Leita í fréttum mbl.is

Valkvíði ?

er nokkuð þekkt fyrirbrigði og getur reynst mönnum erfiður í pólitík. Hann getur áreiðnalega valdi nokkru um hversu kosningaþátttaka er orðin lítil og minnkandi víða um lönd.

Þetta fyrirbrigði virðist ekki einskorðað víð Island sem hefur samt blessunarlega sloppið betur við þetta en margir aðrir.

Bandaríkjamenn eru velþekktir fyrir slæma kosningaþátttöku og svo er víst orðið um Svissara líka, sem oft gengu til lýðræðislegs þjóðaratkvæðis og gera enn. En hvenær hætta kosningar að vera marktækar og hvenær ekki?

En hver er hættan af því að kjósendur sitja heima? Þetta er nefnilega án gamans með kosningaréttinn og getur reynst hættulegt. Og er það ekki kaldhæðið að fyrst skuli fólk láta lífið í baráttu fyrir kosningarétti.Og geri svo ekkert með hann þegar hann er fenginn. Þá segir það frambjóðendur stjórnast af einkahag en ekki þjónustulund. Er þetta ekki skrumskæling á lýðræðinu sem enginn þjóð hefur ráð á?

Í stað þess að margir vilja fá að rassskella þá sem ekki kjósa og finnast þeir ekki eiga annað skilið, meðtalinn undirritaður, þá vilja aðrir beita mútum. Þú fáir hreinlega sporslu fyrir að mæta en sekt fyrir að mæta ekki. Mér finnst alveg kominn tími á að hugleiða þetta, sér í lagi eftir lestur bréfs kunningja míns sem ég birti hér í leyfisleysi.

En einn vinur minn einn í Bandaríkjunum sendi mér þessar hugleiðingar um stjórnmál hér og þar í heiminum.

Sem sjá má af bréfi hans eru ýmsir bandarískir kjósendur uggandi um framtíð lýðræðisins.  Er það svo frábrugðið þjóð sem er tilbúið að kjósa sér trúða eða andhetjur til lýðræðislegrar forystu? Gefur að því að virðist ekkert fyrir alvöru og yfirvegun?  Fyrirlítur einhvern fjórflokk sem skilgreindur er á Útvarpi Sögu með þeim afleiðingum sem skoðanakannanir sýna?

Eru aðspurðir kannski að grínast þegar þeir eru spurðir spurninga sem þeir vilja ekki svara? Er þeir að gefa viðvörun til okkar stjórnmálamanna að þeir skuli vanda sig eða ella?

En svo skrifar vinur minn:

"Undanfarið höfum við heyrt mikið um Egyptaland og af pólitískum sviptingum þar Flestir fjölmiðlar virðast viðurkenna með semningi  að hlutirnir yrðu þar hafi ekki verið allir í lagi   undir forystu múslima.

Bræðralag  Múslíma  og  fylgismenn Morsi  Forseta Egyptalands, klifa á því aftur og aftur, að sem kunnugt er var hann "lýðræðislega kjörinn".

Áður hafði  Mubarak  verið "vondur" einræðisherra og fantur nauða grófur. En  landið var samt að gera það all gott undir hans stjórn efnahagslega.  Margir  ferðamenn komu til landsins og fannst óhætt að heimsækja Pýramídanna. Voru bara hæstánægðir að láta selja sér falsaða fornmuni.

Núna myndi  ég kki áræða að drepa niður fæti í Egyptalandi. Þar er maður ekki lengur óhultur , þó svo að  forn-Egyptaland hafi alltaf heillað mig sérstaklega. Og margir virðast sömu skoðunar og ég og svo er komið að hagkerfi Egypta er í rústum. Landið er í uppnámi og öryggislaust. En  munum það að  Morsi var lýðræðislega kjörinn. Hallelúja!

Núna segir Bræðralag  Múslíma að  pýramýdarnir séu  heiðingleg tákn, og þeir krefjast þess að þeir verði sprengdir í loft upp! Hversu margra  megatonna  mun það krefjast? Getur komið til þess?

Það hefur rifjast upp fyrir mér, að aðrir leiðtogar í fortíðinni  voru einnig "lýðræðislega kjörnir ", en snerust i  hring  og komu á  einræðisríkjum fyrir sig í kjölfarið.

Þýskaland:

Flokkur  nasista  í Þýskalandi vann 43,91% atkvæða í þýskum alþingiskosningum 1933 og hlaut  288 fulltrúa á þinginu. Leiðtogi þeirra  Adolf Hitler myndaði  samsteypustjórn með 88,74%  kjósenda á bak við hana.

Eins og framvindan varð, þá náðu  nasistar völdum með því að reka  88 fulltrúa  kommúnistaflokksins  af þinginu sem óstjórntæka.. Við þessa aðgerð aðstoðaði  kaþólski  Miðflokkurinn , með samtals 73 þingmenn, Hitler gafst tækifæri (eftir þinghúsbrunann, sem sumir sögðu að hann hefði sjálfur orsakað) til i að grípa til neyðarlaga  heimildar í stjórnarskránni  sem "tímabundið" gaf honum  í meginatriðum alræðisvöld með 63,38% meirihluta í þinginu.   Allt mjög lýðræðislegt að sjá. Engar frekari kosningar voru nauðsynlegar eftir þetta.

Refurinn hafði tekið  hænsnabúið  yfir!!

 

Egyptaland:

Bræðralag  Múslíma vann  kosninginguna næst á eftir  Mubarak með 51,7% atkvæða kjósenda. Kjörsókn vara aðeins r 43,4%.   Morsi breytti stjórnarskránni 2012 sem gaf  honum í meginatriðum einsræðisvald. Þjóðaratkvæði studdi þessar ráðstafanir hans  með  63,8% meirihluta en með kjörsókn aðeins upp á  20,9% kjósenda.  Í  millitíðinni fór  Egypska  hagkerfið í rúst eins og það er núna.

Þegar kom fram á 2013, fóru  milljónir Egypta hafa í frammi mótmæli gegn Morsi. Og svo tók herinn völdin .

Fréttir fjölmiðla voru mjög misvísandi .Lýðræðislega  kjörnum  stjórnvöldum  hefur verið steypt af stóli af hernum! Hjálpi okkur hamingjan!  Hvað er næst?

Hinn  illi her lætur gera nýja stjórnarskrá , sem í raun veitir verulega bót  borgaralegra réttinda, þar með talin aukin réttindi til kvenna. Þetta er sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ha, ha, segja þeir – þegar þessi stjórnarskrá sigrar með 98% greiddra atkvæða en með 36,8% kjörsókn.

En við heyrum núnan að þetta hafi verið ekkert að marka vegna dræmrar kjörsóknar. Að það hafi verið veruleg fjarvera kjósenda sem olli því að þetta er í raun ógilt?   Ég hef samt aldrei  heyrt það áður að kosningar séu ógildar vegna þess? Lítum okkur nær?

USA 2012:  

Í þessum kosningum eru það aðeins 57,5% bandarískra  sem nenna því  að kjósa Forsetann Obama! Og hann fékk aðeins 50,4% greiddra atkvæða.  

Nú ríkir hann með tilstyrk vanrækslu og málæðis þingsins  og er iðinn við að gefa út Stjórnskipunarleg fyrirmæli, Executive Orders,  sem eru andstjórnarskrárlegar í rauninni grannt skoðað.

Var Hitler að gera mikið annað?  Var Morsi að gera mikið annað?

Gleðilegt lýðræði landar mínir. Hafið ekki fyrir því að kjósa næst? Skiptir það einhverju  máli?  Er ekki bara að lögleiða MJ,Meth, Kókaín og hvað sem þú kýst  þér sem afþreyingarlyf svo þú getir eytt tímanum í draumalandinu?

Erum við ekki alveg  að komast þangað."

 

Hver er orsökin bak við þessa hegðun kjósenda? Er það valkvíði?Vantraust að gefnu tilefni?  Er það trúnaðarbrestur milli kjósenda og frambjóðenda svipað og átti sér stað í kvótamálinu.

Það er hinsvegar morgunljóst að Íslendingar verða að herða sig hvað lýðræðið varðar. Allt of mikið er í húfi fyrir okkar þjóð sem á óendanlega kosti sem geta tryggt henni góð lífskjör löngu eftir að síðasti kratinn er farinn til síns heima frá Brüssel.

Mér finnst að við verðum að taka þátt í lýðræðinu, nauðugir viljugir. Án valkvíða eða annarrar vitleysu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er enginn valkvíði her í USA, það er ekkert val. Með öðrum orðum það skiptir engu máli hver er kjörinn á þing eða í ríkisstjora og forsetastólinn.

Þingið er að flýta sér að gefa frá sér öll völd sem þingið hefur samkvæmt stjórnarskrá, forsetinn gefur út stjórnarskipuleg fyrirmæli og Hæstiréttur býr til lög, sem auðvitað Rétturinn hefur ekki leyfi til.

Fyrir síðustu þingkosningar lofuðu repúblikanar, gefið okkur meirihluta í báðum deildum þingsins og við komum þessu öllu i lag og það verður stjórnað samkvæmt stjórnarskrá.

Hvað gerðist, Repúblikanar eru með meirihluta i báðum deildum og þeir hafa gefið upp vald þingsins á meiri hraða en fyrirrennarar þeirra gerðu.

USA er smátt og smátt að renna inn í konungsveldi og yfirgefa stjórnarskrár fulltrúa lýðveldi. 

Hver er munurinn á núverandi forseta og fyrirrennara hans, ég get ekki séð muninn, báðir eyðsluseggir og stjórna eins og kóngar.

Hvers vegna eiga kjósendur að eyða tíma sínum í biðröð á kjörstað þegar að það skiptir ekki máli hvor flokkurinn verður með völdin, óstjórninn verður hvort eð er sú sama.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.5.2015 kl. 18:18

2 Smámynd: Kristmann Magnússon

Góð lýsing hjá ykkur báðum og þetta er á hraðferð hingað 

Kristmann Magnússon, 13.5.2015 kl. 20:48

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Mikið andskoti er að heyra í ykkur báðum.Jóhann, ég held að þú sert maður sem vill standa í lappirnar en átt erfitt með að sætta þig við endalausar lygar af pólitíkusum. Ég er sama sinnis en ég vil vera virkur í andstöðunni við þessi helvíti öll sömul.

Mannsi trúir öllu komi það frá Brussel. Nema hann varð þó fyrir þeirri eldingu að einn stjórnmálaður efndi það sem hann lofaði þegar Bjarni Ben felldi niður helvítis vörugjöldin. Þá varð mannsi glaður í fyrsta sinn frá því að Borgaraflokkurinn dó drottni sínum hér um árið.

Halldór Jónsson, 13.5.2015 kl. 21:30

4 Smámynd: Kristmann Magnússon

Bara að það sé alveg á hreinu þá var ég aldrei glaður þegar Borgaraflokkurinn dó drottni sínum.

Og bara að það sé líka alveg á hreinu þá kemur meira af viti frá Brussel en frá heilugu lansfundunum hjá Sjálfstæðisflokknum, sem Halldór heldur að stjórni öllu í heiminum !

Enda setjum við það flest sem kemur frá Brussel í lög og reglugerðir hjá okkur

Haldór - opnaðu augun maður  

Kristmann Magnússon, 13.5.2015 kl. 23:43

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta er bara staðreynd hérna í USA, þingið er gera sig algjörlega valdalaust. 

Í síðustu viku gaf það upp réttinn til að stöðva rugl milliríkjasamninga sem forsetinn gerir og í þessari viku eða næstu gefur þingið upp réttinn til að stöðva rugl viðskiptasamninga.

Getur almenningur gert eitthvað í þessu hér í USA þegar þingið virðir vilja borgarana að vettugi, já Artcle 5 of the constitution gives the States the rignt to change the way they work in Washington.

Grasrotinn er að arkitera fyrir þessu, en þetta er eina vonin að það sé hægt að beisla þessa vitleysu í Washington. En brekkan er mjög brött.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.5.2015 kl. 15:15

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Mannsi, þú varst eindreginn fylgjandi þess að borga Icesave eins og Brussel vildi.

Halldór Jónsson, 15.5.2015 kl. 07:36

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Jóhann, ég bara trúi þessu ekki. Að Rebba-Þingið láti Demmann Obama taka af sér vitið?

Halldór Jónsson, 15.5.2015 kl. 07:37

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jú þetta er nú staðreynd Halldór minn, en það er kanski smá von fulltrúa þingið í Texas samþykkti í vikunni að senda fulltrúa to the Constitutional Confrence of the States og vonandi þá gerir Öldungadeild þingsins í Texas það sama.

Þar með yrði Texas firsta ríkið að kalla til slíks fundar, en það þarf í það mínsta 33 önnur Ríki til að gera það sama. Eins og ég skrifaði hér að ofan "brekkan er brött."

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.5.2015 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband