Leita í fréttum mbl.is

Raforkuskortur í Eyjum

segir í Morgunbalðinu:

"Orkustofnun hefur veitt Landsneti leyfi til að reisa nýtt 66 kV raforkuflutningsvirki í Vestmannaeyjum auk leyfis til breytinga í tengivirki Landsnets í Rimakoti og styrkingar á hluta Rimakotslínu 1 til að auka flutningsgetu hennar.

Sótt var um leyfir fyrir framkvæmdinni til Orkustofnunar 20. mars 2015. Leyfið felur í sér að hægt er að hefja úrbætur og koma á betri tengingu við Vestmannaeyjar en nú er. Er ráðgert að framkvæmdunum ljúki næsta sumar, samkvæmt tilkynningu frá Landsneti.

Varaspennir verður fluttur í Rimakot á Landeyjasandi innan tíð- ar. Spennirinn, sem er 15 KW, leysir núverandi spenni af hólmi þar til gert hefur verið við hann. Afkastageta hans er þó helmingi minni og verður því rafmagn bæjarins áfram fengið með olíu þangað til viðgerð lýkur, en búist er við að hún muni taka tvær vikur.

Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir rafmagnsleysið hafa töluverð áhrif á rekstur félagsins. „Við höfum þurft að setja hluta aflans í bræðslu auk þess sem við höfum sent skip til Þórshafnar þar sem við erum með starfsstöð. Svo reiknum við með að geta tekið næsta farm og unnið hann í Vestmannaeyjum. Þá hefur þetta haft áhrif á okkur í þrjá daga. Svo á að vera fullnaðarviðgerð eftir hálfan mánuð og þá verður ástandið komið í sama horf og það var fyrir bilun.“ Hann segir að verðmæti aflans geti minnkað töluvert við bræðslu.

„Það eru vissulega minni verðmæti falin í því en þegar óvissa er um markað fyrir frystar afurðir þá er eiginlega erfitt að sjá hvort er skárra, að frysta eða bræða,“ segir Stefán og vísar þar til viðskiptabanns Rússa.

Spurður segir hann að álíka rafmagnsleysi hafi ekki orðið í seinni tíð, en að mikið muni um að geta landað á Þórshöfn. „Annars hefði þetta haft mun meiri áhrif. En við höfum haft hér fólk á launum með ekkert fyrir stafni því það er ekki rafmagn í boði. Þetta er því verulegt tjón fyrir alla.“ sh@mbl.is"

Þarna sýnist manni nú farið frjálslega með staðreyndir. Sá sem reynt hefur veit að að leyfisveiting Orkustofnunar til Landsnets er bara einn þáttur í að eitthvað fáist að gera. Allt hitt er eftir. Skipulagsnefnd sveitarstjórnar, Íbúakynning, samningar við landeigendur, Umverfismat. Svo þarf að panta vélbúnaðinn og framleiða hann.

Svo framkvæmdir við uppsetningu.  Ef menn halda að þetta fari í gegn með því að smella fingrum þá fara menn villir vega.

Fyrirtækið Biokraft hugleiddi að reisa 30-50 Megawatta vindlund við Rimakot. >Meira en ár er líðið ár síðan farið var að kanna með leyfaöflun þó frátafir hafi verið nokkrar. Framkvæmdir gætu fyrst hugsanlega hafist innan 1-2 ára héðan í frá ef farið væri að vinna ímálinu af krafti.

Ef ekki væri fyrir þessi mörgu undirbúningsatriði gæti vindlundur við Rimakot verið kominn í gang mun fyrr eða innan eins árs héðan í frá. Hann væri búinn að vera núna í gangi í hálft ár ef hægt hefði verið að fara í framkvæmdir þegar ljóst var að það væri hægt að selja rafmagn til Eyja vegna fyrirsjáanlegs orkuskorts þar.

Það er ekki styttra ferli  formsatriða við uppsetningu vindmyllu heldur en vatnsorkuvers á borð  við Urriðafossvirkjun eða Hvammsvirkjun. Fyrri kosturinn er endurheimtanlegur með stuttum fyrirvara. 150 boltar losaðir og enga vindmyllu er lengur að sjá. Ekkert land hefur tapast, allt er eins og áður var.Framkvæmdir við  vatnsvirkjanir eru annars eðlis. Þær eru yfirleitt til mjög langs tíma og miklar breytingar þarf oft að gera í umhverfi virkjananna.  Af hverju skyldi þetta allt vera gert svona flókið þegar um bráðabirgðaframkvæmdir eins og vindmylluuppsetningu getur verið að ræða?

Þessi bloggari sótti um leyfi til að reisa vindmyllu í Biskupstungum á síðasta ári. Þar hefur fundist mikill jarðhiti og allar kjöraðstæður fyrir ylrækt eru því fyrir hendi. Hvað gerðist?

Líklega einir 5 sveitarstjórnarmenn af Skeið-Gnúp og Bláskógabyggð voru sendir til Bretlands til að skoða vindmyllumál. Þeir komu með þau sannindi að yfirleitt væru gefin út mest 25 ára leyfi fyrir vindmyllum eftir minnst 2 ára athugunartíma. Fyrra skilyrðið væri líklega viðunandi ef hægt væri að stytta hið seinna. En það virðist frekar stefna í lengingu þess tíma til úrskurðar. En svar við því hvort sveitarstjórn sé yfirleitt til viðtals um vindmyllureisningu, hefur ekkert fengist.En vindmyllan sem um ræðir er þegar til í landinu og er því iðjulaus meðan sveitarstjórn hugsar.

Sjálfsagt er að athuga og rannsaka alla hluti. En vaxandi raforkuskortur eins og í Eyjum kallar á lausnir fyrr en ekki síðar. Víða um land myndu vindmyllur geta gert líf fólks bærilegra. En það dregur úr áhuga fólks þegar það sér hversu erfitt og langsótt þetta allt er. Menn munu mega kaupa sér margskonar vélbúnað sem er og setja hann á eigið land ef hann er fekki vindmylla.  Þannig þarf ekkert umhverfismat ef vindlundur nær ekki 2 megawöttum. Af hverju 2 megawött? Af hverju ekki 20? Eða 200? Umhverfismat er mikið verk og dýrt. Menn ráðast ekki í slíkt nema að vel athuguðu máli.

Þyrftu ekki yfirvöld að reyna frekar að hraða framkvæmdum í skipulagsmálum,  umhverfismötum og afgreiðslum til að bregðast við yfirvofandi orkuskorti fremur en að leggja ofuráherslu á formsatriði?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Málefnalegt og frábært blogg hjá þér,kæri bkoggvinur. En þótt við séum með hægri stjón er margt athugavert við störf hennar.Hæst ber á lofti dæmalaus afglöp utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar!

Bandaríkjamenn hafa góða reglu, en hún er og verður vonaandi áfram, aðskipta út"möppudýrum"sem flestum við stjórnarskipti,Við höfum enga slíka reglu,því er nú ver.

Með bloggvinar kveðju

kristjan9

Kristján P. Gudmundsson, 15.8.2015 kl. 04:59

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sammála gamli vin

Halldór Jónsson, 15.8.2015 kl. 08:51

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

A PROPOS USA MÉR þykir skennan orðin mikil hjá GOP eftir að Donald Trump er orðinn efdtur skv,skoðanakönnunum,En þette er bara byrjunin og sennilega á Trunp eftir að fara í sérframboð, en það eykur líkur frú Clinton.

Bloggvinar kveðja,

Kristján Pétur.

Kristján P. Gudmundsson, 16.8.2015 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 3418383

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband