Leita í fréttum mbl.is

Útspil

Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR, um að gerður verði heildarkjarasamningur á vinnumarkaði er óvænt. Sé litið yfir stöðuna frá Eflingu niður til BHM virðist erfitt að hugsa sér að höggið verði á einhverja hnúta eftir hefðbundnum leiðum.

Tryggingargjaldið sem enn liggur með fullum þunga á atvinnulífinu vegna stórfellds atvinnuleysis á ekki lengur við. Ríkið þarf ekki á þessum peningum að halda til að fjármagna atvinnuleysisbætur. Þar er hægt að kreista út 3.5 % fyrir alla án þess að valdi þenslu.Eitthvað er hægt að pína út úr fyrirtækjunum og ríkinu án kollsteypu. Lækka útsvarið hjá sveitarfélögum um 0.5% er raunhæf tillaga til viðbótar. Einhver hækkun persónuafsláttar gæti þá komi til líka.Fækkun opinberra starfsmanna í stjórnsýslunni um 5 % á 2 árum er enn raunhæft markmið sem má leysa með ráðningabanni.

Fækkun ríkisstofnana er annað göfugt markmið. Lífeyrissjóðir leggi ríkinu vaxtalaust fé í ljósi inneignarinnar í sköttum til að lækka skuldir sínar og spara vexti.

En tuga prósenta kröfur vegna nýrra verðmiða á jafnvel þegar úrelta skólagöngu(eldri en 10 ára)félaga í BHM  er hvergi hægt að ansa.

Í samfellu við heildarkjarasamningar byggðum á jafnlaunahugmyndafræði Ólafíu er hugsanleg leið til að bjarga andliti verkalýðsforingjanna sem eru búnir að koma sér út í sjálfheldu sem þeir komast ekki út úr fremur en Hrafnkell Freysgoði á sinni tíð.

Ef hér skella á allsherjarverkföll og verksviptingar þá sýnist mér ráð að fá hingað tyrkneska herdeild til öryggisgæslu til fulltingis lögreglu.

Ólafía kom með útspil. Hver er í forhönd? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Óli Björn Kárason skrifar góða grein í Morgunblaðið í dag.Hann bendir á það að kjarasmningar hafi verið að færast frá því að kjör fólks miðuðust við afkomu fyrirtækja.VR hafði forystu um að fyrir trúlega 2-3 áratugum að tekið var upp á því að semja bara um lágmarkslaun og síðan gat stjórnendaaðallinn skammtað sjálfum sér og þeim sem þeim hugnaðist laun.Tllaga Ólafíu gengur út á að verkalýðsfélög á Landsbyggðinni afhendi Ólafíu og þeim sem hún vinnur fyrir umboð til að semja fyrir sig.Þá yrði haldið áfram með % hækkanir á launum sem gera ekkert annað en að stækka stöðugt það bil sem er á milli hæstu og lægstu launa.Það er fullkomlega eðlilegt að fiskvinslufólk fái hlút í hagnaði fyrirtækja í sjávarútvegi og erfiðisvinna verði metin til launa.Það væri furðulegt ef Landsbyggða félögin féllu í þá gryfju að missa samningsumboðið til stjórnenda í fyrirtækjum á við Faxaflóann.

Sigurgeir Jónsson, 29.4.2015 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 4928
  • Frá upphafi: 3194547

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 4067
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband