Leita í fréttum mbl.is

Blaðrið um bankaleyndina

er hvimleitt hjá þjóð sem alltaf hefur kjaftað frá öllu. Þetta hugtak er þekkt meðal siðaðra þjóða. En er líklega allstaðar á undanhaldi með tvísköttunarsamningunum.

Banksterarnir töluðu um bankaleynd sem þeir væru bundnir af á sama tíma sem þeir beintengdu skattstofuna við alla bankareikninga almennings. Aðrir blaðra um friðhelgi einkalífsins og bréfaleynd. Stela svo póstum og birta í gróðaskyni. Komast upp með þetta allt.

Svo þegar kemur að opinberum gögnum eins og hvað menn borga í skatt að því sem þeir telja fram sjálfir, þá verður allt vitlaust?

Af hverju mega þessar tölur ekki liggja frammi alltaf og ótakmarkað? Ekkert af þessu er geymt svo öruggt að ekki sé hægt að stela því. Og hvað er svosem að fela? Á ekki sem flest af opinberum gögnum að vera uppi á borðinu og öllum sýnilegt? Er ekki alltaf  verið að fordæma opinbera pukrið?. 

Þetta er eins og blaðrið um íslenska bankaleynd bull út í loftið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað varðar þig um það hvað nágranni þinn er með í laun? 

Með þessum rökum, sem þú nefnir, á þá ekki að opinbera bankareikninga fólks líka svo hægt sé að fylgjast með því hvað nágranninn er að kaupa sér? 

Þetta fyrirkomulag er arfur af löngu úreltum sósíalista sem gerir ekkert annað en að ala á ósætti og öfund. 

Frumvarp um þetta hefði átt að vera löngu komið fram. 

Sumarliði (IP-tala skráð) 30.7.2015 kl. 11:36

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sumt má kyrrt liggja og ásæðulaust að snúa út úr.

Halldór Jónsson, 30.7.2015 kl. 13:50

3 identicon

Engnir útúrsnúningar á ferð hér þó ég minnist á bankareikningana. 

Það er algjörlega sambærilegt, gróf hnýsni í einkalíf fólks.

Í raun er það óskiljanlegt að persónuvernd hafi ekki komið með einhver boð og bönn um þetta. Ekki hefur staðið á þeim hingað til að banna birtingu á hinu og þessu sem skiptir mun minna máli. 

Sumarliði (IP-tala skráð) 30.7.2015 kl. 16:45

4 identicon

Þetta er alveg ótrúlega fyndin umræða. Mikill meirihluti þjóðarinnar á facebook að taka myndir af kvöldmatnum sínum og svo þessi einkennilega spéhræðsla varðandi skattaupplýsingarnar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.7.2015 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband