Leita í fréttum mbl.is

Hvar er Schengen?

samkomulagið annars niðurkomið þessa dagana?

Jafnvel Björn Bjarnason hefur nú áhyggjur af því að landmæragæslan í austri sé ekkki sem best verður á kosið. Héldu nú fleiri en þögðu þó.

Ég fór úr landi s.l. föstudag. Það hefði ég ekki getað nema að hafa íslenska passann minn með. Ég komst hinsvegar inní Pólland án hans. Það er auðvitað mikið atriði að hafa eftirlit með ferðum Íslendinga og hefur verið svona um langt skeið. Hinsvegar komast allir útlendingar inn til Íslands ef þeir kæra sig um án þess að hafa nokkurn passa.Þannig hefur Schengen virkað og nú starfa mörg erlend bófagengi á Íslandi sem enginn þekkir.

Hægri Grænum ofbýður og Guðmundur Zumann skrifar í Mogga:

"... Svo virðist að Hægri grænir séu eini stjórnmálaflokkurinn á móti þessum fráleitu frumvarpsdrögum Óttars Proppés og félaga. Í grundvallaratriðum!

Enda eini flokkurinn á móti Schengen-aðild Íslands. Sem sýnir enn sérstöðu Hægri grænna í íslenskum stjórnmálum. En í ályktun frá Hægri grænum þann 5. september sl. segir að „það lagafrumvarp sem nú er í smíðum gengur í öfuga átt og vill opna allt upp á gátt“, við þá stefnu Hægri grænna m.a að segja Ísland úr Schengen og endurskoða EES samninginn.

Ísland á að grundvalla stefnu sína á svokölluðu Dyflinnarsamkomulagi fjölda þjóða heims, sem enn er í fullu gildi, varðandi ólöglega hælisleitendur. Allt annað er rugl, kaos, anarkismi! Já hræsni! Ísland á að segja sig úr Schengen, því óskoruð yfirráð yfir landamærum ríkis er frumforsenda fullveldis þess og sjálfstæðis.

Þess vegna eru nú hugmyndir um aukið framsal fullveldis í stjórnarskrá einnig stórhættulegt rugl, sem  berjast verður líka gegn! Af hörku!"

Ég vildi óska að einhver úr mínum flokki myndi skrifa svona skynsamlega. Í stað þess á frumvarp Óttars Proppé að vera stefnumál hans af því að Unni Brá brá ekki hið minnsta við að skrifa undir þetta frumvarp. Ætli ég eigi að fara á Landsfund og hrópa húrra fyrir þessu?

Málið er að það er löngu tímabært að hefja íslenska vegabréfið aftur til vegs og virðingar og hætta að hlaupa eftir dírektífum Brusselstrákanna. Þetta Schengen samkomulag hefur valdið vonbrigðum, sem við erum saklausir af Íslendingar sem fúslega létum hafa okkur til að gera vopnaleitir á Íslendingum sem voru að koma heim frá USA. Nú er komið fram yfir síðasta söludag hjá ríkisstjórn Íslands og taka þarf af skarið í landamæragæslunni.

Svo var önnur lína í Mogga frá einhverjum sem kallar sig Exmar sem ég datt um. Það er spurningin um hvaða umboð sveitarstjórnir hafi til að lýsa yfir móttöku svo og svo margra flóttamanna. Allt utan fjarhagsáætlunar, allt án pólitísks umboð hvað flóttamenn varðar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Halldór ef að ég fæ að vitna í þina ræðu:

"Hinsvegar komast allir útlendingar inn til Íslands ef þeir kæra sig um án þess að hafa nokkurn passa.Þannig hefur Schengen virkað og nú starfa mörg erlend bófagengi á Íslandi sem enginn þekkir".

Eru þetta þá hópar sem að koma í einhvern smá tíma og fara svo úr landi eða eru þetta hópar sem eru komnir með búsetu hér á landi/dvalarleyfi/íslenskan ríkisborgararétt?

Jón Þórhallsson, 14.9.2015 kl. 08:11

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Schengen byggir á frjálsri för milli þeirra landa sem að samkomulaginu standa, en strangari gæslu á ytri landamærum þess.

Nú þegar fólk kemst óheft inn á svæðið, er ljóst að samkomulagið er fallið. Ytri landamæri Schengen halda ekki.

Þetta leiðir sjálfkrafa til þess að frjálsa förin er ekki lengur til staðar. Danir lokuðu sínum landamærum í síðustu viku, en gáfust upp vegna þeirrar umfjöllunar sem þeir fengu. Nú hafa Þjóðverjar gripið til þess að loka landamærum sínum. Minni lýkur eru á að þeir fái sömu umfjöllun og Danir, enda flestar þjóðir ESB sem líta óttablandinni virðingu til Þýskaland.

Því hafa ekki einungis ytri landamæri Schengen lokast, innri landamæri þess eru að lokast einnig. Schengen er ekki lengur til nema að nafninu til.

En hvernig snýr þetta að okkur, hér norður í ballarhafi?

Við erum ein útstöð Schengen til vesturs. Við þurfum ekki að verja árás á Schengensvæðið utanfrá, hér á landi. Hins vegar hefur verið nokkuð um að ráðist hafi verið á þessi landamæri innanfrá, þ.e. að reynt hafi verið að komast út af Schengensvæðinu gegnum Ísland. Með árás inn á svæðið í suðri og austri er víst að árásir út af því í norðri og vestri munu aukast. Þar liggur okkar vandi.

Og sá vandi er stór, mjög stór. Ef hér verður brotalöm á og okkur takist ekki að halda þessum landamærum lokuðum, getur það leitt til skelfilegrar atburðarásar. Svo skelfilegrar að fólk áttar sig kannski ekki á þeim alvarleik. Fyrir nokkrum misserum tilkynntu bandarísk stjórnvöld að alþjóðasamningar, sem við erum aðilar að og fjalla um siglingavernd m.a. laumufarþega skipa, gætu orðið túlkaðir á strangast veg, verði brot á þeim. Með ströngustu túlkun þessara samninga gætu bandarísk stjórnvöld einfaldlega lokað landinu okkar, sjóleiðina, um ótiltekinn tíma en þó ekki skemur en þrjá mánuði. Þetta er alvarleiki málsins.

Þetta er sú kvöð sem íslenskir stjórnmálamenn settu okkur sem þjóð, þegar Schengensamkomulagið var tekið upp hér á landi. Flestir horfa bara á kosti þess samkomulags, spá minna í ókostina.

Og hverjir eru kostirnir? Jú, það á að vera hægt að ferðast án vegabréfs og vegabréfsáskriftar milli þeirra landa sem að samkomulaginu standa. Þar með eru kostirnir upp taldir.

Það er ekki mikið mál að sýna vegabréfið sitt, svona fyrir heiðarlegt fólk. Það sama á við um vegabréfsáritun, fyrir heiðarlegt fólk er lítill vandi að fá slíka uppáskrift. Hverjir græða þá á Schengensamkomulaginu? Þeir óheiðarlegu? Þeir sem ekki þola að sannleikurinn um þá komi í ljós?

Við eigum auðvitað að að fara að dæmi Þjóðverja og taka upp strangt vegabréfaeftirlit inn í landið. Láta síðan reyna á hvort ESB útilokar okkur frá Schengensamkomulaginu og Dublinarreglunni. Við höfum engu að tapa en allt að vinna.

Með þessu værum við þó ekki endilega að loka á móttöku flóttafólks hingað til lands, einungis að koma á þann innflutning einhverjum böndum. Að flóðbylgja flóttafólks sem stefnir vestur um haf, eftir óhefðbundnum leiðum, skelli ekki á okkur.

Nú þegar hafa einhverjar milljónir flóttafólk komist inn fyrir landamæri Schengen og flest af því fólki mun fá passa upp á frjálsa för innan svæðisins. Af þessum fjölda eru margir sem hugsa til vesturs, enda lítið að hafa í Evrópu. Það mun því verða hægðarleikur fyrir það að komast hingað til lands, enda með Schengenpassa. Við erum ein af útstöðum Schengen til vesturs, svona rétt eins og hafnarborgir Þýskalands og Hollands. Þær borgir eru einmitt vinsælastar hjá flóttafólkinu.

Því er bráð nauðsynlegt að taka upp strangt vegabréfaeftirlit við komuna til landsins. Látum síðan ESB ákveða hvort Ísland verði kipp út af Schengensvæðinu.

Þetta breytir engu um hvort við tökum á móti flóttafólki, mun einungis gefa stjórnvöldum einhverja stjórn á þeim innflutningi.

Og varðandi vörslu okkar til vesturs, þá mun hún verða áfram til staðar, hvort sem við erum innan Schengen eða ekki. Hún er alfarið á okkar ábyrgð, fyrir okkar fé. Þó við séum aðilar að Schengen, kemur engin aðstoð til okkar frá öðrum ríkjum samkomulagsins, til varnar vesturlandamærunum. Hins vegar verður auðveldara að verja þau landamæri ef við höfum einnig stjórn á þeim sem koma inn í landið.

Það er verulegt áhyggjuefni fyrir okkur Íslendinga þegar suður og austur landamæri Schengen standa galopin og inn á svæðið flæðir milljónir manna!

Það er engin kanna sem endalaust tekur við vatni, þegar hún er full rennur út um stút hennar.  

Gunnar Heiðarsson, 14.9.2015 kl. 09:31

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Leiðrétting: Því hafa ekki einungis ytri landamæri Schengen opnast, innri landamæri þess eru að lokast einnig. Schengen er ekki lengur til nema að nafninu til.

Gunnar Heiðarsson, 14.9.2015 kl. 09:38

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hefur ríkislögreglustjórinn einhverja skoðun á málinu?

Jón Þórhallsson, 14.9.2015 kl. 12:29

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sjálfsagt hefur ríkislögreglustjóri einhverja persónulega skoðun á málinu, Jón. Hver hún er veit ég ekki. Það skiptir heldur engu hver persónuleg skoðun einhverra embættismanna er, þeir vinna bara samkvæmt þeim skipunum sem þeir fá.

Og það þarf ríkislögreglustjóri einnig að gera. Í þessum málum á hann þó við ramman reip að draga. Skilgreiningin á hlutverkinu er klár, landamærin til vesturs eru lokuð öllum nema þeim sem um þau fara með löglegum hætti. En viðurlögin og vopnin sem ríkislögreglustjóri hefur til að halda uppi þeirri reglu eru af skornum skammti.

Ekki má setja menn í fangelsi fyrir að reyna að smygla sér úr landi. Ekki má senda menn til síns heima, sem þetta reyna. Svo eina sem lögreglan getur gert er að færa brotamennina til yfirheyrslu og að henni lokinn er þeim brotlega ekið á það hótel eða þann stað sem ríkið hefur skaffað honum.

Svo verður lögreglan bara að vona að hún komist til baka á undan brotamanninum. Það hefur ekki alltaf tekist. Stundum hefur brotamaðurinn verið á undan og sömu lögreglumenn þurft að sækja hann að skipshlið sama skips og áður.

Gunnar Heiðarsson, 14.9.2015 kl. 17:08

6 Smámynd: Halldór Jónsson

    • Jón. ég veit ekki meira um dvalarleyfin, en þér er frjálst aðkomaog era eins lengi og þu vilt ef þú hefur lifipeninga eða hvað?

    Gunnar, þú lýsir þessu kórrétt tæknilega. Þó að Schengen sé íuppnámi fréttist ekkert af ríkisstjórninni. Án hennar geir lögreglustjóri ekkert. 

    Af hverju gildir þetta ekki um hælisleitendur? Það fer enginnupp í flugvél til Íslands án vegabréfs. Þegar hann er stendur uppián skilríkja á Islandi verður hann einfaldlega sendur til baka. Ef hann krefst Asyl þá veit ég ekki hvað við tkeur, líklega sama linkan og FIT.

    Halldór Jónsson, 14.9.2015 kl. 17:21

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Halldór Jónsson
    Halldór Jónsson

    verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

    -ekki góður í neinu af þessu-

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (22.11.): 0
    • Sl. sólarhring: 4
    • Sl. viku: 37
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 31
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Eldri færslur

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband