Leita í fréttum mbl.is

Dagur Bé og Borgin hans

virðast óaðskiljanleg. Dagur er Borgin og Borgin er Dagur. Dagur er í hlutverki sólkonungins sjálfs, Lúðvígs fjórtánda. Hann hefur einnig erft vísdóm vorra gömlu kónga í Kaupmannahöfn, sem sögðu "Vi alene vider".

Þannig veit Dagur hvað er ásættanlegt öryggi í flugi, hvar er best að finna nýtt flugvallarstæði þegar hann er búinn að loka Reykjavíkurflugvelli og úthluta Háskólanum lóðum í Fluggörðum án þess að hafa eignarheimildir á. 

Flokksbræður hans í Isavia er auðvitað reiðubúnir að gefa út álit sem styðja stefnu Dags og alltaf virðist hægt að finna sérfræðinga sem geta skrifað hentanleg álit fyrir góða borgun.

Guðni Ágústsson skrifar snarpa grein í Morgunblaðið í dag. Hann er þreyttur á  hjásetu ríkisstjórnarionnar í flugvallarmálinu en bindur vonir við innanríkisráðherruna Ólöfu Nordal.

Guðni segir svo í lok greinar sinnar:

"Innanríkisráðherra taki flugvöllinn í faðm sinn og slái á puttana á óþægu börnunum í borgarstjórninni og segi þeim að »svona geri menn ekki«, að borgarstjóri og borgarstjórnin komist ekki upp með að hrekja flugvöllinn í burtu úr Reykjavík. Og eyðileggja loftsamgöngurnar í landinu og að auki er það óumdeilt að staðsetning flugvallarins við Landspítalann hefur bjargað fjölda mannslífa. Neyðarbrautin er lífgjöf svo margra Íslendinga og útlendinga í áranna rás. Höfuðborgin verður að virða flugvöllinn og þýðingu hans, bæði fyrir borgina og landið allt.

Málið þolir ekki lengri bið, Ólöf Nordal, deilunni um flugvöllinn verður að ljúka, þér er treystandi, þú ert samgönguráðherra, flokksbróðir þinn, Kristján Þór Júlíusson, er heilbrigðisráðherra og þú hefur sýnt það í verki að þú bæði hlustar og heggur á rembihnúta."

Og hinir vösku forystumenn "Hjartað í Vatnsmýrinni" sem stóð fyrir stærstu undirskriftarsöfnun í sögu þjóðarinnar til styrktar Flugvellinum hafa þetta að segja í Fréttablaðinu í dag:

„Isavia segir óhætt að loka þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar.“

Umræðan um neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar er alvarlega á villigötum. Þar á meðal er þessi yfirlýsing Dags B. Eggertssonar röng. Isavia segir hvergi að það sé óhætt að loka brautinni.

Áhættumat Isavia varð ekki til átakalaust. Í miðju matsferlinu varð ótrúleg atburðarás. Öll áhættumatsnefndin, þar með taldir starfsmenn Isavia, komst að þeirri niðurstöðu, að lokun brautarinnar væri óásættanleg fyrir flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Þá tók yfirstjórn Isavia þá dæmalausu ákvörðun að reka alla sérfræðinga flugrekstraraðilanna úr nefndinni og fól einvörðungu innanhússfólki að halda vinnunni áfram. Sú nefnd skautaði fram hjá ýmsum flugöryggisþáttum, svo sem vindhviðum, hemlunarskilyrðum og fleira, sem þeim ber reglum samkvæmt að taka til greina. Um er að ræða breytur sem reglugerð um flugvelli kveður á um að reiknað skuli með.

 

Úrvinnsla Isavia í þessu máli er þannig algerlega einhliða og á skjön við reglur, bæði íslenskar og alþjóðlegar, sem um þetta gilda. Öllum málsaðilum er þetta kunnugt.

Niðurstaða áhættumatsins er sú, að eftir lokun neyðarbrautarinnar verði ástandið þolanlegt. Flugöryggi á vellinum verður „þolanlegt“ ef brautinni verður lokað.

Áríðandi er að taka fram, að mikilvægur fyrirvari er í skýrslunni svohljóðandi: „Þetta áhættumat tekur ekki á áhrifum á flugvallarkerfið í landinu, neyðarskipulagi almannavarna, sjúkraflutningum, umhverfisþáttum s.s. veðurfræðilegum áhrifum frá væntanlegum byggingum í nágrenni flugvallarins né fjárhagslegum þáttum flugrekstrar.“

Erfitt er fyrir venjulegt fólk að átta sig á því, hvað fær meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík til að ráðast á eitt mikilvægasta samgöngumannvirki landsins, sem er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins og ætla að eyðileggja það. Reykjavíkurflugvöllur hefur háan nýtingarstuðul og gott flugöryggi og skerðing á öryggi hans úr góðum flokki í þolanlegan er óskiljanleg. Þeir sem berjast fyrir svona breytingum taka mikla ábyrgð, sérstaklega varðandi sjúkraflutninga, eins og öllum er kunnugt.

Hjartað í Vatnsmýri skorar enn á Reykjavíkurborg að stöðva framkvæmdir Valsmanna á Hlíðarendasvæðinu áður en alvarlegur skaði hefur hlotist af. Sá milljarða gróði, sem þeir telja sig ætla að fá út úr þessu"

Einræðisstjórnin í Reykjavíkurborg er eins og stjórn Assads í Sýrlandi algerlega ónæm fyrir óánægjuröddum borgaranna, hafi þeir eitthvað við framferði hennar að athuga. Hugsanlega vegna þess að Dagur og Assad eru starfsbræður.  Í skjóli hins nýja afls íslenskra stjórnmál, Píratans Halldórs Svanssonar Kristjánssonar úr Háskólanum, þá fá þeir félagar, Dagur Bé, EssBjörn og Hjálmar Sveinsson að valsa um með hvaða óhæfuverk sem er gegn Reykjavíkurflugvelli hvað sem líður þjóðarvilja. Hann skiptir þesa menn engu.

Það er bara Dagur Bé og Borgin hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel sagt Halldór. Samt alveg með ólíkindum hvað Reykvíkingar láta bjóða sér uppá með þennan borgarstjóra-þurs og hans óvita hóps við stjórn. Engin mótmæli. Ekkert. Líður Reykvíkingum svona vel að það er hægt að bjóða þeim nánast endalaust uppá á cirkus og bull...????  Það er eitthvað mikið að í henni Reykjavík.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 2.10.2015 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 3418279

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband