Leita í fréttum mbl.is

Lífseig lygin

er sú steypa, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna við Evrópusambandið!  Þórhildur Þorleifsdóttir endurtók þetta eina ferðina enn blákalt framan í þjóðina í þættinum  Hringborðinu um helgina.

Ekki veit ég hvort þýðir að endurtaka sannleikann einu sinni enn:

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins,(sá eini aðili sem getur skuldbundið þann flokk), samþykkti að hætta viðræðum við Evrópusambandið. Þær yrðu ekki hafnar að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kommarnir halda áfram að þrástagast á útúrsnúningnum og að minnsta kosti hálf þjóðin virðist trúa þeim. Stimplar Sjálfstæðisflokkinn svikara í því að láta ekki fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um að hætta viðræðunum eða ekki!

Einu virðist gilda að Evrópusambandið sjálft er hætt viðræðunum við Íslendinga fyrir sitt leyti. Það það sem meira er og líklega af fenginni reynslu af Össuri. hefur Evrópusmabandið lýst því formlega yfir að það muni ekki hefja viðræður við neitt ríki héreftir sem er ekki ákveðið í að ganga inn í Sambandið.

Það skilyrði hafa Íslendingar aldrei uppfyllt. Hvorki nú né heldur á síðasta kjörtímabili. Stjórnarandstaðan og samkór kratanna heimtar þjóðaratkvæði ennþá í fúlustu alvöru og heldur því blákalt fram að formleg slit aðildarviðræðnanna nú séu svik við þjóðina. Sem er aðeins upptugga gömlu lyginnar og auðvitað orðin hlægileg núna þegar Evrópusambandið sjálft er búið að skella í lás.

Er ekki furðulegt að Össur er til dæmis ekki beðinn um það af fjölmiðlum að útskýra hvernig hann ætli að koma með viðsemjandann að borðinu í ljósi yfirlýsinga ESB, léti ríkisstjórnin undan vitleysunni?

Styrmir Gunnarsson hefði hugsanlega mátt leiðrétta leikstjórann í þættinum og Willum bera  blak af Framsókn.  En þeir sáu hugsanlega að það þýðir ekki að munnhöggvast við flón. Fólk gæti hætt að sjá muninn eins og Murphy segir.

Makalaust hvað þessi lygi er samt lífseig enn í árslok 2014.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Hefur nú tognað eitthvað á ESB tauginni í þér í dag ??

Taktu bara róandi - þá lagast þetta vonandi 

Kristmann Magnússon, 9.12.2014 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband