29.7.2015 | 09:13
Góð grein
er fremur undantekning en regla að mér finnst í Fréttablaðinu. Þó að ég renni yfir blaðið stundum er ekki oft sem athygli mín fangast. Þó eru undantekningar. Jón Þorvarðarson stærðfræðingur og rithöfundur skrifar svo:
"Í nýjasta Terminator-tryllinum (2015) vellur upp úr Arnold Schwarzenegger í gervi vélmennisins T-800: Ég er gamall, en alls ekki úreltur. Þetta hátækniundur hafði staðist tímans tönn með svo miklum ágætum að það átti í fullu tré við nýrri útgáfur af sjálfum sér. Þegar ég heyrði þessa setningu velti ég því fyrir mér hvaða pólitíkus skyldi gera þessa setningu að sinni í nánustu framtíð.
Ástæðan fyrir því að ég færi þetta í tal er sú að Jóhanna Sigurðardóttir stal í það minnsta stældi frægustu setningu T-800 þegar hún hrópaði yfir land og þjóð með kreppta hnefa: Minn tími mun koma. T-800 var að vísu ögn hógværari þegar hann af miklu lítillæti sagði: Ég mun koma til baka. Líkt og T-800 þá kom Jóhanna sannarlega til baka. Munurinn á þeim tveimur var hins vegar sá að þegar hún kom til baka, alla leið upp á hæsta tind, var hún orðin gamall og úreltur stjórnmálamaður. Óstraujaður með eldgamalt stýrikerfi.
Og ein eymdin bauð annarri heim þegar Jóhanna ákvað að stofna til samstarfs við annan gamlan og úreltan stjórnmálamann, óuppfærðan Steingrím J. Sigfússon. Sama versjón af Steingrími og við þekktum fyrir 30 árum síðan, engin nútíma niðurhöl, engin öpp. Blankur skjár. Gömlu jaxlarnir bitlausir. Hvert var eitt af fyrstu og mikilvægustu verkefnum Steingríms? Jú, að hífa fornvin sinn Svavar Gestsson upp úr djúpi gleymskunnar og ýta á restart. Endurræstur draugur úr fortíð- inni skyldi leiða samningaviðræður Íslands vegna Icesave-málsins. Enn á ný stofnuðu úreltir stjórnmálamenn til bræðralags. Haltur leiddi blindan. Forhertir gæjar sem aldrei hefur tekist að svara kalli tímans.
Ef þeir skoðanabræð- ur hefðu ráðið ferðinni þá væri þannig umhorfs í íslensku samfélagi (túrismans) að Ísland væri eina ríkið í Evrópu sem bannaði bjór. En það er önnur saga. Og við hverju mátti búast af Svavari? Steingrímur, keyrður upp af gömlu forriti, kunni bara eitt svar og hljómaði eins og biluð grammafónplata þegar hann sagði: Hann mun landa glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur. En hver flýgur eins og hann er fiðraður, gamli refurinn crashaði illilega í súlnasölum bresku krúnunnar og andstæðingarnir brostu kátbroslega niður í skeggið þegar samningar voru undirritaðir.
Leikritið hélt svo áfram að hætti úreltra stjórnmálamanna. Með undraverðum hætti tókst þeim næstum því að plata þjóðina með því að láta hið ranga sýnast rétt og hið rétta sýnast rangt. Líkt og Zenón sem reyndi að telja Forngrikkjum trú um að stríðshetjan Akkilles myndi aldrei ná skjaldbökunni í kapphlaupi, sama hversu lítið forskot hún hefði. Af hverju er endalaust framboð af gömlum og úreltum stjórnmálamönnum á Íslandi? Af hverju komast þessir menn sífellt til æðstu metorða?"
Svona skrif lyfta beinlínis deginum hjá gamalli íhaldssál eins og mér. Mér dettur í hug hversu lengi verður hægt að bjóða fólki upp á sömu forneskjuna í kosningum eins og Jón vekur athygli á?
Eftir á að hyggja er þetta bara kannski við hæfi þegar meirihluti landsmanna sér fyrir sér að Jón Gnarr sé sá maður sem okkur helst vantar í stað Ólafs Ragnars á Forsetastól. Og ef ekki Jón Gnarr, þá bara Katrínu Jakobsdóttur.
Kannski koma góðar greinar í Fréttablaðinu bráðum til að rökstyðja þörfina?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Jón Gunnar Kristinsson og Katrín Jakobsdóttir hafa bæði gefið út að þau sækist ekki eftir að búa á Bessastöðum og því tilgangslaust að spyrja þjóðina hvort þeirra hún vill þangað.
Enda hljóta að vera til betri efni til forseta, meðal þjóðarinnar, en þau tvö. Reyndar sennilega leitun að þeim sem væri óhæfari.
Gunnar Heiðarsson, 29.7.2015 kl. 11:39
Assgoti gód grein hjá Jóni og stórskemmtilegar samlíkingar. Já, thad má finna eitt og eitt gullkorn innan um óhrodann og auglýsingarnar í thessum ómerkilega snepli, af og til, ef vel er leitad.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 29.7.2015 kl. 18:02
Takk Gunnar, en þú segir mér tíðindi. Ég hélt að Gnarr væri ti í Bessó? Glottan kemur fyrir hálft orð
Halldór Jónsson, 29.7.2015 kl. 20:01
Það hefur löngum þótt góður undirbúningur fyrir forsetaframboð að reyna að fá sem mest umtal um slíkt framboð, toga í alla ínáanlega fjölmiðlaspotta til að tryggja að nafnið sé sem mest í umræðunni um næsta forseta, en tilkynna jafnframt sem lengst að viðkomandi hyggi alls ekki á forsetaframboð.
Þegar fer svo að líða að sjálfum kosningunum er staðan metin og ákveðið hvort 'láta skuli undan fjölda áskorana' o.s.frv.
Það er alls ekki ólíklegt að Jón Gnarr og/eða Katrín verði í framboði næst.
ls (IP-tala skráð) 30.7.2015 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.