Leita í fréttum mbl.is

Gamli kratinn

Jón Baldvin er á flot dreginn í Sprengisandi Sigurjóns. Er ekki ástæða til að sperra eyrun þegar Silfurkerin sökkva í sjó en soðbollarnir fljóta?

Þeir kratarnir fara mikinn í að reyna að fegra fortíð Jóns Baldvins frá þeim tímum sem margir tóku mark á honum. Nú segist hann styðja sveigjanlega fastgengisstefnu þar sem sveiflur í krónunni séu óþolandi.Það megi alls ekki hafa sveigjanlegt gengi eins og var til dæmis þegar dollarinn féll úr 120 kr í 50 hjá Davíð á sínum tíma.

Við þurfum að taka upp evru eða bindast henni föstum böndum eins og Danir segir Jón Baldvin núna.Krónan er óþolandi eins og hún er. Síðar rekur hann upprisu Íslendinga samt til krónunnar þegar kemur að Grikklandsgaldrinum og Seðlabanka Evrópu.

Núna er hinsvegar allt  peningakerfi heimsins orðið stjórnlaust og allt eftirlit farið, tenging viðskiptabanka og fjárfestingabanka og allt vitlaust í raunhagkerfinu yfirhöfuð segir Jón Baldvin.  Allt skuldsett í rjáfur og stefnir í nýtt hrun. Þá  bregst Evrópusambandið ranglega við og heimtar ráðdeild og greiðslu skulda.

Sem er ekki hægt auðvitað segir Jón.  Bandaríkin leystu málið hjá sér með keynesískum aðferðum, spýttu inn peningum og redduðu málunum. Prentuðu seðla eins og þurfti.Það er munurinn á Bandaríkjunum og ESB.

 

Mig minnir nú að Jón hafi verið fjármálaráðherra á tímum flotgengisins. Sem hann fordæmir svo mest hjá Davíð um 2000 þegar íslenska krónn rauk upp en allir aðrir gjaldmiðlar niður eina ferðina enn.

Nú talar þessi sami Jón Baldvin um að Evrópusambandið sem hann boðaði sé byggt á sandi. Atvinnleysi þar sumstaðar 25-50 %. Hann segir augljóst að þangað förum við Íslendingar ekki í bráð, ekki eftir 5 ár og varla eftir 10 ár. Það sem hann áður heitast þráði en verður hann nú að viðurkenna að allt var á sandi og misskilningi byggt. Samt er hann Evrópusinni sem sér Ísland fyrir sér þar inni í framtíðinni. Er þetta ekki dapurlegur endir á gömlum hugsjónamann?

Svo segir hann hreint út að hann hafi keypt Davíð Oddsson til fylgis við EES með því að gera hann að forsætisráðherra. Nú er það söguleg staðreynd að forsætisráðherratíð Davíð er mesta gósentíð í peningamálum  sem yfir Íslendinga hefur gengið. Sem betur fer kaus þjóðin þennan Jón Baldvin og flokk hans frá 1995. Sjálfstæðismenn gátu illa treyst rýtingnum hans Jóns i erminni  hans sem Sjálfstæðismenn höfðu áður kynnst í beinni  útsendingu. Því býttaði Davíð á Framsókn og krötunum. Og Jón Baldvin veit ekki dýrlegri mann en Steingrím Hermannsson sem forsætisráðherra

Nú, svo löngu síðar nýtur enn Davíð óskoraðs trausts þjóðarinnar. Um traust og trúverðugleika Jón Baldvins skal ósagt látið. Hann er hinsvegar enn sannfærður um að EES sem hann í eigin lýsingu fíflaði Sjálfstæðisflokkinn til að koma yfir þjóðina um leið og hann mútaði Davíð með forsætisráðherrastólnum sem hann átti annars vísan, hafi gert okkur Íslendingum óendanlegt gagn.

Ekki eru allir sammála Jóni Baldvin um þetta. Sumt hefur verið til góðs en margt annað unnið okkur meira tjón en gagn. Og áreiðanlega hefur þessi samningur ekkert fært þjóðinni sem hún hefði ekki getað fengið öðruvísi og án allra fórnanna.

Hann talar drjúgum um það  núna að stóru mál jafnaðarmanna hefðu  ekki náðst fram eins og veiðileyfagjöld, orkumálagjöld, skuldavandi heimilanna og Icesaveskelfingin þó svo að vinstri stjórn hafi orðið að veruleika eftir hrunið. Allt klúðraðist vegna lélegrar verkstjórnar heilagrar Jóhönnu. Ekki var mikinn sáttatón að heyra á Jóni þegar þetta ber á góma enda sakir ærnar.

Um hvað eru hin stóru sameiginlegu stefnumál jafnaðarmanna?Hver eru stóru málin spyr Sigurjón?

Jón byrjar að vanda að þylja í númeraröð en ruglast fljótt á tölunum. Þetta er þó efst á baugi sem mér heyrist:

1.Það er vaxandi ójöfnuður í þjóðfélaginu.

2. Hlutur fjármagnseigenda hefur vaxið meðan hlutur launþega hefur minnkað.

3. Réttur þjóðarinnar á auðlindum í þjóðarinnar hefur minnkað.

4?. Spilling i fjármálakerfinu hefur snaraukist.Enginn aðskilnaður viðskipta-og fjárfestingabanka.

5?. Norræna velferðarmódelið hefur beðið afhroð.

6?. Félagsleg húsnæðismál hafi látið undan síga eins og þau oru glæsilegust með byggingu verkamannabústaða.Þau verður að endurreisa

 

7?. Framtíðarstefna í menntamálum hefur beðið afhroð.

Sigurjón minnir nú Jón Baldvin á að það hafi verið hann sem samþykkti framsal aflaheimilda á sinni tíð.

Jóni  Baldvin bregður ekki hið minnsta og segist hafa orðið að gera það til að einhverri endurnýjun yrði við komið í greininni.Hann samþykkti frjálsa framsalið af einni ástæðu og með því skilyrði að auðlindagjaldið yrði tekið upp.Hann réttlætir því kvótakerfið og framhald þess með auðlindagjöldum. Þannig hljóðar jafnaðarmennskan í kvótamálum í túlkun Jóns Baldvins.

Jón Baldvin segir sameiningu vinstri manna hafa mistekist. Þá spyr Sigurjón hvort hann vilji koma á sunnudaginn kemur og tala um gamla Alþýðuflokkinn. Hvort endurfæðing hans sé í augsýn.

Vafalaust verður gaman að hlusta á gamla kratann Jón Baldvin útlista það núna þegar mörgum finnst það aðeins eftir að auglýsa útfarardag Samfylkingarinnar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ansi fannst mér skemmtilegt og súrrealískt þegar þeir hringdu allt í einu í hann hjá útvarpinu um daginn.

Þá hafði ekkert frést af kauða síðan hann varð uppvís að því að vera eitthvað að klæmast með 14 ára frænku sinni, sællar minningar.

Allir búnir að gleyma því núna, svo það má bursta af manninum rykið.

Og þeir spurðu hann hvernig honum litist á pólitíkina núna, og hann svaraði því, í lengra máli en hér verður rakið, að hann væri að keyra á spáni.

Gaman af honum, þó hann sé fullur af lofti.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.7.2015 kl. 13:50

2 identicon

"Nú, svo löngu síðar nýtur enn Davíð óskoraðs trausts þjóðarinnar."

Skoðanakannanir segja annað ef ég man rétt.

Jón (IP-tala skráð) 26.7.2015 kl. 15:14

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón

Skv skoðanakönnunminni hér á síðunni sem er búin að standa yfir í mörg ár þá nýtur Davíð svona þrefalds trausts á við næsta mann. Segir það þér ekki neitt? 

Halldór Jónsson, 26.7.2015 kl. 15:23

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þarna brestur þig minnið Halldór og hefðir betur "gúgglað" þér til fróðleiks. JBH var fjármálaráðherra frá 1987-1988 og utanríkisráðherra 1988-1995. Það voruð þið sjálfstæðismennn með Geir Haarde í stóli fjármálaráðherra frá 1998-2005 sem settuð gengið á flot 2001.

Erlingur Alfreð Jónsson, 26.7.2015 kl. 17:57

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég er sammála því Halldór að við hefðum alveg getað náð sömu markmiðum og stöðu gagnvart Evrópu utan EES. Vandamálið í hnotskurn eru orð Gunnars Braga nú í vikunni, þar vill hann meina að hvalveiðar Íslendinga séu farnar að skapa vandamál innan utanríkisþjónustunnar.

Á meðan taka Færeyingar þessa amlóða og keyra í fjörusandinn og láta þá horfa á hvernig lífið gengur fyrir sig.

Þegar utanríkisráðherra er farinn að kvarta yfir því að þurfa að svara fyrir sig, þá þarf að skipta um hann. Eins má segja um JBH á sínum tíma og þá einstaklinga sem stýrðu landinu þá. Ekki var dugurinn merkilegur.

Sindri Karl Sigurðsson, 26.7.2015 kl. 18:14

6 identicon

Sæll Erlingur 

þetta er ekki alveg rétt með krónuna, hún var ekki sett á flot heldur gat Seðlabankinn ekki annað, þrýstingurinn á gengið var svo mikill að það varð að láta hana fljóta. EES gerði það að verkum að menn gátu ekki lengur stýrt gengi krónunnar og kannski er ástæða til að minna á að Icesave er skilgetið afkvæmi EES, þar sem krafist er frjáls flæðis fjármagns á svæðinu. Þessi risavaxni hryllingur hefði aldrei getað orðið til ef við værum ekki í EES

jón (IP-tala skráð) 26.7.2015 kl. 19:16

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Erlingur Alfreð, það var í esari röð. En Jón er með þetta rétt, EES gerði flotið og flæðið að skyldu sem Jón afnreitar núna og vill fastbinda krónuna eða taka upp EVRU, hvoru tveggja jafn fráleitt í samræmi við EES. Er maðurinn ekki bara að fara í hringi?

Halldór Jónsson, 26.7.2015 kl. 22:28

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Baldvin er seinni Jóninn

Halldór Jónsson, 26.7.2015 kl. 22:29

9 identicon

Sæll Halldór

ég held að stjórnmálamenn eigi ekki að koma nálægt efnahagsmálum, það endar bara með ósköpum, það er margreynt. Í það minnst að hafa hagfræðingaráð til að styðjast við eða Þjóðhagsstofnun t.d. Þetta er viðurkennt í læknisfræðinni, stjórnmálamaðurinn fer ekki inn í skurðstofuna, það endar bara með ósköpum.

jón (IP-tala skráð) 27.7.2015 kl. 06:13

10 identicon

Það rifjast upp fyrir mér gömul vísa sem birtist í fjölmiðlum á sínum tíma í tilefni af því að kosningasmali Alþýðuflokksins fékk áfengi frá ráðherra til að bjóða upp á í afmælisveislu. Jón mun hafa talið að mðurinn "ætti það skilið fyrir vel unnin störf" að fá áfengi á kostnað ríkisins:

Fylgið hrynur flöktir ljós
fólkið missir trúna.
Hönd sem áður hélt á rós
heldur á flösku núna.

Sigurður Björnsson (IP-tala skráð) 27.7.2015 kl. 09:13

11 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

@jón 06:13: Ég held reyndar að hagfræðingar eigi ekki heldur að koma að efnahagsmálum. Get ekki séð að árangurinn sé neitt glæsilegur hjá þeim heldur.

Erlingur Alfreð Jónsson, 27.7.2015 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband