Leita í fréttum mbl.is

Whittaker Kári

sá ég allt í einu standa á stélinu á vindmyllu Völundar í Grágæsadal, langt inni á Brúaröræfum, í þætti Ómars og Láru.

Þetta nafn hefur sérstaka þýðingu fyrir mig. Pabbi minn sálugi seldi bændum vindrafstöðvar af þessari gerð. Þegar ég kom í sveit í Árdal í Borgarfirði hjá skáldhjónunum,  Jóni Jónssyni járnsmið frá Gilsbakka og Halldóru Hjartardóttur, systur sr. Vigfúsar, frá einhverjum bæ fyrir norðan, 1946, þá fékk ég það embætti fyrst að vera bremsustrákur á vindmyllunni ef hvessti of mikið.. Þá togaði ég í járnstykki sem var með auga á endanum, þá strekktist á vír sem lá upp í bremsukjálka sem lágu í skál sem snérist með spaðanum. á kjálkunum voru bremsubakkar sem stöðvuðu mylluna með því að leggjast í skálina. Mig minnir að vindmyllan hafi verið á stálturni ofan á hlöðuþakinu. 

Vindmyllan hlóð inn á battarí sem ég man ekki lengur hvort voru blaut eða þurr, þau hljóta að hafa verið blaut á þessu tíma. Ef vel hafði blásið var hægt að taka veðrið í útvarpinu í hádeginu en þess var vandlega gætt að slökkva strax að því loknu. Ég man eftir rafmagnsljósatýrum stöku sinnum á kvöldin þetta sumar. En það er hinsvegar meiri birta en dimma þegar maður hugsar til baka.

1947 kom rafmagnið í sveitina með skiltum sem stóð á Háspenna Lífshætta sem voru negld á staurana og mynd af eldingu á. Ég stal einu svona skilti og negldi það á herbegishurðina mína á Snorrabraut þegar ég kom heim um haustið 1947.

Seinna stóð ég í því að henda leifum af vindmylluturnum og vindmyllum þegar pabbi var að loka lagernum sínum í Raftækjasölunni í Hafnarhúsinu einum fjörtíu árum seinna. Nú sér maður eftir því að hafa ekki verið hirðusamari.

Kannast einhver við svona vindmyllur af þessari gerð uppistandandi? Eru þær einhversstaðar til annarsstaðar en hjá Völundi í Grágæsadal? Ef hann ætlar að farga sinni  þá bið ég hann um endilega að láta mig vita fyrst.

Ég held að þessar vidmyllur hafi farið víða um sveitir áður en rafið kom. Voltin fyrir rafmagnsljósunum voru bylting frá olíulömpunum sem voru samt furðu bjartir þegar Aladín net var í þeim. 

Whittaker Kári var bylting á sinni tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Þú ert verkfræðingur af lífi og sál:)

Þú ert merkilegur karl, sem ég er oft sammála, og oft ósammála. Þannig er lífið hjá okkur ófullkomnu Móður-Jarðar ólíku jarðáfunum í Lífsins Skóla.

Kannski það geti kallast jarðfræðinám, að ganga í gegnum Lífsins Skóla?

Hver veit?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2015 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband