25.10.2015 | 22:40
Tók í hnjúkana
í slúttið á Landsfundinum. Það varð eiginlega allt vitlaust á fundinum þegar ungliðarnir létu Unni Brá í gervi herkerlingar dansa fyrir sig um gólfið veifandi rauðu nei-spjaldi áður en framsögmaður hafði talað, æsa sig upp í að fara í óeirðir , öskur og hark til að kveða niður ígrundaðar tillögur Jóns Magnússonar hrl. um málefni útlendinga og flóttamanna. Einstakt upphlaup ofbeldis og skoðanakúgunar á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem ég hef aldrei séð áður á þessum samkundum og hef ég þó séð ýmislegt af Landsfundum á langri ævi.
Jón Magnússon lögmaður,og fyrrum leiðtogi ungra Sjálfstæðismanna í SUS gerði drengilega grein fyrir sínum málflutningi af ótrúlegri hófstillingu þrátt fyrir skrílslæti ungliðanna úr SUS módel 2015. Og svo af öllum manneskjum Icesave hetjunnar mínar Unnar Brár Konráðsdóttur.
Sama gerði Gústaf A. Níelsson sem neitaði að láta kveða sig í kútinn þegar fundarstjórinn slóst á sveif með upphlaupsfólkinu og vildi reka Gústaf úr pontu. Auðvitað var tillaga Jóns allt of löng og hann hefði betur látið slípa þetta fyrir fundinn.
Báðir þessir menn, Jón og Gústaf, sýndu samt mikið hugrekki og ræðumennsku í því að ganga á móti skrílslátunum einbeittir með sínum skoðunum. Fundarstjóra tókst með naumindum að ná tökum á fundinum, slíkur var æsingur ungliðanna sem nú töpuðu nú algerlega hófstillingunni og góðum siðum, æptu og góluðu og börðu borð. Þeir töpuðu miklu af minni samúð við þessa nasisístísku hegðun. Ég er viss um að Adolf sjálfur hefði verið stoltur af þeim. Þeir virðast vilja hleypa hér inn flóttamönnum í óskilgreindum mæli og ætla að berja sína skoðun í gegn hvað sem tautar og hvað sem kjósendur hugsa. Þurfa ungir ekkert að hugsa um kjörþokka Sjálfstæðisflokksins, langtímahagsmuni þjóðarinar, reynslu nágrannaþjóða hvað þá fólkið í landinu?
Flestir hinir hófsamri landsfundarfulltrúa voru farnir af fundi þegar þetta gerðist þannig að atkvæðagreiðslan var einbeitt með málstað ungra. Ég viðurkenni að ég rauk á dyr bálvondur. En ég náði mér aftur í vetrarloftinu, snéri til baka og kláraði fundinn.
En ég spái því að þarna hafi ungir unnið Phyrrosar sigur. Þetta á eftir að hitta þá fyrir. Ég er ekki hættur svo mikið er víst. Og ég er illa svikinn ef þeir Jón og Gústaf hafa sagt sitt síðast í málefnum flóttamanna.
Og þjóðin er ekki að taka undir svona boðskap frá Sjálfstæðisflokknum um það að framselja fullveldið og þjóðernið í hendur framandi þjóða. Það verður þjóðin sem mun eiga við þá orð.
Það tók svo sannarlega í hnúkana í lok 42. Landsfundar Sjálfstæðisflokksins undir kvöld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Saell Nafni.
Vaeri ekki rétt ad ungvidid innan flokksins héldi sinn eigin landsfund og fullordnir sinn, hvor í sínu lagi? Leyfa theim yngri ad semja thad sem theim sýnist og álykta, garga á thá sem ekki falla alveg innan rammans og haga sér eins theim sýnist. Get ekki betur séd en ad vel hafi verid tekid undir tillögur theirra, en ef thetta er afraksturinn, er ljóst ad flest sem frá ungvidinu innan flokksins kemur, er ekki byggt á heilindum. Thetta fólk er greinilega ekki húsum haeft, samkvaemt lýsingu thinni. Sjaldan launar kálfurinn ofeldid, svo mikid er víst.
Enn hef ég ekkert séd um medfred umsóknar okkar ad ESB. Var thad ekkert raett á thessum landsfundi? Thad kemur ef til vill einhverja naestu daga á mbl, eda annarsstadar.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 25.10.2015 kl. 23:08
Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !
Ungliða fíflin: flokks félagar þínir, eru svo reikulir og skyni skroppnir að vita ekki (eða:: þykjast ekki vita) að lungi ''flóttamanna'' þeirra - sem Ólöf Nordal / Eygló Harðardóttir, sem og Sigmundur Davíð og Bjarni hyggjast bera á höndum sér inn í landið, er Múhameðskur RUMPULÝÐUR, og sannkallað innrásarfólk, Halldór minn.
Ég skil vil - drengilega viðleitni Jóns Magnússonar / og þeirra Gústafs Níelssonar, að vilja sporna við ósómanum, líkt þér Halldór en, ........ fáið þið nokkuð rönd við reist, á meðan forysta flokks hörmungar ykkar, sleikir út um bæði munnvik sín, í gróðavoninni eftir mútufé Saúdí- Arabísku Wahhabítanna til mosku bygginga og annarrs óviðurkvæmlegs, fornvinur góður ?
Og þið: hinir heiðarlegu / náið ekki að steypa undan þessum affiktum, forystu ykkar - aukinheldur ?
Með beztu kveðjum: af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.10.2015 kl. 23:16
Ekki datt mér í hug að ungliðar úr Samfylkingunni og VG fengju brautargengi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og næðu að kollvarpa öllum þeim gildum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir fram að þessu.
Tómas Ibsen Halldórsson, 25.10.2015 kl. 23:53
Hvet alla íhaldssama sjálfstæðismenn að yfirgefa flokkinn og koma til liðs við okkur Hægri græna, eina sanna þjóðholla íhaldsflokknum í dag. Flokkur sem er nú á fullu að byggja sig upp undir forystu okkar góða formanns Helga Helgasonar. www.xg.is
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.10.2015 kl. 00:50
Zumann, já nú er lag fyrir suma. Það eru margir á lausu
Halldór Jónsson, 26.10.2015 kl. 09:04
hahah.. gott á þig!
aldrei hef ég verið hrifinn af heimdellingum en það var fallegt að sjá þá reka ykkur gömlu nasistapúngana öfuga út úr ykkar eigin flokki núna um helgina.
Sven (IP-tala skráð) 26.10.2015 kl. 09:15
Ég tek undir með þér. Þarna gengu ungir of langt, bæði varðandi ályktunina og framkomuna. Reyni forystan að vinna eftir þessari samþykkt munu kjósendur flokksins finna sér annað heimili.
Ragnhildur Kolka, 26.10.2015 kl. 09:46
Og ég sem hélt - að vísu eftir margítrekaðar sögur frá þér Halldór minn - að Landsfundarályktanir væru æðri en lög. Hvað hefur nú breyst ???
Kristmann Magnússon, 26.10.2015 kl. 11:38
Komið þið sæl á ný - Halldór: og aðrir gestir, þínir !
Halldór síðuhafi !
Hvar: á daginn er komið, að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að STJÓRNLAUSU rekaldi, í höndum undanrennu hvolpsins (Bjarna Benediktssonar) af Engeyjar slektinu:: sem þekkir ekki Keilu frá Þorski / né Kálf frá Lambhrúti, hvað þá annað, svo og hinnar mærðarlegu Ólafar Nordal, svo og Aslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sendi skjátu Femínista skrílsins / Pírata / Vinstri grænna og Samfylkingar:: væri þá ekki upplagt - að þið, Jón Magnússon og Gústaf Níelsson skytuð á málþingi með fólki, sem RAUNVERULEGA ber ísl. hagsmuni fyrir brjósti, í stað þess að vera að þjösnazt frekar gagnvart hörmulegri niðurstöðu, hins svokallaða Landsfundar ?
Og - tækjuð að ykkur, að reka Bjarna Bandítta gengið frá, svo eftir yrði tekið.
Það er einfaldlega hneisa ein: að svona gufu lýður, sem um Bjarna liðleskju Benediktsson snýst, fái að slátra hugsjónum ykkar Jóns og Gústafs / sem annarra ykkur skyldum:: hugmynda fræðilega, án nokkurrar almennilegrar viðspyrnu, af ykkar hálfu.
Ígrundið vel - þennan möguleika, Halldór minn.
Með - þeim sömu kveðjum, sem síðustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2015 kl. 12:26
Ótvírætt eru sannir, gamlir sjálfstæðismenn vorkunnverðir vegna þessarar fráleitu uppákomu allrar, sem landsfundurinn var, Halldór minn. Hvernig datt ykkur í hug að missa svona stjórn á úthlutun fulltrúa-tilnefninga á landsfundinn? Barst engin njósn af því skaðræði, sem til stóð?
Nú er flokkurinn orðinn princíp-mótaður fjandaflokkur hins ófædda barns. Ég tilheyrði honum eins og þingmennirnir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Salóme Þorkelsdóttir, Egill Jónsson á Seljavöllum, Árni Johnsen, Pálmi Jósson og Lárus Jónsson, sem og Sveinn Björnsson skókaupmaður (heiðursfélagi Varðar), sem allir voru lífsverndarsinnar og vildu hnekkja fósturdeyðinga-ólögunum frá 1975, þ.e.a.s. takmarka skaðann af þeim verulega.
Ég sagði mig svo úr flokknum vegna Icesave-málsins í ágústlok 2009, þegar Bjarni formaður og viðhlæjendur hans (mestallur þingflokkurinn) sviku þjóðina í fyrra skiptið í því þjóðarhagsmunamáli (í seinna skiptið var það með "ísköldu mati" Bjarna & Co. á Buchheit-samninga-ólögunum snemma árs 2011, þvert gegn þjóðarhag og lögvörðum rétti ríkissjóðs!).
LÍFSFJANDSAMLEGI FLOKKURINN
Nú hefur landsfundur samþykkt "að Sjálfstæðisflokkurinn vilji auka forræði kvenna yfir eigin líkama og heimila staðgöngumæðrun á þeim grundvelli." Án efa er hér verið að vísa óbeint til meints "réttar" kvenna yfir burði sínum og þar með til fósturdeyðinga, "réttar" sem þó er ekki beinlínis tekinn fram í ólögunum nr.25/1975 (heldur miðað þar við meintar málefnalegar indicationir eða ástæður sem háðar eru mati tveggja lækna eða læknis og félagsráðgjafa), enda hafði Alþingi þá vísað frá tillögu kommúnistans Magnúsar Kjartanssoar um "fóstureyðingu að ósk konu".
Stefnan er nú staðfest. Hún er þvert gegn kristnu siðferði. Það er ekki að undra, að Kristinn Ásgrímsson, forstöðumaður Fíladelfíu í Keflavík, maður sem hefur stutt þennan flokk, skuli rita nú: "Ég tel að það sé kominn tími á nýtt stjórnmálafl í þessu landi. Það sem einu sinni var sjálfstæðisflokkur virðist því miður ekki vera það lengur."
Sagt er að unga fólkið hlusti oft með hjartanu, en þegar það eldist, fari það fremur að hugsa með höfðinu. Það er sorglegt fyrir þennan flokk þinn, Halldór, að fjandsemi við lífsréttinn og upptaka ýmissa vinstri-tengdra öfga- eða jaðarmála skuli hafa náð fram að ganga með afgerandi hætti á landsfundinum.
Átt þú í raun heima í þessum flokki lengur, fremur en við Kristinn Ásgrímsson? Ætlar þú að berjast fyrir hinum nýju stefnumálum flokksins?! Er þín og annarra viturra manna í raun óskað við þá stefnumörkun?
Tízkugengi tróð sér fram á Twitter-síðum,
olli slysi´ á íhalds-slóðum,
ýtti´ í myrkrið spökum, fróðum.
Átt þú ekki í raun fremur erindi í nýjan flokk, sem vill bera fram undir nýjum merkjum góðar og lengi gildar hugsjónir, m.a. kristin siðferðisviðmið og varðstöðu um þjóðarrétt? -- og taka lífinu fagnandi, í stað þessarar vanhugsuðu ofurróttækni ungmenna sem tóku völd í stefnumálum landsfundarins í gær.
Svo minni ég á, að kl. 4 nú síðdegis verður Gústaf Níelsson sagnfræðingur í viðtali á Útvarpi Sögu um landsfundinn og málefni hans.
Jón Valur Jensson, 26.10.2015 kl. 14:01
WOW!!!
Ólafur Örn Jónsson, 26.10.2015 kl. 17:57
"Og þjóðin er ekki að taka undir svona boðskap frá Sjálfstæðisflokknum um það að framselja fullveldið og þjóðernið í hendur framandi þjóða. Það verður þjóðin sem mun eiga við þá orð."
Tja, ætlar ekki Flokkurinn að skrifa undir endanlegt framsal fullveldisins í hendur framandi þjóða á næsta ári er hann skrifar undir TISA og TTIP ?
Síðar vera viðkomandi aðilar dæmdir fyrir landráð og gerðir útlægir.
Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 26.10.2015 kl. 19:57
Komið þið sæl - sem fyrr !
Er ekki rétt - að geyma alvöruþrungin orð Jóns Páls Garðars sonar, um TISA og TTIP óskapnaðina í hugskotum okkar, gott fólk ?
Hvorutveggju: (TISA og TTIP) klárlega, FULLKOMNIR tilræðis burðir, við hvert þjóðfélag veraldar / við nánari skoðun !
Hinar sömu kveðjur - sem aðrar og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2015 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.