Leita í fréttum mbl.is

Menntun metin til launa

segja þeir hjá BHM.

Gott og vel. Hvað er menntun? Til hvers er hún notuð?


Á opinber starfsmaður með gamalt háskólapróf sem fær ekki annað starf en garðyrkju við opinbert skrúðhús að hafa meira kaup en ungur vinnuvélastjóri sem vinnur við hliðina á honum?

Hvað felur eiginlega þetta slagorð, menntun metin til launa, annars í sér?

Hversu hratt úreldist háskólamenntun? Má ekki gera ráð fyrir að tölvutækni hafi breytt ýmsu í störfum þeirra sem lærðu fyrir daga hennar? Sumt af sextugu fólki hefur meira að segja ekki lært að nota tölvur í starfi ennþá. Getur ekki tuttugu ára gamalt háskólapróf án stöðugs starfs við greinina ekki hugsanlega orðið býsna fornlegt?

Á miðaldra doktor í íslenskum rímum sem fær ekki starf við sína sérmenntun á samningi við íslenska ríkið að taka laun eftir launaflokkum allra doktora, lækna og annars sérhæfðs fólks?         

Hvað stjórnar því að fólk velur sér háskólagrein eða starfsgrein yfirleitt?  Ríkir ekki frelsi til þess? Hversvegna er Félagsmálabraut yfirfull meðan skortur er á raungreinafólki? Meiri fyrirhöfn? Hvernig getur maður krafist launa í samræmi við menntun sína og gráðu,fremur en hæfni til að inna starfið af hendi? Myndi formaður BHM leggja allt að jöfnu á skrifstofu félagsins?

Verkfræði til dæmis krefst sífelldrar eftirmenntunar eigi maður að fylgjast með. Áreiðanlega gildir sama um læknisfræði og lögfræði. Sá sem ekki fylgist með lendir útfyrir hliðarlínu þó hann sé kannski fljótari af stað í endurþjálfun.

Svo kemur einhver með snöggsoðnari menntun sem getur gert eitthvað sem lærðu mennirnir kunna en hafa ekki einokun á. Ef sá býðst til að vinna verkið ódýrara en háskólamaðurinn þá gildir það verð fyrir báða. Menntun er ekki metin til launa á samkeppnismarkaði.

Flugumferðarstjórn er grein sem ég held að menn læri  í starfsþjálfun hjá ríkinu. Þeir sem lært hafa fara í félag og verðleggja menntun sína sem söluvarning til ríkisins. Fjölda félagsmanna  er stýrt nákvæmlega af félagsmönnum og þeim sem þjálfunina veita. Menntun er þarna metin til launa en ekki endilega með góðu.

Líku máli gegnir um ljósmæður. Menntun er metin til launa þegar þær sækja fram í kjarabaráttu enn á ný eftir fyrri bráðnauðsynlegar leiðréttingar þá. Sérmenntun slíkra hjúkrunarfræðinga er metin til launa.

Mér finnst slagorðið á fána BHM ekki vera nein tæmandi lýsing á verðmæti söluvörunnar. Sá sem ræður sig í vinnu er að selja vinnu sína en ekki misjafnt fengna prófgráðu

Skulu söluvörunar sjálfar ekki frekar metnar til launa? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hér er ýmislegt að athuga. Fyrir það fyrsta kostar ríkið öll aðföng til menntunar, svo sem kennslu og aðstöðu og má segja að ríkisjóðru kosti menntunina.

Það sem nemandinn leggur framm er að vinna kauplaust í x mörg ár við að mennta sig og verður því af kaupi sem hann hefði getað verið á sem vinnuvélaastjóri eða þess háttar. Til að komast af með sig og sína tekur hann lán og þarf Að greiða þau af starfstekjum sínum, sem sá sem menntar sig ekki þarf aldrei að hafa áhyggjur af.

Þjóðríkið getur ekki verið án sérhæfðar menntunar og fólk leggur mikið á sig til að mennta sig og þarf þess vegna að fá umbun fyrir það og öll árin sem það vann kauplaust.

Menntun afskrifast mjög fljótt þó grunnurinn sem slíkur standi. Menntun sem fólk hefur hlotið bæði með skipulögðu námi og svo með reynslu getur dugað nokkuð lengi þó ýmislegt fyrnist og fólk verði að endurþjálfa sig svo sem að nota flóknari tæki og aðferðir. Menntun er eitt af því fá sem ekki er hægt að taka af fólki.

Ekki meir að sinni, set þetta svona inn til hugleiðingar.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.4.2015 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband