23.6.2015 | 09:02
Kjarasamningar úreltir?
Því veltir Ágeir Ingvarsson fyrir sér í Mbl.í dag.
"Daglega berast fréttir af harðvítugum kjaradeilum þar sem viðræðurnar eru komnar í hnút. Verkföllum er hótað og samfélagið í uppnámi. Allir virðast fá rangt borgað og enginn er sáttur. Vöfflujárnin safna ryki.
Við þessar aðstæður er ágætt að staldra við og spyrja hvort mögulega væri farsælast fyrir alla að segja skilið við kjarasamningafyrirkomulagið en leyfa frekar hverjum og einum að semja um kaup sitt og kjör.
Það er verðugt rannsóknarefni að skoða hvort kjarasamningar eru launafólki mögulega meira til ógagns en gagns. Nokkrar grundvallarstaðreyndir hagfræðinnar ættu að gefa okkur tilefni til að halda að svo sé.
Fyrst verður að nefna að í kjarasamningum felst miðstýrð ákvarðanataka um laun. Þökk sé innsýn manna á borð við Friedrich Hayek getum við verið þess nokkuð viss að miðstýrðir samningar skila lakari niðurstöðu, heilt á litið, en ef ákvarðanatakan væri dreifð og hver og einn semdi fyrir sig.
Kjarasamningarnir taka nefnilega mið af meðaltölum fjöldans en skapa lítið svigrúm fyrir einstaklinginn með sínar sérþarfir og einstöku hæfileika. Kjarasamningar skapa um leið undarlega hvata og rjúfa tengslin milli umbunar og verðmætasköpunar einstaklingsins.
Ímyndum okkur vinnustað með tveimur starfsmönnum. Annar er röskur og hefur mikla hæfileika í starfi. Hinn er latur og áhugalaus, og skortir hæfileikana. Launin sem samið hefur verið um fyrir þá báða eru meðaltalið af verðmætasköpun þeirra beggja. Sá fyrrnefndi hefur minni hvata til að bæta sig og gera enn betur því ekki fær hann ávinninginn allan í eigin vasa. Sá síðarnefndi fær borgað meira en hann á skilið og missir af mikilvægum skilaboðum sem hann annars fengi með lægri launum: að hann ætti að standa sig betur eða finna sér aðra og hentugri vinnu.
Í kjarasamningum ákvarðast launahækkanir ekki af bættum afköstum og auknum gæðum, heldur af starfsaldri og fjölda háskólagráða, sem hafa lítið að segja um getuna til verðmætasköpunar.
Kjarasamningar letja launþegann til að meta raunverulegt markaðsvirði sitt á raunsæjan hátt, taka málin í eigin hendur og finna hugvitssamlegar leiðir til að áorka enn meiru fyrir vinnuveitandann og viðskiptavininn. Af hverju að sýna frumkvæði ef nefnd í fjarlægu fundarherbergi hefur ákveðið innan hvaða ramma launin verða?"
Kjarasamningarnir eiga að skapa lágmarksviðmið en verða oft að ankeri sem heldur stórum hluta launafólks niðri. Eða hversu margir taka það einfaldlega sem náttúrulögmál að fá greitt eftir taxta og telja sig hafa samið agalega vel með því að kría út bílastyrk?
Áhrifin magnast svo upp ár eftir ár, áratug eftir áratug, og til verður þjóð þar sem framleiðni er lítil, vinnuvikan löng og þeir sem það geta leita til annarra landa þar sem má fá betur borgað fyrir streðið."
Oft er talað um nauðsyn Lágmarkslauna og að þau geti stuðlað að betri kjörum launþega.Yfirborganir þekkjast á almennum markaði og mætingarbónusar líka. Seint verður hægt að beita þeim á BHM ef þeir sumir hverjir nota veikindadaga sem kjarabót.
Kjartan Örn Kjartansson lýkur góðri grein í Mbl. í dag svo:
"...Verkalýðsforystan, sem gjarnan styður vinstri flokkana, ætti frekar að ræða við félaga sína á Alþingi og fá þá til þess að styðja iðnaðaruppbyggingu á Íslandi með tilheyrandi arðbærum vatnsaflsvirkjunum og greiða götu þess að skapa hér aukin verðmæti til að styrkja almannaþjónustuna og svo hægt sé að greiða sem flestum sem bestar launatekjur, en þar er líka reynt að rífa allt niður í hundasúrur og átök.
En e.t.v. er verkalýðsforystan hrifin af neikvæðninni þar líka?
Ég hef ekki þekkingu til þess að benda á hvernig, en ítreka áður fram bornar skoðanir mínar um að það sé lífsspursmál fyrir þjóðina að koma á nýrri skipan vinnulöggjafar og kjaraviðræðna, sem m.a. að útlokar að fáir geti haldið öllum öðrum í gíslingu í tíma og ótíma, enda hefur það sem verið hefur og er enn við lýði algjörlega gengið sér til húðar svo sem dæmin og sanna."
Ég held að Kjartan mæli fyrir munn margra, En það er víst borin von að nokkru fáist breytt í þessum málum. Ísland verður áfram "veiki maðurinn í Evrópu" sem getur ekki stjórnað sínum innri málum nema til "fuglsminnistíma" í einu.
Eina ráðið til að bæta "kjörin" hjá opinberum starfsmönnum er aukin einkavæðing. Það er langt síðan að Jónas Haralz benti mönnum á þetta.
En Svíar hafa með einkavæðingu náð árangri til dæmis í sínu skólakerfi. Fólk fer yfirleitt betur með það sem það hefur hagsmuni af að vel gangi heldur en það sem enginn á.
Þessvegna eru breiðir "Kjarasamningar " eins og við þekkjum þá áreiðanlega úreltir og tilheyra öðrum tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:05 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Síðan sá fyrsti spurði þessarar spurningar og notaði sömu rök hefur samtakamátturinn skilað 24 veikindadögum á ári og 7 dagar heima hjá veiku barni, uppsagnarfresti, nokkrum greiddum hátíðisdögum, 5 vikna orlofi, hærri launum fyrir alla, styttingu dagvinnu niður í 40 tíma á viku, frí eða hærra kaup á laugardögum og sunnudögum o.s.frv.
Allt eru þetta atriði sem ekki er að finna þar sem einstaklingarnir hafa þurft að semja hver fyrir sig. Allt eru þetta atriði sem ekki væri að finna hér hefði verið farið eftir þessum órum um sanngirni og góðvilja vinnuveitenda......og iðnaðaruppbyggingin verður víst áfram að tóra án þess að Gullfoss sé virkjaður.
Gústi (IP-tala skráð) 23.6.2015 kl. 16:57
Ef verkalýðsfélag er með samning, þá á það að vera samningur við það fyrirtæki sem starfsmenn starfa við en ekki fyrir eitthvað annað fyrirtæki.
það meikar engan sens að þeir sem vinna hjá WOW séu með sömu laun og þeir sem vinna hjá Icelandair, fjárhagslega þá eru þessi tvö fyrirtæki ekki eins.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 23.6.2015 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.