Leita í fréttum mbl.is

Selfossgöng

koma í hugann þegar maður veltir fyrir sér nýlegum myndum af nýrri sprellibrú ofar í Ölfusá vegna þess að núverandi brú er of mjó.

Ýmislegt gæti manni dottið í hug áður en verslun og þjónustu á Selfossi er sýnt beint banatilræði að mínu viti eins og í þessum tillögum hlýtur að felast, sem flytja alla umferðina út úr bænum sem fæddist beinlínis af henni. Hvað getur mönnum ekki dottið í hug?

Mér datt í hug að breikka Ölfusárbrúna sem er líklega ódýrasti kosturinn, annaðhvort beint eða með annarri brú við hlið hennar. Svo datt manni í hug að grafa göng frá hægri akrein Austurvegar til Arnbergs undir ána og upp hægra megin við þjóðveg 1 til Reykjavíkur svona á móts við Ríkissal Vottanna eða Guðnaborgir.

Við Austurveg standa mikið gamlir kumbaldar sem geta vikið fyrir breikkunum hans og hringtorgum. Hvað er bæjarstjórn að hugsa þegar utanbæjarmenn koma með þvílíkar tillögur sem varða lífsgrundvöll Selfossbæjar sem er verslun og þjónusta?

 

Hvað kostar þetta allt saman er svo annar handleggur? En hvað kostar það fyrir Selfoss að láta keyra fram hjá sér á hreint ekki billegri stælbrú sem er allavega ekkert lík hinni einföldu Hvítárbrú?

Útúr Selfossgöngunum gætu svo kvíslast aðkomugöng að Selfossvirkjun sem fengi sitt vatn um önnur göng frá fyrirhuguðu nýju brúarstæði. Tugir Megawatta fyrir iðnaðarbæinn Selfoss og minni Ölfusá innanbæjar? 

Er útséð um Selfossgöng?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418286

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband