Leita í fréttum mbl.is

Eldri Píratar?

gætu hugsanlega blandað sér í hinn pólitíska slag. Litlu píratarnir eins og við þekkjum þá eru svo vitlausir yfirleitt að þeir sem eru komnir til vits og ára geta ekki hlustað á þá eða verið með þeim í flokki. Enda kannski ekki furða þar sem það veit enginn um hvað þeir eru að tala, að hverju þeir stefna eða hvað þeir vilja yfirleitt. Sérstaklega í málum eldri borgara stunda spil og félagslíf og kvartanir á útvarpi Sögu.

 

Samtök eldri Sjálfstæðismanna. SES er eitt svona batterí gamlingja sem virðist hannað til að þagga niður pólitíska vitund eldri borgara og láta þá éta úr lófa þeirra sem svíkja þá mest. Sjóða súpu mánaðarlega og hressa sig.

Svo eru langfúlir kratar eins og Björgvin sem skrifa langhunda í blöðin án sýnilegs árangurs, þó svo að hvert orð sé satt um svik ráðamanna  úr öllum flokkum gagnvart bótaþegum.

Svo er hann rafveitukallinn, Erlingur Garðar, sem er hættulega ritfær og gæti blásið saman flokki. Hann er kýrskýr eins og Björgvin á summu svika við eldri borgara.  Ég þekki þá hvorugan nokkuð en mér virðast þeir báðir hafa hinsvegar snert af baráttuanda.

Ef þeir kæmu nú saman og segðust vera eldri gerð af Pírötum og ætli sér að hafa ópólitísk áhrif á þverpólitísk mál bótaþega á næsta þingi,þá myndu margir kjósa þá. Á  Alþingi þá er ég ekki viss um nema að þeir gætu hindrað margar vitleysur á öðrum sviðum sem eru daglegt brauð á hinum opinbera vettvangi, alveg óháð eldri borgurum.

Þeir þurfa ekki að hafa neina sérstaka stefnu í þessu eða hinu nema að láta ríkið borga lífeyrinn eins og um hefur verið samið. Þeir gætu breytt niðurstöðu skoðanakannanna sem eru svo og svo þunglyndislegar um þessar mundir að engin gleðst nema Birgitta. En  Jóni Þór ofbýður ábyrgðin af vinsældunum og fer því í tjöruna meðan Halldór heldur Deginum fyrir ofan sjóndeildarhringinn, mörgum til mikilla leiðinda sem þrá dagslokin heitar en orð fá lýst.

Bara hótun frá þessum kumpánum Ella og Bjögga væri kannski nóg til að ráðamönnum færi aftur að þykja vænt um gamla fólkið jafnvel á miðju kjörtímabili sem vitanlega aldrei hefur skeð til þessa.

Kannski eru gamlir Píratar ekki síðri söluvara en nýir í pólitík?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góður.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.7.2015 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband