Leita í fréttum mbl.is

Hversu mikiđ er ţau Árni Páll

Össur, Sigríđur Ingibjörg,dr.Eiríkur Bergmann,og Benedikt Jóhannesarson gáfađri en Bretar sem hafa ţó nokkuđ langa reynslu af Evrópusambandinu?

Svo segir í leiđara Morgunblađsins um framtíđ Breta eftir ađ Cameron ćtlar ađ endurskođa stefnuna:

"Ný ţúsund blađsíđna skýrsla leiđtoga og sérfrćđinga úr atvinnulífinu gerir ţó Cameron erfiđara ađ sćkjast einungis eftir málamyndabreytingum á samskiptum Bretlands og ESB, ekki síst vegna ţess ađ hingađ til hefur áherslan veriđ á ađ bresku atvinnulífi sé nauđsnlegt ađ Bretland sé í ESB.

 

Skýrslan, sem ber yfirskriftina <ská>Breytingu, eđa brottför, dregur fram ţađ mikla óhagrćđi og kostnađ sem breskt atvinnulíf hefur af verunni í ESB eins og málum er háttađ nú og niđurstađan er ótvírćtt sú, ađ náist ekki fram veruleg breyting á tengslum Bretlands og ESB séu Bretar mun betur settir utan ESB en innan.

 

Í skýrslunni er einnig bent á ađ ástandiđ fari stöđugt versnandi. Haldiđ sé aftur af breska hagkerfinu međ kröfum ESB sem horfi ć meira inn á viđ og ţrengi ađ samkeppnishćfni. Stefna ESB, ekki síst hiđ gallađa sameiginlega myntkerfi, hafi skapađ viđvarandi efnahagsvanda.

 

Ţví fari fjarri ađ neytendur og fyrirtćki séu betur sett eftir 40 ára ađild ađ ESB. Innan viđ 5% breskra fyrirtćkja flytji út beint til Evrópusambandsins en samt séu ţau öll neydd til ađ bera byrđarnar af regluverki sambandsins. Evrópusambandiđ sé ekki bandalag um viđskiptafrelsi heldur tollabandalag og ţví hafi mistekist herfilega ađ gera viđskiptasamninga viđ rísandi viđskiptaveldi á borđ viđ Kína. Í skýrslunni, sem <ská>Telegraph segir ýtarlega frá, er nefnt sem dćmi ađ Ísland og Sviss hafi tryggt sér fríverslunarsamninga viđ Kína, ólíkt ESB.

 

Verst af öllu sé ţó, ađ í meira en fjóra áratugi hafi breskur almenningur mátt ţola stefnu ESB um sífellt meiri samruna, sem hann kćri sig ekki um. Ţessi stefna hafi leitt til mikillar tilfćrslu valds til stofnana sem séu í senn fjarlćgar og ógagnsćjar. Og innan ţessara stofnana sé orđiđ ć líklegra ađ fulltrúar Bretlands verđi undir í atkvćđagreiđslum gegn ríkjum evrusvćđisins. Ákvarđanir um framtíđ Bretlands hafi ţví horfiđ úr höndum Breta.

 

Skýrsluhöfundar setja fram tíu skilyrđi sem uppfylla verđi eigi Bretland ađ vera áfram í Evrópusambandinu. Undanskilja verđi Bretland frá stefnunni um sífellt meiri samruna. Einhverjir núverandi og fyrrverandi forystumanna ESB hafa ekki tekiđ ólíklega í ađ ţetta kunni ađ vera mögulegt, ţó ađ efasemdir hljóti ađ vera uppi um hvort slík undanţága haldi til lengdar.

 

Ţá vilja skýrsluhöfundar ađ dregiđ verđi úr reglubyrđi á fyrirtćki, einkum ţau sem ekki flytji út til ESB. Yfirráđ yfir félagsmála- og vinnumálalöggjöf verđi ađ fćrast aftur til ađildarríkjanna og snúa verđi viđ skađlegri lagasetningu á sviđi fjármálageirans. Ennfremur ţurfi ađ tryggja ađ ţau ríki sem ekki séu međ evruna séu ekki ofurseld ákvörđunum hinna ríkjanna og ESB verđi ađ sýna ađ ţađ geti tryggt alţjóđlega viđskiptasamninga.

 

Skýrsluhöfundar vilja einnig ná fram varanlegum samdrćtti í útgjöldum sambandsins, en framlag Breta til sambandsins hafi margfaldast síđasta áratuginn. Sömuleiđis vilja ţeir gagnsći í fjármál sambandsins, sem séu ógagnsć og leynileg, sem bjóđi upp á misnotkun.

 

Frjáls för fólks, sem ESB lítur á sem einn grundvallarţátt sambandsins, er einnig á listanum yfir ţađ sem skýrsluhöfundar vilja breyta, međ ţví ađ ađildarríkin fái vald yfir ţví hverjir flytji til landsins.

Loks segja ţeir ađ Bretland verđi ađ hafa neitunarvald gagnvart framkvćmdastjórn Evrópusambandsins í stađ ţess sem nú sé ađ ESB geti neytt löggjöf upp á ađildarríkin."

Og ţetta eru ekki einu sinni hugleiđingar ritstjóra Morgunblađsins  heldur komi beint frá Bretlandi.

Eftir ađ hafa hlustađ talsvert á útvarp Alţingis og rýnt í ađra fjölmiđla ţá hugsar mađur meira um hvađa dulda afstöđu Píratar kunni ađ hafa til ESB?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 651
  • Sl. sólarhring: 939
  • Sl. viku: 5527
  • Frá upphafi: 3196977

Annađ

  • Innlit í dag: 587
  • Innlit sl. viku: 4554
  • Gestir í dag: 520
  • IP-tölur í dag: 503

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband