Leita í fréttum mbl.is

Gjaldflokkun bifreiða

er með þeim hætti að stórir bílar borga mun hærri aðflutningsgjöld. Þetta kemur sérstaklega niður á bandarískum bifreiðum  sem eru oft myndarlegri en hrísgrjónabílarnir eða evrukerrurnar.

Bíll fyrir barnmargar fjölskyldur, eins og til dæmis Chrysler Town & Country, lendir í hæsta gjaldflokki. Þar að auki þarf að borga TÜV í Þýskalandi 500$ aukreitis fyrir vottorð þess efnis að þetta sé hættulaus bíll fyrir Evrópusambandið.

Á að halda þessari vitleysu áfram?  Holuhraunsgosið sendir út meiri brennistein á einum degi  heldur en allur bílafloti heimsins gerir á árum. Svo til hvers er íslenska ríkið að gera barnafjölskyldum sínum lífið erfiðara með áframhaldi þessarar vitleysu? Halda áfram að sýna Bandaríkjunum fjandskap með viðskiptahindrunum í formi íþyngjandi regluverks EES?

Hvernig væri að ríkisstjórnin héldi nú fund og gerði eitthvað í málinu strax?  Eða geta engar ríkisstjórnir eitthvað gert strax? Þær vitleysur sem Evrópudaðrið hefur fært þjóðinni skulu blífa um eilífð. Það má ekki einu sinni ræða það  að breyta einu né neinu, hvorki í EES, Schengen eða innflytjendamálum. Þá rjúka þeir upp Jón Baldvin og  Össur. Þeir aleinir vita eins og dönsku kóngarnir gerðu.

VG leggur fram tillögu um um endurupptöku auðlegðarskattsins til að byggja spítala. Símapeningarnir hans Davíðs ætla bersýnilega ekki að duga til þess.  Endurupptaka auðlindagjaldsins á sjávarútveginn er ekki langt undan. Vinstri menn kunna aðeins eina aðferð í stjórnmálum: Að skattleggja og eyða. Hagsýni er þeim lokuð bók. Allar áætlanir vinstrimanna verður að margfalda með pí til að fá fram raunkostnað.

Gjaldflokkun bifreiða sem byggist á magni brennisteins í útblæstri er nátttröll í eldbjarmanum frá Holuhrauni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður Halldór! Að ríkisstjórnir geti gert eitthvað strax er allsendis ómögulegt. Í það eina skipti sem slegið var í klárinn,var þegar Samfó/VG ,héldu um taumana,eftir heimshrunið 2008.-drífu sig til Brussel með ólöglega umsókn. Blóðið rann þeim til höfuðs og mótmæli voru bæld miskunnarlaust. Meðal annars ein af aðferðum sem Vg/Samfó kunna.

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2014 kl. 17:40

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Magga Thatcher sagði einhverntíman að vandamál vinstri manna væri að þeim hætti til að verða uppiskroppa með annarra manna fé.  Gildir á Íslandi jafnt og Bretlandi.

Þorvaldur Guðmundsson, 26.9.2014 kl. 18:15

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þeir eru að hugsa um börnin, þau yrðu fyrir aðkasti ef þau sæjust í Chrysler Town & Country.

Jón Ragnarsson, 26.9.2014 kl. 18:37

4 identicon

Hvenær fóru bílar að borga aðflutningsgjöld?

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 20:59

5 Smámynd: Kristmann Magnússon

Er þessi gjaldtaka eitthvað bundin við vinstri menn ??

Veit ekki annað en að hægri stjórnir hafi innheimt þessi sömu vitlausu gjöld alveg eins og hinar stjórnirnar hverju nafni sem má kalla þær!

Enda eru þetta ekki stjórnirnar sem ráða þessu - þetta kemur allt frá misvitru fólki í ráðuneytunum - rápherrarnir koma þessari vitleysu bara í gegn um þingið þegar á því þarf að halda

Kristmann Magnússon, 26.9.2014 kl. 21:23

6 Smámynd: Þorkell Guðnason

Góður skipper Þorvaldur... þeirra skortur á annarra manna fé hefur lengst af líka þjakað þjóðina undir vinstrihælnum.

Þótt Davíðinn velji að snúa út úr, skilur hann væntanlega hugtakið "As a figure of speech"

Minnist "sérstaka og timabundna 125% Bifreiðainnflutnings-gjalds" Matthíasar A Mathiesen, þv. fjármálaráðherra, sem kippti fótunum undan bifreiðaumboðinu sem ég starfaði hjá.

Það var síðan framlengt um hver áramót - for ever!

Síðar lagið sá sami ráðherra ríkisloppuna yfir flugið okkar sem skikkaðir erum til að viðhalda réttindum með reglulegri iðkun, en engra tekna megum afla með flugi. Loppan var á okkur lögð með ofurþunga vegna "tíðra slysa í einkaflugi" sem EKKI höfðu orðið. Td. varð svifflugslys og fallhífarstökks- slys úr Twin-Otter að "Einkaflugi" í skýrslum sem Mathiesen byggði ákvörðanir á - án alls samráðs við þolendur.

Í mínum villtustu draumum var ekki pláss fyrir þann möguleika að afkvæmi ráðherrans toppuðu óleikinn - hvað þá með svo eftirminnilegum hætti sem raun varð á!

Þorkell Guðnason, 26.9.2014 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband