Leita í fréttum mbl.is

Af hverju Sjálfstæðisflokkinn?

Svo spyr margur maðurinn þegar maður lýsir því yfir að alltaf sé hann Bestur Blái Borðinn eins og hann  Halldór Skaptason, móðurafi  minn, var vanur að taka til orða þegar leið að kosningum.  Og hann hafði yfirleitt rétt fyrir sér í þessu sem mörgu öðru. Hann var einlægur trúmaður og trúði bæði á algóðan Guð og Ólaf Thors.

Og hver er svo grunnforsenda þess að við Sjálfstæðismenn höfum alltaf hert okkur upp með því að við tryðum á sjálfstæðisstefnuna sjálfa ómengaða þegar okkur hefur liðið hvað verst hjá flokknum okkar. Og það er ævinlega fyrir sumar tiltektir foringjanna sem ber af leið.

Okkar gamli formaður og nafni og frændi þess núverandi, Bjarni Benediktsson hinn eldri, sagði við okkur einu sinni niður í hinum nýfriðaða "Holsteini": "Munið þið piltar, að þótt við séum vondir, þá eru aðrir verri."

Þannig hefur flokkurinn haldið kjörfylginu saman í gegn um árin svona ótrúlega vel. Það er nefnilega ekkert annað að fara því allir aðrir kjörskostir eru svo hræðilegir.  Árni Páll, Katrínarnar báðar og svo hryllingarnir þeir Steingrímur Jóhann, Guðmundur Steingrímsson og hann Össur. Öll þessi skelfing veldur órofa tryggð okkar við Sjálfstæðisflokkinn.

Og svo auðvitað líka allt hið sérstaka tryggðaband sem ríkir meðal okkar Sjálfstæðismanna. Við erum eins og ein fjölskylda þegar við hittumst efir langa flokksvist. Við getum sannarlega rifist heiftarlega innbyrðis og tekið margar óvægnar brýnur. En við höldum yfirleitt saman út á við. Við getum nefnilega ekkert annað farið.

Sá sem það gerir og prófar um aðrar lendur stundarsakir og rýfur raðirnar, hann á seint fyllilega afturkvæmt í flokkinn þó hann sé kannski umborinn sem týndi sauðurinn.  Hann er lengi að verða sami Sjálfstæðismaðurinn aftur hversu vænt sem fólki þykir um hann.

Það er öðruvísi með þá vinstri menn. Þeim verður ekkert um trúskiptinga frekar en Henrik af Navarone og að gerast flokka flakkarar,  sem segir mér nóg um þá yfirborðsmennsku og hugsjónaleysi sem virðist tengja þetta lið saman. Sjálfstæðisflokkurinn er hreint bræðralag miðað við það fals og hræsni sem maður horfir uppá um samlyndið til vinstri.

Fyrir okkur hægri menn er valið einfalt. Það er ekki um neitt annað að velja í ljósi reynslunnar frá 1929. Þessvegna verðum við að herða okkur og líða ekki undanslátt við okkar grunnhugsjómir. Það virðist innbyggt í of marga menn að selja frumburðarrétt sinn fyrir grautarskál. 

Það er aðeins gengi Sjálfstæðisflokksins sem ræður því um hvort framfarir þjóðarinnar verða raunverulega einhverjar eða árangurslaust vinstrahringl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þó að Bjarni B. Sé hin prúðasti og sjálfsagt vænsti maður, þá hangir lánleysi Sjálfstæðisflokksins utan á honum.  Hann þagði alla stjórnar tíð Jóhönnu og enn þegir hann.  En þegar saman fer þögn og aðgerðarleysi eins og með Evrópusambands umsóknina, þá er það sneypa okkar allra og lýsir bara verkkvíða eða mótstöðufælni foringjans. Foringjar verða að hafa þor, því ef ekki  þá hefur þegjandi foringi enga meiningu og er þar með ónýtur sem slíkur. 

 En lánleysi sjálfstæðis flokksins er ekki bara lánleysi hans heldu og miklu fremur lánleysi þjóðarinnar.  Í raun eru bara þrír flokkar nú á Áþingi. Tveir íhaldsflokkar og einn kommúnistaflokkur sundur slitinn af monti foringjanna, sem halda hver fyrir sig að hann og eingin annar sé best fallin til að verja sína sér hagsmunni.  Þannig er nú allur samstarfsvilji á þeim bænum og hefur þannig samkomulag löngum prýtt ráðstjórnar trú þeirra.

Það er yfirdrifið nóg að hafa þrjá flokka, en sex  er allt of mikið.  Of margir flokkar sundra lýðræðinu, sérstaklega þegar ein af flokkunum hefur fjóra formenn og áróðursmiðstöð greidda af þjóðinni. .

   

 

Hrólfur Þ Hraundal, 14.12.2014 kl. 13:34

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er vandi stjórnmálaflokka í samsteypustjórnum, eins og á Íslandi, að stefna þeirra, hrein og tær, endurspeglast ekki í orðum og gjörðum ríkisstjórnarinnar. Verk samsteypustjórna eru venjulega einhvers konar moðsuða, hvort sem er í Reykjavík eða Berlín og nú jafnvel í Lundúnum. Stefnu Sjálfstæðisflokksins er vart annars staðar að finna en í samþykktum Landsfundar flokksins.

Bjarni Jónsson, 14.12.2014 kl. 14:11

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Mikið lifandis skelfing er ég sammála þér Hrólfur. Hvað fengum við annað en skelfingar út úr þessu vitringum  öllum í litlu ljótu klíkuflokkunum sem fóru allir í hár saman þegar peningarnir komu. Það er alveg nóg að hafa þrjá flokka.

Þetta er eins og með snafsinn og samsteypustjórnir. Einn er hæfilegur. Tveir eru of mikið. En þrír eru og lítið!

Það varð ekki nógu mikil vitleysa í síðustu stjórninni til þess að þjóðin lærði sína lexíu. Eitt fífl í ríkisstjórn er hæfilegt, Tvö eru of mikið. En þrjú eru of lítið til að verða skemmtilegt eins og þættirnir um Já ráðherra og Humpfrey. 

Halldór Jónsson, 15.12.2014 kl. 23:41

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Bjarni,

því verr gefast heimskra manna ráð....

Halldór Jónsson, 15.12.2014 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband