norska ríkisins í þessum málum. Danskir skattgreiðendur eru afar óhressir með þetta mál.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.9.2014 kl. 11:15

3 Smámynd: Kristmann Magnússon

Góð grein og góð ábending frá Gunnari það sem Danir eru að hugsa að gera þ.e.a.s. að gjaldfella öll lán EF menn skila sér ekki að námi loknu hér eða erlendis.

Kristmann Magnússon, 22.9.2014 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband