Leita í fréttum mbl.is

Olían lækkar

enn. Hráolían marsérar niður og er núna komin niður fyrir 57 dollara fatið. Og það besta fyrir Island er að það er ekki líklegt að hún hækki á næstunni. 

Partur af þakkargerð okkar  fer til ISIS. Þeir eru svo heimskir að þeir eyðilögðu olíuiðnaðinn í Lybíu af því að þeir skilja hann ekki og snéru sér frekar að bátaútgerð með flóttamenn. Þeir kunna það betur að ræna eyri ekkjunnar.

Egyptar halda uppi einhverjum loftárásum á ISIS sem eru frekar sýnileg skotmörk í Lybíu þar sem þeir fara með stjórnsýsluna. AlQueda eru yfirleitt falin samtök og erfiðari viðfangs og heimskustigið er þar lægra. Ekki hef ég spurnir af árangri.

Sagt var að Kanarnir hefðu verið búnir að stúta einum 6000 ISIS liðum með drónum en greinilega hefur það ekki dugað til miðað við árangur þeirra í Írak og Sýrlandi. Þar er þá líklega spurningin sem lögð er fyrir Vesturlönd, hvort viljið þið heldur Assad eða Bagdadi? Kannski er planið að láta B. drepa A. og við drepum svo B. á eftir? Eða þannig?

Iranir  eru farnir að flytja út milljón olíuföt á dag og leggja mikið fyrir í birgðir. Þeir geta auðveldlega tvöfaldað söluna. Þá myndi offramleiðsla heimsins hækka úr 2 milljónum fata á dag í 3.

Fracking heldur velli í Bandaríkjunum þrátt fyrir hrakspár og 750 framleiðendur framleiða meira en 1500 gerðu fyrir ári. Kínverjar og Rússar eru einnig að auka framleiðslu sína og Saudarnir geta ekki dregið úr sinni framleiðslu við þessar aðstæður. Skrítið að þeir skuli ekki geta tekið við arabískumælandi flóttamönnum frá Lybíu og komast upp með það.

Hérlendis hækkar bensínið með hærri dollar og fleiru segja þeir. En fyrr eða síðar lækkar þetta allt.

Nauðsynlegt virðist samt vera að hertaka Lybíu og útrýma ISIS til að koma reglu á olíuiðnaðinn og láta hann skaffa fólkinu lifibrauð eins og var hjá Gaddafi góða. Svo myndi það líka leysa flóttamannavandamálið sem stefnir í ófæru vegna aðgerða ISIS vitleysinganna. 

En hvað um það, þá er olían að lækka LSG.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Guðnason

Brosið sem lækkað bensínverð hefur framkallað að undanförnu - breytist víst skjótt í skeifu.  Alþingi boðar við þinglok hækkanir bensíngjalds í tengslum við samgönguáætlun. Ekki virðist eiga að bíða lengi með að vega að vísitölunni - og hækka með því verðtryggðar skuldir almennings.  

Þorkell Guðnason, 30.5.2015 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband