Leita í fréttum mbl.is

Dauðastríð

Reykjavíkurflugvallar harðnar á mánudag.

Þá byrjar Knattspyrnufélagið Valur á því verki að ganga gegn vilja 70.000 kjósenda, vilja ríkisstjórnarinnar og árreiðanlega gegn vilja meirihluta þjóðarinnar. Ekkert skiptir máli í þjónkun þessa fyrrum uppáhaldsíþróttafélags borgarbúa við núverandi borgarstjórnarmeirihluta í þeim tilgangi að að græða peninga. Í stað Knattspyrnufélagsins Valur er komið veltigróðafélagið Valur.

Skyldu forsvarsmenn þessa íþróttafélags fjöldans sem sr. Friðrik stofnaði með kristilegu ívafi ekkert velta fyrir sér hver verði áhrif þesaaá fylgi almennings við rauðu treyjurnar?

Það er mörgum heitt í hamsi á feisbúkk eins og honum Guðmundi Tómassyni sem skrifar:

 

"Þetta fólk fer ekkert eftir vilja þjóðarinnar - Þarna eru bara gróðasjónarmið valsmanna látin ráða för.. -- Fékk ekki Valur knattspyrnufélag lóðirnar á þeim forsendum að þarna færu fram íþróttir - En ekki gróðahyggja og byggingarbrask. - Ríkið á bara að taka þessa lóð eignarnámi svo og allar lóðir kringum flugvöllinn og byggja hann upp til framtíðar."

Og enn skrifar Guðmundur:

 

"70 þúsund undirskriftir hreyfa ekki við þessum svikurum í borgarstjórn. -- Það ætti að gera aðsúg að þessu fólki á vinnustað og heima hjá því. - Svona á ekki að líðast.

Guðmundur birtir þessa mynd með pistli sínum sem er einhverskonar gáta held ég.

fylkingin

 

 Maður minnist ýmissa digurbarka sem fóru á þing í síðustu kosningum. Jón Gunnarsson hafði við orð að flytja tillögu um að sækja skipulagsvaldið til Reykjavíkurborgar. Hanna Birna hvæsti víst eitthvað á hann og síðan hef ég ekkert heyrt.

Bæði Sigmundur og Bjarni voru að múðra yfir þessu atferli Dags Bé. og Essbjarnar. Fleiri höfðu verið að ambra eitthvað yfir flugvellinum en síðan er langt um liðið og ég er löngu hættur að gera eitthvað með það sem menn sögðu einhverntímann. 

Reykjavíkurflugvöllur virðist eiga að vera án Neyðarbrautarinnar til framtíðar þar sem aðfærsluvegurinn stefnir beint á enda hennar og án efa rís byggingakrani fljótlega á svæðinu í brautarstefnunni.

Ég er að mikið að hugsa um að hætta að trúa stjórnmálamönnum. Er nokkuð á marka þá yfirleitt? Bara meira miðjumoð um allt og ekki neitt? Aldrei neitt afgerandi um eitt eða neitt ?

borgarstjorn

 

Guðmundur birtir enn þessa mynd þar sem sjá má þá fríðu fylkingu sem eru helstu óvinir Reykjavíkurflugvallar.

 

 

 

 

Páll Ólafsson orti eitt sinn þegar frambjóðendur komu við hjá honum á kosningaferðalagi:

 

 

"Hér í hlaðið rógur reið,

ranglætið og illgirnin.

Lygi og smjaður skelltu á skeið

skárri var það fylkingin."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Reykvíkingar kusu þetta yfir sig, þrátt fyrir að afstaða þeirra til flugvallarmála og umferðarmála væri þekktHélt fólk virkilega að þetta lið myndi breyta afstöðu sinni á kosninganóttinni og líka í ofanálag byrja að fara að vilja kjósenda??????

Jóhann Elíasson, 10.4.2015 kl. 10:59

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Vilji kjósenda var að þetta lið færi frá. Þá dettur inn einn Pírati sem er tilbúinn að framlengja líf þeirra fyrir lítið. Eiginlega ekkert láta þeir hann fá. Manninn í lykilaðstöðunni til gera eitthvað fyrir sína kjósendur. Hvað kýs hann að gera? Ekki neitt nema hleypa þeim aftur að Degi Bé og EssBirni sem kjósendur voru að hafna. Stórmannlegt.

Halldór Jónsson, 10.4.2015 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband