Leita í fréttum mbl.is

Nómenklatúran nærist

vel núna á ummælum Ásmundar Friðrikssonar.

Allir ráðast á hann fyrir kuteisislega uppástungu um að Islendngar kynni sér hverjir byggi þetta land og hverjir séu að koma hingað í stríðum straumum.Þetta má greinilega ekki ræða.

Björn Bjarnason telur sig þess umkominn að hrauna yfir þingmanninn. Það er samt Björn sem ber mikla ábyrgð á því að innflytjendur og hælisleitendur streyma hingað inn vegabréfalausir á grundvelli Schengen. Værum  við ekki í Schengen færi hér enginn inn án vegabréfs. Þá er hægt að kanna bakgrunn hvers og eins án þess að hafa fleiri orð um það. Sami Björn hafði skoðun á því að Hells-Angels í heild sinni væru hér óæskilegir ferðamenn.

Nauðsyn eftirlits sér auðvitað hver lögreglumaður fyrir sig. En ekki höfundar Schengenaðildarinnar sem opnuðu flóðgáttirnar. 

Og Nómenklatúran nærist á því að níða þingmanninn fyrir að hafa skoðun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Björn Bjarnason má eiga það að hann lagði aldrei til að allir áhugamenn um mótorhjól yrðu rannsakaðir sem mögulegir glæpamenn.

Vésteinn Valgarðsson, 14.1.2015 kl. 10:14

2 Smámynd: Jón Bjarni

Vandamálið við það sem Ásmundur segir er að það sem hann leggur til er mjög gróft brot á ekki bara lögum heldur sjálfri stjórnarskránni - það er fullkomlega ólíðandi að maður í hans stöðu láti svona útúr sér.

Jón Bjarni, 14.1.2015 kl. 10:27

3 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Mikið gleður það mig hvað þú ert alltaf hreinskilinn og talar hreint út.

Ég tel það sjálfsagt mál - eiginlega skyldu - að hver einasti maður sem leitar hér hælis sé skðaður.

Auðvitað skal vita um bakgrunn allra sem hingað leita, þó það nú væri.

Meira að segja hver atvinnurekandi sem ræður mann í vinnu skoðar hver er þarna að bjóða sig fram í þjónustu hjá viðkomandi.

Allir vilja hafa samviskusamt fólk í vinnu hjá sér, því það er ekki svo lítið sem þar er lagt í hendur á starfsmanni, svo að traust þarf að ríkja.

Þetta eru allt sjálfsagðir hlutir og óþarfi að gera mál í þeim.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 14.1.2015 kl. 12:19

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Herflufsen, takk fyrir innlitið. Ég hef aldrei vitað til þess að þekking hafi skaðað nokkurn eða nokkra.

Jón Bjarni virðist halda að það geti verið verra að vita en vita ekki.

Véstein skil ég ekki.

Halldór Jónsson, 14.1.2015 kl. 18:21

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Halldór, ágæt hér.  Sú þjóð sem nennir ekki að verjasig, eða er bannað að hugleiða það af stjórnvöldum, er illa stödd.

Ef ekki er tekið mark á fólkinu í landinu, þá gerast mál einsog stjórnarkreppa í Svíþjóð sem ekki er séð fyrir endann á og vaxandi mótmæli í Þýskalandi stafa af því að stjórnvöld þar heyra ekki nema í sjálfum sér.  Núverandi forusta Sjálfstæðis flokksins heyrir best gasprið í andstæðingum sínum.   

Hrólfur Þ Hraundal, 14.1.2015 kl. 21:27

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hrædd er ég um það Hrólfur,en Bjarni Ben er ekki hlynntur úrsögn úr Shengen,eða var það ekki aðspurður á framboðsfundi vorið 2013. 

Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2015 kl. 22:35

7 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Ummæli þingmannsins voru ekki kurteisari en svo, að það ætti að skoða bakgrunn múslima sem búa hér. Það gengur auðvitað ekki. Þeir sem koma inn í landið hverju sinni, eru vafalaust 'skoðaðir' af yfirvöldum eftir tilefni hverju sinni.

Í mínum huga er það t.d. óþolandi að Íslendingur, gamall kall, segi t.d. "Þetta er múslemi" á eftir viðskiptavini hjá mér, en hún er jafnvel Búddatrúar, án þess að ég né hann viti.

Nú orðið hef ég þann háttinn á, að ég er með Kóraninn undir borði og veifa honum í svona tilfellum, og segist vera að kynna mér efni hans, og er jafnvel með í huga að gerast múslemi. 

Ingibjörg Magnúsdóttir, 15.1.2015 kl. 00:57

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Ingibjörg, þetta verður þú að endurskoða með tilliti til Schengen og hælisleitenda sem koma án pappíra

"Þeir sem koma inn í landið hverju sinni, eru vafalaust 'skoðaðir' af yfirvöldum eftir tilefni hverju sinni."

Þeir eru nefnilega akkæurat ekkert skoðaðir. Það er þetta sem Ásmúndur á við en þið kommarnir snúið útúr með

Halldór Jónsson, 15.1.2015 kl. 07:29

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Flestir nauðgarar eru karlmenn. Ætti ekki þá ekki að kanna hneigðir allra karlmanna sem koma inn í landið?

Vésteinn Valgarðsson, 15.1.2015 kl. 11:15

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er alveg sjálfsagt að kanna barkgrunn allra hælisleitenda en það sem Ásmundur lagði til var ekki það heldur að kanna bakgrunn allra íslendinga sem eru múslmar. Þar erum við í fæstum tilfellum að tala um hælisleitendur heldur bæði innflytjendur og fólk sem fætt er hér á landi og getur í mörgum tilfellum rakið ættir sínar til landnámsmanna.Hann var því að leggja til að ákveðin hópur Íslendinga sem engar grumsemdir eru um að hafi eitthvað illt í hyggju verði undir sérstöku eftirliti af þeirri einu ástæðu að þeir játa ákveðin trúarbrögð. Þetta er ekki bara brot á lögum og stjórnarkrá heldur líka svívirðileg mismunun milli íslenskra borgara.

Og þar fyrir utan er þetta einhver óskilvirkasta leiðin sem hægt færi að fara til að berjast gegn glæpum eða hryðjuverkum. Ef þessi leið væri farin færi 99,99% af þeim tíma, peningum og mannafla sem í slíkt eftirlit færi í að fylgjast með seklausu fólki sem hefur ekkert illt í hyggju. Á sama tíma færi þá þeir peningar og mannafli ekki í aðrar og skilvirkari leiðir til að berjast gegn glæpum og hryðjuverkum.

Hvað aðild að Shengen samkomulaginu varðar þá er það okkar öflugasta vopn í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi og hryðjuverk og þá fyrst yrðum við bersjaldaðr fyrir slíku ef við færum úr því samstarfi.

Sigurður M Grétarsson, 15.1.2015 kl. 18:48

11 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það var ánægjulegt að sjá hvernig helstu framámenn og ungliðar Sjálfstæðisflokksins brugðust við vanhugsuðm og fordómafullum ummælum Ásmundar Friðrikssonar. Ég tek ofan sérstaklega fyrir innanríkisráðherra Ólöfu Nordal.

Framsóknarflokkurinn hins vegar er heilum horfinn í þessu, með örfáum undantekningum.

Skeggi Skaftason, 16.1.2015 kl. 13:09

12 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll Halldór, þetta er rétt hjá þér, þessir aðilar eru líklega ekkert skoðaðir ef þeir tilheyra Schengen svæðinu.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 16.1.2015 kl. 22:44

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurður, þú skilur ekkert af því sem ég segi.

Mökkurkálfi er við sama heygarðshornið.

Takk fyrir Ingibjörg, ég held að þú hafir rétt fyrir þér.

Halldór Jónsson, 16.1.2015 kl. 23:38

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Nadia Tamini er íslensk móðir. Hún er alin upp hjá föður sínum Salman. Hún er múslími.Hún vill skilning minn.

Hún getur fengið hann ef hún útskýrir fyrir mér af hverju hún vill undiroka Ísland undir múslímatrú og koma á sharíalögum sem myndu skeðra þau lýðréttindi sem hún nýtur hér þegar faðir hennar fær að handhöggva þjófa á múslímsku Íslandi sem hann stefnir að.

Halldór Jónsson, 17.1.2015 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband