Leita í fréttum mbl.is

Gróðurhúsamenn byrja með blekkingar

í Morgunblaðinu í dag. Þar segir svo:

"Áætlað er að 50-60 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi losni út í andrúmsloftið frá eldgosinu í Holuhrauni á hverjum degi. Frá því að gosið hófst í lok ágúst má því ætla að losunin nemi 1,6 til 1,7 milljónum tonna. Það er rúmlega þriðjungur af heildarlosun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum árið 2012. "

Samtals innflutningur jarðefnaeldsneytis til Íslands er áætlaður 724.000 tonn  Ef þetta breyttist allt í koltvísýring  sem það gerir nú ekki, og varla getur þetta  þyngst við að brenna, þá segir fréttin í Mogga að heildalosun  Íslendinga af gróðurhúsalofttegundum sé 5 milljónir tonna á ári og aðeins sjöundi partur væri þá að koma frá öllum 300 þúsund bílunum  okkar og skipunum. Er þá stóriðjan restin? Eða eru hverirnir og kulnuð fjöll á okkar ábyrgð eins og kýrrassarnir? 

Nú er áður búið að áætla að allt að 60.000 tonn af brennisteinslofti geti komið úr Holuhrauni á sólarhring. Hvað kemur þá af gufu og koltvísýringi?  Upp er komið hraun sem nemur 0.5 kúbikkílómetrum, líklega þá  hátt í billjón tonna af föstu efni á 30 dögum eða þúsundmilljón tonn . Á dag gerir þetta 33milljónir tonna. Tvö prómill af þeirri þyngd  fara þá upp í loftið sem brennisteinn eða 60.000 tonn. Hvað fer þá mikið af  CO2 sem þeir Goremenn óttast svo mjög?  

Útblástur CO2 frá jarðhitavirkjunum er að meðaltali þrítugfalt  magn af CO2 á hverja einingu af brennisteini eftir því sem tölur frá Orkustofnun segja mér frá 2001, þó dreifing sé vissulega mikil milli staða.  Þá gætu verið að fara út um  Holuhrauni um tvær milljónir tonna gróðurhúsalofttegunda á sólarhring eða ársútblásturinn á svona þremur dögum.  Fær þetta mig ekki til  að efast um útreikninga Morgunblaðsins?

Gróðurhúsaáróðurinn  í fyrstu málsgrein Morgunblaðsgreinarinnar  heldur því fram að eldgosið hafi engin teljandi áhrif  í samanburði við heildarlosun Íslendinga af gróðurhúsalofttegundum sem nemi 5 milljónum tonna. 

Enn segir í Morgublaðinu: 

"Koltvísýringslosun eldfjalla heimsins, ekki aðeins í eldgosum, er áætluð á bilinu 65-320 milljón tonn á ári, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Losun af mannavöldum er hins vegar af stærðargráðunni 35 milljarðar tonna á hverju ári og fer vaxandi."

Holuhraunið er þá langt komið með alheimskvóta eldfjalla  Veðurstofunnar á einum mánuði. Eftir þessari frétt eru 350 þúsund Íslendingar svo persónulega ábyrgir fyrir 1.5 prómillum  af útblæstri mannkynsins en eru varla hálft prómill  mannkyns. Erum við svona stórveldi? Eigum við að trúa öllu sem stendur í Morgunblaðinu hvað þessar tölur varðar?

Mér finnast allar þessar tölur ekki renna styrkum stoðum undir loftslagsvísindin enn sem komið er. Auðvtað er erfitt að telja hundrað flær á hörðu skinni eða gasuppstreymi úr eldfjalli.  En er ástæða til að rayna að blekkja okkur með því að eldgos hafi engin áhrif á boðskap Al Gore og hans nóta um uppsöfnun svokallaðra gróðurhúsalofttegunda ?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú skilur ekki, CO2 úr bílum er vont, en CO2 úr eldfjöllum og útöndunarlofti hinna og þessara lífvera er gott.

Einfalt, sko.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.9.2014 kl. 15:43

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Merkileg villa hjá verkfræðingnum. Jarðefnaeldsneyti er fyrst og fremst kolefni og vetni.

Við bruna bindast bæði kolefni og vetni við súrefni úr andrúmslofti og úr verður CO2 og H2O. Atómmassi súrefnis er eitthvað meiri en kolefnis og margfaldur atómmassi vetnis.

Sú staðreynd að lofttegundir sem myndast við bruna eru þyngri en það sem brennur var forsenda þess að menn uppgötvuðu súreni á sínum tíma.

Eitt tonn af jarðefnaeldsneyti er massalega að mestu kolefni. Þar sem það binst í hlutföllunum 1:2 við súrefni má gera ráð fyrir að milli tvö og þrjú tonn af koltvísýringi losni við hvert tonn af jarðefnaeldsneyti sem brennt er.

Ef innflutningur á jarðefnaedsneyti er 724.000 tonn má því gera ráð fyrir losun upp á hátt í tvær milljónir tonna. En nú er framleiðsla á áli um 800.000 tonn á ári, og álframleiðslan losar rúm 1,6 tonn af koltvísýringi per tonn þ.a. álframleiðslan ein losar 1,5 milljónir tonna.

http://www.samal.is/media/almennt/Alidnadurinn-spurningar-og-svor.pdf

Kolaskautin sem notuð eru í álframleiðslu teljast væntanlega ekki vera "eldsneyti" þar sem þau eru notuð sem rafskaut.

Samtals er þetta því nokkuð nærri 3,5 milljónum tonna á ári af koltvísýringi, en miðað við fréttina hjá MBL virðist heildarlosun Íslands reiknast c.a. 4,5 milljónir tonna gróðurhúsalofttegunda.

Samkvæmt Umhverfisstofnun náði losunin mest um 5 milljónum tonna árið 2008 en var um 4,5 milljónir tonna 2010. Þar af reiknast koltvísýringur um 3,5 milljónir tonna, afgangurinn er metangas, flúrgas og nituroxíð ("hláturgas").

http://www.ust.is/einstaklingar/loftslagsbreytingar/losun-islands/

Þrjár síðastnefndu lofttegundirnar eru vel að merkja reiknaðar í koltvísýringsígildum þannig að raunveruleg losun þeirra er nokkuð innan við milljón tonnin.

Svo skil ég ekki alveg hvernig verkfræðingurinn fær það út að Holuhraun sé búið með "alheimskvóta Veðurstofunnar" - 1,5 milljón tonn á einum mánuði er nú talsvert miklu minna en 65-320 milljónir tonna.

Varðandi hvernig menn reikna þessar tölur, það er nú ekki gott að segja. Mjög stór eldgos skilja sjálfsagt eftir sig toppa í mælingum á Hawaii, en hlutfall lofttegunda sem losnar ræðst auðvitað af efnasamsetningu kvikunnar.

Annars treysti ég okkar ágætu jarðfræðingum, jarðeðlisfræðingum og eldfjallafræðingum til að reikna þetta út.

Og svo er auðvelt að leita sér staðreynda áður en farið er að saka menn um blekkingar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.9.2014 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 82
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 3420048

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband