Leita í fréttum mbl.is

Tökum upp vegabréfaeftirlit

á landamærum Íslands. Við þurfum ekki að spyrja neinn um leyfi. Það er heimilt samkvæmt Schengen. Fordæmin blasa líka við.

Hvað vinnst?

Hælisleitendavandinn snarminnkar.

Er ekki gott að fá aðeins frí frá því vandamáli með því að taka upp almenna vegabréfaskyldu á landamærunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir sem koma með flugi hafa framvísað vegabréfum til að komast í flug. Og það stendur ekki í vegabréfum hver tilgangur ferðarinnar er. Það er enginn munur á einhverjum sem kemur til að horfa á norðurljósin og þeim sem sækja um áframhaldandi vist. Vegabréfaskoðun hefði engin áhrif á fjölda hælisleitenda.

Jós.T. (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 00:37

2 Smámynd: Kristmann Magnússon

Hvenær fórst þú síðast í flug Halldór minn.  Það hafa allir þurft að framvísa  vegabréfum bæði við brottför og komu til landsins - ALLIR 

Kristmann Magnússon, 23.10.2015 kl. 01:18

3 identicon

Ekki nú alveg rétt Kristmann. Thegar thú kemur frá Evrópu tharft thú aldrei ad framvísa vegabréfi vid komu. Hinsvegar er annad  mál ef thú kemur frá USA. Vid brottfor tharft thú hinsvegar ad framvísa vegabréfi.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 05:01

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Jós T

Hafirðu framvísað fölsku vegabréfi til að komast um borð ferðu til baka. Rífirðu bréfið á leiðinni og æpir asylasyl ferðu líka til baka á ábyrgð flugfélagsins. Þetta hefur áhrif.

Rétt Mannsi, maður þarf alltaf vegabréf en ekki hælisleitandinn af hverju sem það er. 

Halldór Jónsson, 23.10.2015 kl. 09:14

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er sjálfstæðisflokkurinn þinn með einhverja stefnu í þessu máli eða vil hann hafa óbreytt ástand?

Jón Þórhallsson, 23.10.2015 kl. 09:18

6 identicon

Það hefur gengið erfiðlega að finna út og sanna með hvaða flugfélagi og hvaðan fólk sem fargar ferðaskjölum kom þegar 10 vélar lenda á sama klukkutímanum með 2000 manns innanborðs. Sannanir þarf til að hitt landið taki við ferðalanginum. Það dugar ekki að segjast halda að hann hafi komið með SAS frá Kaupmannahöfn.

Og hafirðu framvísað fölsku vegabréfi til að komast um borð þá getur þú eins framvísað fölsku vegabréfi til að komast inn í landið og þá ert þú ekki sendur til baka. Falskt vegabréf tryggir að Íslenskir dómstólar þurfa að afgreiða þitt mál.

Jós.T. (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 11:26

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég þarf að framvís vegabréfi til að komast upp í flugvél á leið frá landinu og á stundum tvisvar. 

Það sama á sér stað erlendis og vorkenni ég mér þetta ekkert.

En ég vorkenni mér sem og okkur öllum að þurfa að búa við þann losaragang og ósannsögli sem einkennir hamingju sama aðdáendur Chengen.   

Hrólfur Þ Hraundal, 23.10.2015 kl. 19:47

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefið, en ég gleymdi að nefna að þegar ég kem til Íslands núorði þá vill engin sjá mitt vegabréf og það er ég ekki alveg ánægður með.  

En kannski er ég bara svona skrítin og hreinræktaður að frekari auðkenni þurfi ekki hér inn til landans.       

Hrólfur Þ Hraundal, 23.10.2015 kl. 20:06

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja hérna Jóst.T.

er þetta virkilega svona vitlaust?

Halldór Jónsson, 23.10.2015 kl. 23:32

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Þórhalls, ég datt ekki um neina stefnu á Landfundinum

Halldór Jónsson, 23.10.2015 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband