Leita í fréttum mbl.is

Burt með tollana!

segir Erlendur Björnsson í flokksráði Sjálfstæðisflokksins í grein í Mbl. í dag:

"Tollar hækka vöruverð til neytenda og fyrirtækja. Tollar skekkja verðmyndun í hagkerfinu, stuðla að röngum fjárfestingum og rýra hagvöxt. Tollar lækka ráðstöfunartekjur launþega. Tollar flytja hagnað af verslun úr landi og draga úr vöruúrvali neytenda. Tollar auka viðskiptakostnað atvinnulífsins. Tollar veikja útflutningsgreinar. Það eru engin efnahagsleg eða pólitísk rök fyrir því að leggja tolla á vörur, önnur en að gæta sérhagsmuna afar fárra fyrirtækja og einstaklinga á kostnað atvinnulífsins og alls þorra launþega.

 

Tekjur ríkisins af tollum og aðflutningsgjöldum, skv. fjárlögum 2015, eru áætlaðir 5,5 milljarðar króna, eða sem nemur 0,8% af heildartekjum ríkissjóðs. Væru allar vörur settar í 0% tollflokk og allir magntollar lagðir af, myndu tekjur ríkissjóðs minnka óverulega, en á móti myndi ríkið spara kostnað við tollheimtu, aðrir skattstofnar myndu styrkjast og kaupmáttur allra landsmanna eflast. 

Ríkisstjórnin ætti að stefna að afnámi alla tolla á innflutning frá og með 1. janúar 2016. Það mun kosta lítið, en styrkja efnahag og bæta lífskjör í landinu."

Hvað myndi sparast í skriffinnsku til viðbótar við það sem Erlendur lýsir? Tolleftirlit, vöruskoðun,þras og vesen?

Ég treysti því að fjármálaráðherra okkar skoði þessa tillögu. Það var ekkert smáræði sem það lyfti lífskjörunum þegar vörugjöldin á heimilistækjunum féllu niður.

Það myndi færa okkur enn eitt skref frá landlægri minnimáttarkennd séríslenskra aðstæðna að sjá tollana fara burt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418299

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband