22.9.2015 | 19:44
Hvað ræður?
fjölda flóttamanna og hvað ræður því hversu mörgum Vestræn lönd velja eða þá geta tekið við? Svör stjórnmálamanna eru mörg misvísandi. Angela Merkel byrjaði á að breiða út faðminn. Svo þykknaði straumurinn svo um munar og þá eru risnar girðingar, landamærum lokað og nú er Schengen hægt að setja í biðstöðu sem okkur var sagt áður að gengi ekki fyrir okkur Íslendinga.
Nú er eins og að þeir sem vilja fara með einhverri gát og forsjálni séu hrópaðir niður sem kærleikasnauðir rasistar og bigots.Afleiðingin er að enginn treystir sér til að fara gegn straumnum og segja sínar skoðanir eða leggja eitthvað nýtilegt til. Sá sem hæst hrópar um mannúð og kærleika er ekki endilega alltaf sá sem hefur mest af þeim eigindum en hugsanlega þeim mun meira af sýningarþörf. Fæstir eru eins útausandi og þeir áður sögðu þegar kemur að þeim sjálfum. Menn eru ýmsir að slá sig til riddara í manngæsku eins og Faríseinn forðum en tollheimtumaðurinn gleymist.
Nú verða flóttamenn til af ástæðum sem við Íslendingar erum ekki endilega höfundar að. Margir segja að Bandaríkjamenn og Rússar hafi búið til ástandið í Sýrlandi og eigi því að leysa það. Sem þeir sýna enga tilburði í að gera. En eru þó þeir einu sem hafa burði til að geta það þar sem þeir geta tekið hernaðarlegar ákvarðanir sem ekkert Evrópuríki né bandalag þeirra getur tekið. Þeir styðja hinsvegar sitt hvorn stríðsaðilann þannig að þeir magna upp vandann.
Í stað þess að ráðast á Ísrael með viðskiptaþvinganir ættu Íslendingar að gefa Bandaríkjamönnum í skyn að óánægja okkar með þeirra aðgerðir geti haft neikvæð áhrif á afstöðu Íslendinga til endurkomu Varnarliðsins, sem gæti borið upp á.
Í dag eru að koma upp tilvik þar sem hópar rjúka saman til dæmis víða í Afríku. Þá verða til á augabragði svo og svo margir flóttamenn sem er fólk sem vill ekki eða fær ekki að taka þátt í deilunum. Þetta á við um ríki þar sem stjórnkerfið er brotið fyrir. Allt öðruvísi en þegar mannskæðasta stríð Bandaríkjanna til þessa borgarastyrjöldin braust út. Þá urðu valdir vopnfærir menn að fara í herina og gátu ekki lagt á flótta vegna skoðana sinna. Slíkt var kallað liðhlaup. Stríðið kom svo niður öðrum almenningi, svo sem á konum, börnum öldruðum og öryrkjum sem gátu líklega lítið farið.
Hvaða skyldur ber íslenska þjóðin þegar svona stríðsástönd koma upp? Oft vegna aðgerða glæpahópa eða málaliða og peningaafla. Manngæskan og trúin segir að okkur bera að hjálpa efir föngum. Þá er spurningin hver séu föngin þegar þegar ríkir neyðaástand í helbrigðiskerfinu, langar raðir útlendinga sem annarra séu við matargjafastaðina og margir eigi mjög bágt?
Megum við af þessu ástæðum ekki velja úr hvert við beinum föngum okkar? Megum við ekki velja úr þær fjölskyldur sem eru líklegri en aðrar til að geta fallið inn í okkar samfélag? Af hverju verður að lýsa því yfir að múslímatrúu skuli vera jafn rétthá og trúarbrögðin sem fyrir eru? Hvers vegna megum við ekki velja kristna fremur en þá. Af hverju má ekki ræða jákvæða muninn á því að kristinn einstaklingur setjist hér að fremur en múslími? Virðast múslímskir innflytjendur ekki víðast þurfa allskyns sérmeðferðir miðað við kristna?
Spyrja má hvort þjóðir eigi að hafa þennan valrétt og af hvað ástæðum? Afgangsstærðirnar geta hentað betur annarsstaðar með öðrum þjóðum og svo fram eftir götunum. Af hverju verðum við frekar að velja okkur múslímafólk , hinsegin fólk, aidssmitað fólk, berklaveikt fólk eða ávallt það það ólíkasta þjóðfélagsgerðinni sem við búum við.
En vandamálið fer ekki burt þó við ræðum það ekki. Það er staðreynd að stór hluti íslensku þjóðarinnar vill ekki láta skipa sér fyrir að taka við flóttamönnum og hælisleitendum. Menn þurfa ekki lengi að hlusta á umræðuna á Útvarpi Sögu til þess að heyra hvaða skoðanir eru efstar á baugi. Pétur Gunnlaugsson á þakkir skildar fyrir öfgalausa og yfirvegaða umræðu um þessi mál.
Innflutnngur ómenntaðara barnmargra múslíma hefur allstaðar skapað vandamál hjá þeim þjóðum sem maður hefur spurnir af. Af hverju eiga þá Íslendingar endilega ekki að freista þess að fá að velja sér innflytjendur ef svo ríka nauðsyn ber til að taka við slíku sem tilskipanir frá Brussel.
Við báðum þetta lið ekki að koma. Við erum ekki orsakirnar fyrir því að þetta lið er að koma hingað endilega. Þetta kemur okkur ekkert við í rauninni utan áðurnefndir eðliskostir. En af hverju má enginn hugsa sjálfstætt um þessi mál án þess að hundar fari að spangóla?
Að öllu þessu fengnu þá spyr maður: Hver ræður þessum málum eiginlega?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það þarf enginn að fara í grafgötur með það, að þetta eru tveir gjörólíkir menningarheimar, sem eiga enga samleið, og hafa aldrei gert, og munu aldrei gera. Gera verður þær kröfur til stjórnvalda, að þau velji flóttamenn eftir þeim skilyrðum sem Stjórnarskráin gerir til trúfrelsis,svo sem 65.gr "konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna#, og ef stjórnvöld ætla sér ekki að fara eftir stjórnarskránni,þarf að bíða næstu alþingiskosninga.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 21:06
Akkurat Halldór! Hingað til hefur það gengið vel með þá sem gerst hafa íslenskir ríkisborgarar.Það hefur ekki einu sinni hvarflað að manni að spyrja hverrar trúar þeir eru,sem unnið hafa fyrir mann og með.En um leið og Múslimar eru komnir gera þeir kröfur,t.d. á Akranesi svo taki dæmi.Ungur drengur neitar að vinna í unglingavinnunni,þar sem kona er verksstjóri. Þar er bannað að hringja kirkjuklukkum,af tilitssemi við músslima.-Það er fullkomlega hliðstætt ef við hugsum okkur þá komna inn á heimili,og þar yrðu húsbændur að lúta þeirra sértrúar kröfum. Oft erum við minnt á að þeir eldri byggðu upp velferðina,með erfiðisvinnu og nægjusemi.Það eitt ætti að kalla á tillitssemi þeirra frómu við þá.En því miður fer góðmennskan,greinilega af sérgæskuhvötum til Esb þóknunar. Því skyldu við sem komum ykkur til valda,una því að fá hingað Músslima,akkurat það sem stjórnarandstaðan vill.Afhverju? Vegna þess að það er liður í að þurrka út þjóðríkið,sem menn eru að uppgötva í Evrópu að er þeim svo dýrmætt.Þar stangast á Stjórnarskrá Íslands og sitthvað í trú þeirra.--Íslenskur almenningur hefur aldrei verið krafinn um kirkjusókn,né sérstakt bænahald nema vegna stórviðburða. En í mannmörgum veislum um helgina,kom fram eftir að ég hafði vakið máls á því,að mörgum er mikið í mun að varðveita kirkjuna. Þess vegna gerum við kröfur til ráðamanna að kristnir flóttamenn,verði valdir hingað,þar sem allt er til alls fyrir þá í trúarlegu samhengi. Það eru daglega fjölbreyttar samkomur í kirkjum höfuðborgarsvæðinsins,þar sem þeir munu fá margháttaða hjálp frá sjálfboðaliðum.
Helga Kristjánsdóttir, 23.9.2015 kl. 01:18
Ég vil leggja mitt á vogarskálarnar, til hjálpar hverjum þeim sem á þarf að halda, svo fremi að ég hafi burði til þess. Á íslandi starfa þúsundir innflytjenda sem aðlagast hafa þjóðfélagi okkar með miklum sóma. Þetta fólk á þakkir skildar fyrir komu sína hingað. Gott fólk að langstærstum hluta og hafa aðlagast vel, sökum sameiginlegs þankagangs um lífið og tilveruna. Að kljúfa samfélagið á Íslandi með hundruðum manna og kvenna, sem hafa það eitt að yfirlýstu markmiði sínu að knésetja okkur, er hrein og klár geggjun. Það þarf að vanda, sem lengi skal standa.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 23.9.2015 kl. 01:31
Sæll Halldór;
Hefur þú efni á því að halda uppi 250 múslimum í fæði og húsnæði sem mun kosta KRISTNA SKATTBORGARA 1 milljarð á 1 ári?
Það er væntanlega sitjandi ríkisstjórn; Sigmundur, Eygló og Bjarni Ben, sem að ráða þessu frá A-Ö.
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1976361/
Jón Þórhallsson, 23.9.2015 kl. 12:47
Ég er stoltur af því að ykkar skoanir eru ekki svo fjarri minum öllsömun. Já Jón, það er ekki fjárskorturinn þar núna þó eitthvað alltaf vanti annarsstaðar.
Nafni Egill, þú ert alltaf aðdraga björg íbú. Hvaða skipiertu aftur á? Ég er sammlá þér algerlega.
En það sem Helga segir hrýs mér hugur til. Er það virkilegt að hætt sé að hringja á Akranesi?
Nafni Guðmundsson,evangeliska kirkjan er ríkiskirkja. Nýir þegnar þurfa að búa við það Er ekki verið að auka þeirra vanda ef þeir eru ekki kristnir? Er þá ekki réttara að spara þá erfiðleika með því aðvelja kristna frekar?
Halldór Jónsson, 23.9.2015 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.