Leita í fréttum mbl.is

Bara ekkert í Bláskógabyggð

 Hæg en stöðug aukning hefur verið í heildarraforkunotkun í landinu. Lítið bætist við framboðið því ekki er mikið virkjað. Orkukaupendur verða varir við að samkeppni er ekki mikil um að bjóða fram raforku og verðið fer hækkandi. Dæmi um það eru breytingar Landsvirkjunar á skilyrðum fyrir afhendingu á ótryggðri orku sem leiðir að óbreyttu til hækkunar á orkukostnaði fiskimjölsverksmiðjanna. Annað dæmi er minnkandi áhugi orkufyrirtækjanna á útboði Landsnets á orku til að mæta flutningstöpum á þessu ári. Aðeins tvö orkufyrirtæki buðu fram orku og þó ekki næga og verðið reyndist 23% hærra en á síðasta ári. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir að verðhækkunin hljóti að sýna minni samkeppni, að samkeppni um söluna dragi verðið ekki lengur niður.

 Megnið af framboðinni orku kom frá Landsvirkjun, eitthvað frá Orkuveitu Reykjavíkur en HS Orka tók ekki þátt. Guðmundur segir að einhverjar aðstæður hafi verið að breytast á markaðnum.

Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir að gagnaver og annar iðnaður um allt land hafi verið að bæta við sig og almenn umsvif, svo sem í ferðaþjónustu, kalli á aukna raforkunotkun. Landsvirkjun hafi haft ákveðið svigrúm en nú sé að koma að þeim tímapunkti að raforkan verði uppseld.

Með samningum við kísilver hefur Landsvirkjun lokið við að selja þá orku sem hún átti fyrirliggjandi. Björgvin segir ekki hægt að fullyrða hvenær virkjuð orka í landinu verði uppseld en farið sé að styttast í það."

Við þessar aðstæður synjar Bláskógabyggð  undirrituðum um leyfi til að setja upp vindmyllu til raforkuvinnslu við virkjun Hitaveitu Bergstaða. Allir sjá hvernig raforka til lýsingar í gróðurhúsum fer saman við jarðhitavinnslu. Enda leggur bjarmann frá ylræktinni í Reykholti og Flúðum hátt til lofts. Á Kópsvatni er óhemju jarðvarmi fyrir hendi sem enn er ekki nýttur. 

Það er ekki eins og að verðið sé að fara fram á óendurkræfar framkvæmdir  sem spilla náttúru landsins eins og Hálslón og Kárahnjúkastífla. Vindmyllan er fest með hundrað boltum.Séu þeir teknir sést ekkert eftir. Allt horfið. Skipulagsnefnd Bláskógabyggðar leyfir sér að afgreiða þetta út af borðinu til margra ára án þess að reyna á sig.

Áður höfðu sömu yfirvöld bannað jarðeiganda á Skeiðum að setja upp vindmyllur á eigin landi.  Þær myllur hafa verið reistar í Þykkvabæ.  

Afturhaldið hjá byggingaryfirvöldum í Bláskógabyggð er ekki af þessari öld heldur hinni þegar Skeiðamenn riðu til Reykjavíkur að mótmæla símanum. Þrátt fyrir raforkuskort í landinu þá skal bara ekkert gert í Bláskógabyggð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nýleg grein í Morgunblaðinu eftir einn af helstu landeigendum í uppsveitum Suðurlands sýnir að það er enn árið 1965 þarna fyrir austan. Í greinni er mærð svonefnd Hagavatnsvirkjun og haldið frá meginatriði þeirrar framkvæmdar að hún er ekki sjálfbær frekar en stækkun Sandvatns þar fyrir neðan. 

Ástæðan er hin sama og í Hálslóni, að lón aurugra jökuláa fyllast af auri. Sandvatn átti að þekja leirur sem feuk úr, en þegar ég flýg yfir það múna sé ég, að þegar eru komin "aurkeila" efst í vatninu sem á eftir að fyllast af sandi og þá verða leirurnar, sem fýkur úr, miklu stærri en fyrir virkjun. Sama mun auðvitað gerast við Hagavatn.

Þessi hugsun landeigandanna. sem snýst að sjálfsögðu um eigin hagnað af ósjálfbærum virkjunum í gamla stílnum. breiðist út sem trúarbrögð um það að "eitthvað annað" en núverandi orkustefna sé ekki neins virði.  

Ómar Ragnarsson, 12.1.2015 kl. 16:19

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, finnst þér að mönnum sé stætt á því að hafan alfarið grænum , endurkræfum og sjálfbærum virkjunum eins og vinmyllum á grundvelli þess að sumum kunna að finnast þær ljótar? 

Hvernig á að dæma það? Ef 100 manns segja að þær séu ljótar en 90 segja að þær séu ekki svo ljótar, á þá að stoppa bygginguna? Hvað er ljótt? Er til einhver ríkisskilgreining á því? Er það smekkur þeirra sem fyrir tilviljun sitja núna í sveitarstjórn Bláskógabyggðar sem á að ráða? Smekku skipulagsfulltrúans sem þar situr núna? Hvervegna hefur hann aðra afstöðu en skipulagsfulltrúinn í næstu sýslu?

Eru bara geðþóttaákvarðanir sem ráða?

Halldór Jónsson, 12.1.2015 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband