Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin 15 ára

í dag. Ég gleðst mjög yfir ástandi hennar enda verið lítill aðdáandi krata og komma í gegn um tíðina. Raunar  tel ég eins og fleiri á undan mér, að krateríið sé einn versti óvinur mannkynsins.

Hinn dæmigerði Krati  er í mínum huga holdgerfingur apans í dæmisögunni þegar apinn var fenginn til að skipta ostbitanum milli tveggja. Hann  skipti í tvennt og beit í þyngri bitann til að létta hann en beit of mikið og svo áfram þangað til ekkert var eftir.

Hugsanlega er íslenska orðið bitlingur í pólitík komið frá þessari dæmisögu þegar rætt er um jafnaðarmennskuna. En hún gengur út í að lækka þá hærri niður til hinna lægri svo allir hafi það nokkurn veginn jafn skítt en bitlingsþeginn aðeins betur.

Alikratar kallast sú tegund þeirra krata sem lifa á kerfum. Tryggingastofnun Ríkisins er nærtækt dæmi. Ásókn krata í að ganga í ESB skýrist ekki hvað síst á atvinnusjónarmiðum handan við T.R. sem er hugsanlega fullbókuð. En í Brussel er að finna háborg búrókraterísins eins og þekkt er og stærsta vaxtarbrodds kratahugsjónarinnar.

Alþjóðlega kratastefnan um að skattleggja og eyða lýsir stjórnlyndi stefnunnar, allt frá Clinton niður í Jóhönnu. Eini munurinn á hreinræktuðum kommum eins og t.d. Steingrími J.í VG og krötunum hjá Árna í Samfó, er spurningin um aðferðafræði. Kommar vilja berja og lemja alla hægri menn til hlýðni en kratar segjast aðhyllast meiri hófstillingu. Engu af þessu fólki er samt treystandi fyrir horn í pólitík samkvæmt reynslu sögunnar á Íslandi og pólitísk loforð þess eru yfirleitt einskis virði.

 

Það er mér gleðiefni við þessi tímamót að horfa upp á innanhússvandamálin í Samfylkingunni. Það huggar mann aðeins að það er ekki alveg eins slæmt í manns eigin flokki þó ekki sé það nú algott.

Þá er ég búinn með heillaóskirnar til afmælisbarnsins. Sem ég skal fúslega viðurkenna að ég set saman í nokkrum hálfkæringi. En getur maður annað?. Er ekki Samfylkingin bara sprenghlægileg? Á ekki að hlæja og fagna í 15 ára afmælum sem öðrum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 3418433

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband