20.8.2015 | 22:07
Fleiri vísbendingar
í Vísbendingu. Þar rekur Leifur Magnússon verkfræðingur sögu leitarinnar að betri flugvelli en Reykjavíkurflugvelli.
Þegar menn létu Dag Bergþóruson fífla sig til að setja saman Rögnunefndina svokölluðu, sem hann eyðilagði sjálfur með nærveru sinni frá fyrsta degi, þá yfirsást öllum að það var margbúið að framkvæma þetta verkefni eins og kemur fram í grein Leifs. En nefndarskipunin var herbragð Dags B. til þess að komast hjá því að Reykjavíkurflugvöllur yrði stærsta kosningamálið eins og í stefndi.
"
Leifur Magnússon
verkfræðingur :
Í Visbendingu 3. ágúst s.l. birti ritstjóri í pistli sínum, undir fyrirsögninni Ekkert er nýtt ..., 57 ára gamlagrein eftir Valdimar heitinn Kristinsson hagfræðing, þar sem hann ræðir framtíð Reykjavíkurflugvallar. Valdimar var sérstakur áhugamaður um íslensk samgöngumál, og ritaði fjölda áhugaverðra greina um þau.Í greininni sagði m.a.: Allt flug vallarsvæðið er um 300 ha. að stærð, og er það ekki svo lítið þegar haft er í huga að Reykjavík innan Hringbrautar er um 200 ha. Hér er um einhvern misskilning að ræða því það heildarsvæði, sem Reykjavíkurflugvöllur nær yfir, og er innan núverandi flugvallargirðingar, er aðeins 120,8 ha., samsvarandi 0,44% af öllu landsvæði Reykjavíkur, sem er 274,5 km2. Í greininni birti Valdimar þá tillögu sína til stjórnvalda að hafa frátekið land svæði (fyrir nýjan flugvöll), sem hægt væri að hverfa til, þegar hagsmunir flugsins og Reykjavíkurborgar krefjast þess.
Á þessum árum var það samdóma álit þeirra, sem sinntu flugmálum Íslands, að yrði Reykjavíkurflugvöllur lagður niður, komi aðeins eitt annað svæði raunhæft til álita fyrir nýjan flugvöll, Álftanes. Eftir farandi er stutt yfirlit um þróun þessara mála og málalyktir.
Nefnd árið 1960
Þann 11. júlí 1960 skipaði Ingólfur Jónsson samgönguráðherra fimm manna nefnd undir formennsku Árna Snævarrs verkfræðings til að gera tillögur um framtíðarskipan flugvallarmála Reykjavíkur. Auk Árna voru í nefndinni fulltrúar Flugráðs, Flugfélags Íslands,Loftleiða og Félags Íslenskra atvinnuflugmanna. Nefndin skilaði skýrslu sinni 27. feb. 1962. Hún taldi eftirfarandi þrjá kosti vera mögulega:1. Að flytja alla flugstarfsemi frá Reykjavík til Keflavíkuflugvallar og gera hann að miðstöð íslenskrar flugstarfsemi.
2. Að nota Keflavíkurflugvöll fyrir utanlandsflug en Reykjavíkurflugvöll áfram fyrir innanlandsflug.
3. Að reikna ekki með í þessu sambandi neinum notum af Keflavíkurflugvelli í framtíðinni að öðru leyti en sem varaflugvöll fyrir flugvöll við sunnanverðan Faxaflóa.
Nefndin hafnaði alveg fyrsta kostinum, og taldi jafnframt mikið óhagræði af kosti nr. 2. Hún lagði síðan alla áherslu á þriðja kostinn, að byggja ætti stóran alhliða flugvöll á Álftanesi. Aðalflugbraut hans yrði til að byrja með 2.200m löng,en síðar lengd í 3.100m. Þverbrautin yrði fyrst 2.000m, en síðar lengd í 2.800m.Stjórnvöld tóku aldrei neina afstöðu til þessara hugmynda nefndarinnar.
Nefnd árið 1965
Þann 29. maí 1965 skipaði Ingólfur Jónsson aðra fimm manna flugvallarnefnd, en nú undir formennsku Brynjólfs Ingólfssonar ráðuneytisstjóra. Aðrir í nefndinni voru Baldvin Jónsson hrl., Guðlaugur Þorvaldsson ráðuneytisstjóri, Gústaf E.Pálsson borgarverkfræðingur og Sigurgeir Jónsson hagfræðingur. Nefndin skilaði skýrslu sinni 18. maí 1967, og var þar algjörlega sammála um að ekki kæmi til álita að flytja miðstöð innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar. Hún klofnaði hins vegar í öðrum niðurstöðum sínum. Þriggja manna meirihluti (BI, GÞ og SJ töldu hagkvæmustu framtíðarskipan flugvallarmála Reykjavíkur vera í megindráttum þá, að stuðst verði við tvo flugvelli, Keflavíkurflugvöll annars vegar, og Reykjavíkurflugvöll, og sennilega síðar nýjan flugvöll á Bessastaðanesi hins vegar.Á Keflavíkurflugvelli fari fram sú flugstarfsemi, sem krefst lengri flugbrauta en hægt er að sjá fyrir með hóflegum kostnaði inniá höfuðborgarsvæðinu eða veldur verulegri truflun á umhverfi sínu af hávaða, einkum að næturlagi. Þessi meirihluti studdi síðan svonefnda X-tilhögun, sem fól í sér flugvöll á Bessastaðanesi með tveimur flugbrautum, 1.800m og 1.400m að lengd. Tveggja manna minnihluti (BJ og GEP) töldu hins vegar æskilegra að byggja mun stærri flugvöll á Álftanesi, svonefnda L-tilhögun með tveimur flugbrautum, 2.700m og 2.300m að lengd, og ætlaðan fyrir bæði innanlands- og millilandaflug.
Hannibal útilokar Álftanes
Stjórnvöld tóku enga afstöðu til tillagna Flugvallarnefndar 1965-1967 fyrr en Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra skrifaði bréf til Skipulagsstjórnar ríkisins, dags. 1. júní 1973. Bréf hans endar á eftirfarandi: Á l y k t a r o r ð: Í aðalskipulagi Bessa staðahrepps skal ekki gera ráð fyrir að flugvöllur kunni að vera staðsettur í landi Bessastaða, Breiðabólsstaða og Akrakots. Í framhaldi af þessu bréfi ráðherra ritaði Zóphónías Pálsson skipulagsstjóri bréf til samgönguráðuneytis, dags. 28. júní 1973,þar sem þessi úrskurður félagsmálaráðherra var formlega kynntur. (Þess er hér að geta, að á þessum árum var Hannibal Valdimarsson bæði félagsmálaráðherra og samgönguráðherra). Að fenginni þessari niðurstöðu gat sveitarstjórn Álftaness aflétt öllum áður settum hömlum á byggð,sem í gildi höfðu verið vegna hugsanlegs nýs flugvallar á svæðinu. Áður en sveitarstjórn Álftaness var sameinuð bæjarstjórn Garðabæjar ályktaði hún ítrekað og afgerandi gegn öllum hugmyndum um flugvöll á Álftanesi. Þegar Loftleiðir hófu rekstur CL-44 skrúfuþotna í maí 1964 flutti félagið mið stöð flugrekstrar síns til Keflavíkurflugvallar. Hið sama gilti varðandi millilandaflug Flugfélags Íslands, þegar félagið hóf rekstur fyrstu Boeing 727 þotu nnar í júní 1967. Á undanförnum fimm áratug um hefur því þróun og skipan flugvallamála höfuðborgarinnar alfarið miðast við framangreindan kost nr. 2 í skýrslu Flugvallarnefndar 1960-1962. Á sama tímabili hefur gífurlega háum upphæðum verið varið í fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli, bæði í flugvöllinn sjálfan og búnað hans,æog í flugstöðina og tilheyrandi þjónustubyggingar flugrekenda."
Hann er orðinn dýr hráskinnaleikur Dags B. með Reykjavíkurflugvöll. Tók hann þar við verki Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem leynt og ljóst gerði allt sem í hennar valdi stóð til að þrengja að flugvellinum og rýra möguleika hans á allan hátt. Samfylkingin er því óvinur Reykjavíkurflugvallar númer eitt og beitir öllum brögðum til að eyðileggja fyrir vellinum.
Píratinn sem heldur þessum meirihluta Dags B. og EssBjarnar sem var NB kosinn frá í kosningunum, við völd án sýnilegrar greiðslu ber þyngri ábyrgð heldur en honum er greinilega ljóst sjálfum. En frá þessum fulltrúa hefur ekki heyrst hósti né stuna síðan hann tók við þessu hlutverki. Er það hugsanlega í stíl við aðra pólitík Pírata að sitja eins og uglur á kvisti og láta fólk halda að þeir séu að hugsa eitthvað merkilegt. En líklega er það lítið annað en að kinka kolli til þeirra Dags.B. bindislausa og EssBjarnar sem halda ótrauðir áfram niðurrifi sínu á Borgargildum sem einu sinni þótti við hæfi að hampa.
Og til viðbótar má upplýsa, að Reykjavíkurborg hefur ekki getað sannað eignarrétt sinn á neinu landi sem undir Reykjavíkurflugvelli er. Enda tólk Ólafur Thors við vellinum fyrir hönd íslensku þjóðarinnar úr hendi Breska heimsveldisins við hátíðalega athöfn 1947 þar sem ég var sjálfur vitni að og get því staðfest.
Reykjavíkurflugvöllur er því þjóðargersimi eins og 200 mílna landhelgin og Geysir í Haukadal. Þeir Dagur B. og EssBjörn ættu að halda krumlum sínum víðs fjarri vellinum því þeir eiga ekkert í honum eins og myndin sýnir.
Auk þess væri þeim hollt að fara að hugleiða að nútíma samfélag gengur ekki án samgangna. Hestvagnar sem samgöngutæki heyra sögunni til og hjólhestar leysa fátt annað en hreyfingarþörf fólks. Borgarlíf gengur á skjótum samgöngum í lofti, á láði og legi. Gegn því tjóar ekki að snúa hjóli sögunnar aftur á bak eins og vinstrimanna er tíðum háttur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Vel sagt Halldór.
Miðað við allt sem þessi Dagur (nótt) hefur gert,
sem er ekkert annað en skemmdarverk, þá þakka
ég almættinu fyrir að hann skuli ekki stunda
lækningar, sem hann á að vera menntaður til.
Engin hugsun um afleiðingar, bara gjörðir vegna
þess að honum finnst svo.
Á meðan sjúklingurinn andar, þá er allt í lagi.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 20.8.2015 kl. 23:27
Dags verður minnst sem einhverjum mesta ósannindamanni Íslandssögunnar.
Þegar Rögnunefnd var stofnuð var gert samkomulag um að ekkert yrði gert fyrr enn niðurstöður hennar lægju fyrir. Þrátt fyrir þetta samkomulag þá var veitt leifi til jarðvegsskipta við enda neyðarbrautar. Þá sagði Dagur að einungis væri um jarðvegsskipti að ræða sem engin áhrif hefðu á rekstur þessarar flugbrautar.
Svo loks þegar nefndin skilaði af sér, voru niðurstöður hennar frekar misvísandi. Rætt var um að gera nýjan flugvöll í Hvassahrauni, en engar rannsóknir lágu þó fyrir að sá staður hentaði. Lagt var til að þeirra yrði aflað, þá einkum veðurfar og hálkuskilyrði að vetri. Nefndin lagði skýrt fram tillögu að því að Reykjavíkurflugvöllur yrði óbreyttur þar til og ef, nýr flugvöllur yrði byggður. Undir álit nefndarinnar ritaði Dagur B Eggertsson sitt nafn.
Í gær var svo veitt leifi fyrir fyrstu byggingu við enda neyðarbrautarinnar!
Gunnar Heiðarsson, 21.8.2015 kl. 10:23
Ég er mest hissa á Píratanum Halldóri eitthvað.
Hann er í stöðu sem nefndist "Ruler of Reykjavík" þegar Sigurjón Pétursson gemgdi henni. Þessi maður virðist alls ekki skilja pólitík né hvaða stöðu hann klæðir frá kjósendum. Sögðu kjósendur honum að Dagur B. væri handhafi allrar visku en hann sjálfur nóboddí? Er hann ekki maður til að gerast Borgastjóri í krafti stöðu sinnar? Eða vantar hann allt til þess?
Halldór Jónsson, 22.8.2015 kl. 00:34
skilur hann ekki um hvað pólitík snýst?
Halldór Jónsson, 22.8.2015 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.