27.9.2014 | 21:55
"Fasisminn klæðir sig í felulitum"
er vísindaleg ályktun dr. Eiríks Bergmanns prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst um uppgang þess fyrirbrigðis sem hann kallar þjóðernispópúlisma í Evrópu sem inniheldur Framsóknarflokkinn íslenska.
Ég skal alveg viðurkenna að ég hef lengi verið illa haldinn af fordómum í garð Eríks Bergmanns. Fyrr á árum, löngu áður en hann fór að skreyta sig með doktorstitli til að skerpa á málflutningi sínum fyrir ESB, var hann titlaður stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur. Skrifaði mikið af áróðursgreinum fyrir inngöngu í ESB. Ég hef ekki lagt mig eftir því hvernig hann komst yfir doktorstitil, sem ég yfirleitt ber nú virðingu fyrir. En mér er nær að halda að mér yrði ekki upplyfting að lesa þær ritgerðir. En málflutningur hans eftir upptöku titilsins hefur í engu breytt tilfinningum mínum þegar ég sé greinar eftir hann eða viðtöl í vinstri pressunni, sem ekki breytast neitt að því mér sýnist að vinnubrögðum né innihaldi.
Miðinn utan á pótskassanum mínum sem sagði lengi vel að ég frábiðji mér ruslpóst er líklega orðinn það máður að Fréttablaðið er farið að koma í hann reglulega. Ég þarf að endurnýja þennan miða hið fyrsta hjá Póstinum. Ég er farinn að standa mig að því að fletta Fréttablaðinu og jafnvel lesa eina og eina grein,sem yfirleitt kemur mér aðeins í vont skap og hér áður oft verra um helgar.Slíkur er málflutningur þeirra vinstri manna sem í þetta blað skrifa.En auglýsingadálkarnir létta mér lundina aftur og margt leynist stundum forvitnilegt þar.
Nú hnýt ég um viðtal við þennan doktor og prófessor í stjórnmálafræði, Eirík Bergmann. Að vísu er hann orðinn prófessor uppi í sveit á Bifröst þannig ég ætti ekki að vera að æsa mig. Afi minn var prófessor við Háskóla Íslands þannig að ég er sjálfsagt nokkuð snobbaður. En ég get varla orða bundist í þessu tilviki þegar doktor Eiríkur eys af brunnum visku sinnar í Fréttablaði helgarinnar í felulitum fræðimennsku.
Ég hélt að stjórnmálafræði væru fræði tl greiningar á stjórnmálum og gangi þeirra. Ekki prédikunarstóll öfgamanns eða saltari til að lesa kenningar upp úr fyrir aðskiljanlegar náttúrur og smekk prestsins heldur til þess að draga ályktanir og spá fram í tímann. Handtök dr. Eiríks á fræðunum eru svona líkt því að Darwin hefði flokkað kaflana í Uppruna tegundanna eftir því hvaða dýr honum fyndust fallegust sjálfum. Eða Einstein hefði viljað fá þær pólitískar niðurstöður úr afstæðiskenningunni að þeir kapítalistar sem ekki væru Gyðingar væru verri en aðrir. En í þennan farveg renna flestar dýpstu ályktanir dr. Bergmanns. Hann virðist ekki geta dregið aðrar ályktanir af gangi mála en þær sem honum hugnast sjálfum. Hann er ekki að greina viðburði eða þróun heldur vill hann vara lesendur við þróun þeirri sem hann sér standa yfir og ráðleggur mönnum að varast þessar afleiðingar samtímans sem honum eru ekki að skapi sem fræðimanni.
Grípum niður í hugrenningar dr. Eiríks sem að mínu mati eru ekki greining heldur áróður fyrir hans pólitíska hugarheim:
""En það sem gerist eftir fjármálakrísuna er að þessar hreyfingar skipta um taktík og fara meira inn í meginstraumsstjórnmál. Þær flytja sig af jaðrinum og inn í það þóknanlega. Skýrasta dæmið um þessar breytingar er í Bretlandi. Þar hafði Breski þjóðernisflokkurinn mestan stuðning slíkra flokka, en meðlimir hans viðurkenndu að þeir væru rasistar. Þá kemur fram UKIP [Sjálfstæðisflokkur Bretlands] sem tekur þessa stöðu en þeir nota ekki fasíska retórík. Þetta er breytingin og þetta eru Svíþjóðardemókratar að gera. Þeir eru byggðir á flokki sem var beintengdur nýnasistum en skipta einfaldlega um nafn. Samt er sama fólkið þarna og alltaf eru að nást á myndbönd ummæli sem voru þau sömu og þau voru fyrir. Þau bara nota þau ekki í opinberri umræðu."
Eiríkur telur eðlilegt að hafa áhyggjur af þessum uppgangi hægri öfgaflokka í Evrópu, því oft kemur þjóðernispopúlismi þeirra aftan að fólki. "Fasisminn felur sig alltaf. Hann klæðir sig í þann felubúning sem þykir ásættanlegur á hverjum tíma. Hann birtist ekki í sama formi og slíkar hreyfingar voru í annarri tíð, heldur í þeirri tíð sem gildir. Að því leytinu til fer hann mjög leynt."
Þvílík röksemdafærsla vísindamanns sem ætlar að greina meginstrauma í samtíma sínum. Fullyrðingar og uppnefni sem maður hélt að aðeins götustrákar myndu nota. Fasistar og rasistar í felulitum. Það eru orð sem dr. Eiríkur notar til að skilgreina þær milljónir að kjósendum sem nú rísa upp á Vesturlöndum þar sem þær telja sig greinilega vera búnar að fá of mikið af leiðsögn þeirrar krataelítu sem dr. Eiríki finnst hann tilheyra.
Og eins og þetta sé ekki nóg þá bætir hann í:
"Hins vegar höfum við séð að stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa núna í seinni tíð tekið upp sum af þeim stefnumálum og aðferðum sem er beitt í þjóðernispopúlistaflokkum í Evrópu."
Hann nefnir Framsóknarflokkinn sem dæmi og moskumálið sem tröllreið samfélaginu skömmu fyrir síðustu þingkosningar þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti flokksins og flugvallarvina í Reykjavík, sagðist vilja afturkalla lóð til Félags múslima. Einnig nefnir hann fleiri dæmi úr Framsóknarflokknum eins og áherslu hans á þjóðmenninguna, að hið íslenska sé einhvers konar andsvar við hinu útlenska og að meiri afmörkun ætti að vera á milli "okkar" sem tilheyrum þjóðinni og "hinna" sem eru fyrir utan hana. "Ég hef notað tíu einkenni þjóðernispopúlistaflokka og íslenski Framsóknarflokkurinn tikkar í allmörg box af þeim," segir Eiríkur. "Framsóknarflokkurinn var ekki stofnaður sem þjóðernispopúlistaflokkur en hann hefur mjög djúpar rætur til íslenskrar þjóðmenningar. Að því leytinu til er hann á einhvern hátt þjóðernishreyfing."
Að sögn Eiríks er Framfaraflokkurinn í Noregi líklega mýksta útgáfan af þjóðernispopúlistaflokkum í Evrópu en Svíþjóðardemókratar myndu flokkast með hörðum slíkum hreyfingum. "Það er klárt að ef við myndum flokka Framsóknarflokkinn með þjóðernispopúlistum þá væri hann svona í mýkri endanum."
Ef þetta eru vísindi og rökhyggja þá held ég að ég geti alveg eins verið blá kaffikanna með loki. Samhengi eða afleidda rökfræði er mér ómögulegt að finna í þessum orðum doktorsins og prófessorsins frá Bifröst.
Því finnst mér það tilvitnaða hér að framan sem frá doktor Eiríki Bergmann kemur með milligöngu Fréttablaðsins, vera einfaldur kratískur áróður í felulitum fræðimennsku fremur en að teljast til stjórnmálafræða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ja, ég veit ekki hver þessi peyi er sem þú ert að fárast yfir, en hann greinir Framsókn nokkuð rétt.
Þeir eru í alvöru þjóðernissinnaðir popúlistar.
Ef Nazistarnir væru flokkur á Íslandi akkúrat núna, þá væri hann í því sem kallað er *miðjan.*
Samfylkingin er á nokkurnvegin ama stað - ég var að reyna að ráða fram úr því með því að lesa heimasíðuna þeirra, en hún er svolítið þokukennd, svo það verður ekki almennilega greint.
Samkvæmt XS.is segjast þeir, mjög undir rós, vera svolítið til hægri við Hitler co. Vegna þess að þeir telja að það selji betur. Popúlismi, sko. Miðað við það sem þeir hafa verið að gera eru þeir nokkurnvegin spot on þar sem NDAP var í denn. Ekki alveg jafn sjúklega á móti gyðingum samt.
Sjálfstæðisflokkur & VG eru sitthvoru megin, auðgreinanlegir frá, en með mjög áberandi fasískum einkennum, vegna þess að án þeirra fengju þeir engin atkvæði. Og engar mútur.
Píratar eru svo hreinir popúlistar. Eða eins hreinir og þú getur fengið. Þeir eru að miða á einhvern markhóp sem ég fæ ekki betur séð en að þeir séu smám saman að átta sig á að er frekar lítill.
Um útlendu flokkana sem taldir eru upp veit ég ekkert, en ef þeir eru kallaðir *hægri öfga,* þá get ég lofað þér því að þeir eru ansi langt til vinstri.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.9.2014 kl. 01:16
Sæll Frændi
Alveg var ég gáttaður þegar ég sá þessa grein. Lifir maðurinn í einhverjum öðrum heimi en skynsamt fólk?
Ágúst H Bjarnason, 28.9.2014 kl. 07:36
Þeir eru góðir sman á Bifröst Eiríkur Bergmann og Villi "vörugjöld" Egilsson
Kristmann Magnússon, 28.9.2014 kl. 09:22
Takk fyrir frændi, það er þá eitthvað líkt með skyldum þegar við hnjótum báðir um Bergmann. Ég hef lengi haldið það sem þú segir um það hvar þessi Bergmann lifi. Hann er svo einbeittlega andsetinn.
Ásgrímur, það er ómótmælanlegt að Framsókn beitti pæópulisma til þings og sveitarstjórnakosninga. Sigurinn í AlÞingiskosningunum var ekki ókeypis fyrir þjóðina þó ég sé ekki sannfærður um að skuldaleiðréttingin hafi virkað í sinni mynd. Það sem hefði þurft að gera árið 2009 var annað en það var að breyta vísitölunni almennt.
Pírata greinir þú nokkuð rétt finnst mér, ég skil þá ekki öðruvísi en hreina kaupmenn í borgarstjórn í Reykjavík. Selja sig fyrir auð og völd. Hafa fleiri svo sem gert.
Ef kvótakerfið er skilgreint af þér sem fasismi þá skil ég það. En ég kem ekki auga á margt annað sem megi flokka þannig hjá hjá XD. Hjá XS er þetta auðsætt því þeir hafa bara eitt ríki, eina alþjóð og einn foringja en enga sjálfstæða hugsun aðra.
Halldór Jónsson, 28.9.2014 kl. 09:49
Eins og Halldór fór ég alltaf í vont skap af að lesa áróðursbleðilinn sem kallast Fréttablað, og lokaði hann úti fyrir löngu. Það eru samfylkingar eins og Eiríkur áróðursmaður á Brusseldýrðina sem valda ógleði.
Þau fullyrða út í loftið, enda verður ófræðilegt bull ekki rökstutt. Þau gera engan mun á þjóðernissinnum og hinsvegar á þjóðlegum flokkum og fólki og siðum. Þetta er forherðing og af fjarlægum hnetti.
Elle_, 28.9.2014 kl. 10:30
Elle, mér líkar málnotkunin hjá þér.Samfylkingur, brjóstmylkingur. Svo tek ég ofan fyrir þér og þínum skoðunum að vanda.
Halldór Jónsson, 28.9.2014 kl. 10:49
Postular Samfylkingarinnar láta ekki að sér hæða.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.9.2014 kl. 11:53
Sæll Halldór
Afskaplega fyndinn og velskrifaður ritdómur um ómerkilegan áróðurs pistil erindreka ESB
Jónatan Karlsson, 28.9.2014 kl. 12:16
Eiríkur talar um að nota þau gildi og hugtök sem passa inn í nútímann, fyrir gamla hugmyndafræði og skipta einfaldlega um nafn.
Hvað hafa kommar og sósíaldemókratar skipt oft um nafn og kennitölu á síðustu 100 árum? Eigum við að ræða það eitthvað nánar?
Theódór Norðkvist, 28.9.2014 kl. 12:53
Óskaplega er hún lífseig kommafóbían Theodór. Þessi Eiríkur er auðvitað bara stórt barn sem hefur lært lexíurnar sínar um þúsundáraríkið ESB þar sem allir þjáðir menn í þúsund löndum fá senda gjafakörfu óbeðið.
Kommúnisminn er illskárri í mínum huga en þessi bláeyga sýn á mystiska tilveru jólasveinsins í Brussel eða Genf og/eða bænahringurinn í Hörpu utan um kvótagreifa og gerspillta kontórista af hægri væng sem lenda í illu umtali.
Árni Gunnarsson, 28.9.2014 kl. 14:52
Sæll kæri Halldór. Einhvern tímann skrifaði ég á bloggið þitt að miðað við það hvernig málflutningur dr. Eiríks hafði verið um langa hríð og einkenndust af ví að hann faldi áróðursskrif sín á bak við fræpimannastimpil þann sem hann ber, því óakademískur er hann í flestu með skrifum sínum til að mynda varðandi ESB- glýjuna.
Ég má tul með að skjóta hér inn fróðlegri lesningu frá því í mai í fyrra en þar er vitnað í ræðu forsætisráðherra Ástralíu um múslimana og hversu þreytt ríkisstjórn þar suðurfrá var á yfirgangi og frekju þeirra í Ástralíu og umræðunni þar og volja þeirra til að breyta þjóðfélagsgerðinni og kvarta undan kristni og annað í þeim dúr.
http://kiddikef.blog.is/blog/kiddikef/entry/1299668/
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.9.2014 kl. 15:16
Sæll Halldór.
Fyrir margt löngu hætti ég að lesa Eirík Begmann, skapsmunir mínir þolda ekki fræði þess óknyttastráks.
En pistlar þínir eru góðir og koma manni í gott skap.
Gunnar Heiðarsson, 28.9.2014 kl. 17:35
Árni minn, ykkur rauðliðunum er stundum illa við að bent sé á staðreyndir. Ég hefði alveg getað sagt sossar (þ.e. sósíalistar) eins og kommar, allir þessir þrír hópar hafa skipt um nafn og kennitölu trekk í trekk og klætt sig í nýja búninga.
Þetta er meira og minna sama tóbakið í mínum huga, aðdáun á ríkisrekstri og skattpíningu sameinar þessa hópa, þó þeir hafi verið nokkuð sundraðir í gegnum tíðina og haft marga smákónga en fáa skynsama samningamenn.
Kommúnistaflokkur Íslands -> Sósíalistaflokkurinn, sameiningarflokkur alþýðu -> Alþýðubandalagið + Alþýðuflokkurinn -> Kvennalistinn, Bandalag jafnaðarmanna, Samtök frjálslyndra og vinstri, Þjóðvaki o.fl. -> Samfylking alþýðunnar + Vinstri græn -> Alþýðufylkingin (VG aðallega held ég), Björt Framtíð...
Sennilega gleymi ég einhverju og nöfnin ekki alveg hárrétt, en það er þá einfaldlega vegna þess að vinstri menn eru svo afkastamiklir í kennitöluflakkinu að flestir hafa ekki undan að hafa reiðu á öllum þessum flokkum og flokksbrotum.
Theódór Norðkvist, 28.9.2014 kl. 18:22
Já var ekki Sjálfstæðisflokkur 85 ára í mai síðastliðnum..................................
Lítið um kennitöluflakk þar ef frá er taliðð að hann var stofnaður með því að sameina Íhaldsflokkinn og Frjálslynda flokkinn árið 1929.
Við það tækifæri var var kveðið á um tvö meginatriði sem flokkurinn skyldi hafa að leiðarljósi. Annars vegar var því lýst yfir að undanbragðalaust yrði að vinna að því að landið yrði sjálfstætt þegar skilyrði væru til þess samkvæmt sambandslögunum.
Hins vegar sagði að flokkurinn ætlaði:
„Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.9.2014 kl. 18:29
Fræðagrein um meinta öfga hægri og rasista framsóknar skrifað af mikilli tilfinningu af íslenskum ESB sinna og krata. Það gerist ekki fræðilegra.
Guðmundur St Ragnarsson, 28.9.2014 kl. 22:01
"ykkur rauðliðunum.....illa við að bent sé á staðreyndir". Þetta segir mér alveg nóg. Það er nefnilega ekki í þínum huga pláss fyrir aðrar skoðanir á mönnum og málefnum en þeim skoðunum sem koma frá rétttrúuðum eða "rauðliðum". Og þá er ég nú orðinn rauðliði.
Bara góður, Theodór!
Árni Gunnarsson, 28.9.2014 kl. 22:04
Afsakaðu Árni, hefði sennilega ekki átt að flokka þig með svokölluðum rauðliðum. Var samt meira að meina þá sem hafa ákveðið stefnuna (oft örfáar manneskjur, lengi vel Jóhanna og Steingrímur) fyrir vinstri flokkana. Ríkisforsjá og skattadýrkun hafa ávextirnir orðið, lengst af. Ekki það að sjallarnir hafi verið eitthvað skárri í þeim efnum sem öðrum.
Theódór Norðkvist, 29.9.2014 kl. 00:07
Halldór, takk fyrir þetta. Það væri í alvöru himneskt að vera með bláa kaffikönnu með loki, meira að segja græna, frekar en þessi geimverufræði.
Elle_, 29.9.2014 kl. 00:19
http://www.bifrost.is/islenska/um-haskolann/frettir/nr/89336/
Annars var þetta fjörlegur pistill hjá þér Halldór, nóg af uppnefnum, dylgjum og innihaldslausu þvaðri - það eina sem vantaði voru einhverjar röksemdir..
En áróður er mönnum yfirleitt ekki að skapi, nema þegar viðkomandi er sammála áróðrinum..
Fer Eiríkur rangt með þegar hann talar um uppgang flokka sem byggja á ákveðinni öfga hægri stefnu sem felur í sér að alið er á andúð á útlendingum - ég sá ekkert í þínu röfli sem mótmælir því..
Margur heldur mig sig á ágætlega við hér..
Jón Bjarni, 29.9.2014 kl. 01:03
Það er eitt sem mér finnst annars afar forvitnilegt við þessa ESB umræðu sem hefur verið í gangi síðustu ár.. Það er það hversu miklu púðri andstæðingar ESB eyða í að níða þá sem eru þeim ekki sammála.. Ég hef ekki mikið tekið eftir því að þeir sem hafa verið að tala fyrir ESB standi í því - sérlega sorglegt að lesa t.d. margar athugasemdirnar hér..
Hvernig ætli standi á þessum muni sem er á þessum tveimur "fylkingum"
Getur verið að dónar séu líklegri til að vera á móti ESB en þeir sem eru ekki dónar?
Þetta er jafnvel rannsóknarefni
Jón Bjarni, 29.9.2014 kl. 01:07
Mestu dónarnir (og yfirgangsliðið) eru akkúrat landsölumennirnir. Þeir hafa lengi ráðist á fullveldissinna og kallað öllu illu: Útlendingahatara, þjóðrembinga, öfgamenn + + + , eins og það hafi nú eitthvað með fullveldi að gera. Og ekki síst fyrir að vilja ekki borga evrópsku og samfylkingarkúgunina ICESAVE. Það er ekkert að marka það sem þú segir.
Elle_, 29.9.2014 kl. 09:09
Ég stend með Jóni Bjarna en ætla annars ekki að taka þátt í þessu skítkasti sem hér fer fram.
Baldinn, 30.9.2014 kl. 09:13
Hann er sko heppinn að fá þig með honum. Það þarf að skýra útlendingaandúð og útlendingahatur og útlendingaphóbíu fyrir honum.
Elle_, 30.9.2014 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.